Pepsi Max-mörkin um þjálfaraskiptin í Árbænum: Hvað liggur á að tala um þetta? Anton Ingi Leifsson skrifar 19. september 2019 08:30 Helgi Sigurðsson er á sínu síðasta tímabili með Fylki. vísir/bára Helgi Sigurðsson hættir með Fylki eftir tímabilið í Pepsi Max-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum. Niðurstaðan var talin sameiginleg. Fylkir unnu svo 3-1 sigur á Víkingum í gærkvöldi og eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Helgi steig fram eftir leikinn og sagði mögulega að of miklar kröfur væru gerðar í Árbænum. Pepsi Max-mörkin voru á dagskrá í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þjálfaraskiptin í Árbænum. „Það lítur út fyrir að hann hafi fengið þau svör að hans starfskrafta hafi ekki verið óskað áfram eða þeir hafi ekki vitað hvað þeir vildu gera,“ sagði Þorvaldur Örlygsson og hélt áfram: „Helgi hefur gert mjög gott starf eins og hann bendir sjálfur á. Hann tekur við þeim í Inkasso og fer með þá upp og það má segja að hann hafi gert það sem hann var beðinn um að gera.“ Logi Ólafsson var hinn spekingur þáttarins í gærkvöld og hann segir að það sé smá óvissa framundan í Árbænum. „Það kemur svolítið á óvart að þetta sé niðurstaðan. Helgi hafði sjálfur sínar efasemdir og það er óvissuþættir í félaginu. Hvað verður um Castillion? Sagan um markverðina, er Emil farinn og svo framvegis,“ en Emil Ásmundsson er sagður á leið í KR. „Það eru tveir eldri menn sem eru í liðinu og hvað verður um þá? Geta þeir spilað jafn vel aftur? Svo það lá jafnvel fyrir hjá honum að hann þyrfti að byggja upp nýtt lið.“ „Það sem kemur mest á óvart er loksins Fylkir að ná upp stöðugleika og þetta er búið að vera stigvaxandi árangur í þrjú ár svo það kemur pínu á óvart ef þetta er ákvörðun Fylkis að hann verði ekki áfram,“ sagði Logi. Logi sagði einnig tímasetninguna undarlega og spyr sig afhverju Fylkismenn þurfa að melda þetta út svo snemma en liðið getur enn endað ofarlega í töflunni. „Hvað liggur á að tala um þetta þó að það séu einhverjar sögusagnir um þetta í gangi hjá Dr. Football eða á öllum þessum síðum og hlaðvörpum? Menn hljóta að geta látið slíkt sem vindum eyrum þjóta. Gefum okkur það að Helgi og félagar vinni næstu tvo leiki, þá enda þeir í fjórða sæti. Hefði þá staðan verið önnur er staðan yrði rædd í haust?“ Innslagið í heild má sjá hér að neðan.Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Helga Sigurðsson Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45 Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Helgi Sigurðsson hættir með Fylki eftir tímabilið í Pepsi Max-deild karla en þetta var tilkynnt á dögunum. Niðurstaðan var talin sameiginleg. Fylkir unnu svo 3-1 sigur á Víkingum í gærkvöldi og eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar. Helgi steig fram eftir leikinn og sagði mögulega að of miklar kröfur væru gerðar í Árbænum. Pepsi Max-mörkin voru á dagskrá í gærkvöldi og þar var meðal annars rætt um þjálfaraskiptin í Árbænum. „Það lítur út fyrir að hann hafi fengið þau svör að hans starfskrafta hafi ekki verið óskað áfram eða þeir hafi ekki vitað hvað þeir vildu gera,“ sagði Þorvaldur Örlygsson og hélt áfram: „Helgi hefur gert mjög gott starf eins og hann bendir sjálfur á. Hann tekur við þeim í Inkasso og fer með þá upp og það má segja að hann hafi gert það sem hann var beðinn um að gera.“ Logi Ólafsson var hinn spekingur þáttarins í gærkvöld og hann segir að það sé smá óvissa framundan í Árbænum. „Það kemur svolítið á óvart að þetta sé niðurstaðan. Helgi hafði sjálfur sínar efasemdir og það er óvissuþættir í félaginu. Hvað verður um Castillion? Sagan um markverðina, er Emil farinn og svo framvegis,“ en Emil Ásmundsson er sagður á leið í KR. „Það eru tveir eldri menn sem eru í liðinu og hvað verður um þá? Geta þeir spilað jafn vel aftur? Svo það lá jafnvel fyrir hjá honum að hann þyrfti að byggja upp nýtt lið.“ „Það sem kemur mest á óvart er loksins Fylkir að ná upp stöðugleika og þetta er búið að vera stigvaxandi árangur í þrjú ár svo það kemur pínu á óvart ef þetta er ákvörðun Fylkis að hann verði ekki áfram,“ sagði Logi. Logi sagði einnig tímasetninguna undarlega og spyr sig afhverju Fylkismenn þurfa að melda þetta út svo snemma en liðið getur enn endað ofarlega í töflunni. „Hvað liggur á að tala um þetta þó að það séu einhverjar sögusagnir um þetta í gangi hjá Dr. Football eða á öllum þessum síðum og hlaðvörpum? Menn hljóta að geta látið slíkt sem vindum eyrum þjóta. Gefum okkur það að Helgi og félagar vinni næstu tvo leiki, þá enda þeir í fjórða sæti. Hefði þá staðan verið önnur er staðan yrði rædd í haust?“ Innslagið í heild má sjá hér að neðan.Klippa: Pepsi Max-mörkin: Umræða um Helga Sigurðsson
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45 Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 3-1 | Fylkismenn upp í 5. sætið Fylkir vann 3-1 sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Víkings í Árbænum í kvöld. 18. september 2019 21:45
Helgi: Kannski of miklar kröfur gerðar hérna í Árbænum Þjálfari Fylkis kvaðst stoltur af sínum mönnum eftir sigurinn á Víkingi. 18. september 2019 21:38