Ellefu afrísk knattspyrnusambönd á FIFA-ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 17:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ, með Veron Mosengo Omba, fulltrúa FIFA. Mynd/KSÍ Forsetar ellefu knattspyrnusambanda í Austur Afríku sóttu ráðstefnu í vikunni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnusambandið segir frá ráðstefnunni á heimasíðu sinni í dag og þar er einnig viðtal við fulltrúa FIFA á henni. Ráðstefnan, sem er skipulögð af FIFA, var fyrir CECAFA, svæðissamband Austur Afríku. Markmið hennar er að koma á samskiptum um þróun knattspyrnunnar almennt, hvort sem það tengist yfirstjórnun eða þjálfunaraðferðum fyrir leikmenn og þjálfara. Á ráðstefnunni gafst þátttakendum tækifæri til að læra af KSÍ, ásamt því að deila þeirra reynslu með KSÍ. „KSÍ er knattspyrnusamband í landi með aðeins um 330.000 íbúa. Veðrið hér gerir það að verkum að ekki er hægt að spila knattspyrnu úti allt árið, en samt hefur landið náð ótrúlegum árangri,“ sagði Veron Mosengo Omba, fulltrúi FIFA, við KSÍ en hann segir að Ísland hafi verið valið í ljósi smæðar þess og árangurs á undanförnum árum: Þátttakendur á ráðstefnunni komu frá ellefu þjóðum í Austur Afríku. Forsetar knattspyrnusambanda Rúanda, Suður Súdan, Sómalíu, Erítreu, Tansaníu, Búrúndí, Djíbútí, Kenýa, Úganda, Eþíópíu og Súdan mættu allir á fundinn. Nicholas Kithuku, forseti knattspyrnusambands Kenýa, segir að margt sé hægt að læra af íslenskri knattspyrnu: „Maður fyllist innblæstri við það að sjá hvað KSÍ hefur gert og hversu hugmyndaríkt samband það er. Sérstaklega er áhugavert að sjá hversu margir taka þátt í hinum ýmsu þáttum knattspyrnunnar. Ísland er stór þjóð með fátt fólk. Það sem Knattspyrnusamband Kenýa tekur frá fundinum er að gera fleiru fólki kleift að taka þátt í knattspyrnunni og stækka grunn okkar fyrir árangur framtíðarinnar. Kærar þakkir fyrir allt,“ sagði Nicholas Kithuku. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði þetta að segja um mikilvægi fundarins fyrir knattspyrnusambandið: „Það hefur verið mjög ánægjulegt og gefandi að taka á móti formönnum Afríkuríkjanna, ásamt fulltrúum FIFA, til þess að kynna þeim uppbyggingu okkar á íslenskum fótbolta. Má segja að þetta sé viðurkenning fyrir okkur að Ísland sé valið í þetta verkefni og endurspeglar það góða starf sem unnið er hér á landi og hefur vakið heimsathygli. Við eigum að reyna að láta gott af okkur leiða í þessum efnum, sem öðrum, ef við getum og við sjáum fyrir okkur framhald á verkefnum sem þessum,“ sagði Guðni Bergsson við fréttaritara heimasíðu KSÍ. FIFA KSÍ Reykjavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Forsetar ellefu knattspyrnusambanda í Austur Afríku sóttu ráðstefnu í vikunni í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands. Knattspyrnusambandið segir frá ráðstefnunni á heimasíðu sinni í dag og þar er einnig viðtal við fulltrúa FIFA á henni. Ráðstefnan, sem er skipulögð af FIFA, var fyrir CECAFA, svæðissamband Austur Afríku. Markmið hennar er að koma á samskiptum um þróun knattspyrnunnar almennt, hvort sem það tengist yfirstjórnun eða þjálfunaraðferðum fyrir leikmenn og þjálfara. Á ráðstefnunni gafst þátttakendum tækifæri til að læra af KSÍ, ásamt því að deila þeirra reynslu með KSÍ. „KSÍ er knattspyrnusamband í landi með aðeins um 330.000 íbúa. Veðrið hér gerir það að verkum að ekki er hægt að spila knattspyrnu úti allt árið, en samt hefur landið náð ótrúlegum árangri,“ sagði Veron Mosengo Omba, fulltrúi FIFA, við KSÍ en hann segir að Ísland hafi verið valið í ljósi smæðar þess og árangurs á undanförnum árum: Þátttakendur á ráðstefnunni komu frá ellefu þjóðum í Austur Afríku. Forsetar knattspyrnusambanda Rúanda, Suður Súdan, Sómalíu, Erítreu, Tansaníu, Búrúndí, Djíbútí, Kenýa, Úganda, Eþíópíu og Súdan mættu allir á fundinn. Nicholas Kithuku, forseti knattspyrnusambands Kenýa, segir að margt sé hægt að læra af íslenskri knattspyrnu: „Maður fyllist innblæstri við það að sjá hvað KSÍ hefur gert og hversu hugmyndaríkt samband það er. Sérstaklega er áhugavert að sjá hversu margir taka þátt í hinum ýmsu þáttum knattspyrnunnar. Ísland er stór þjóð með fátt fólk. Það sem Knattspyrnusamband Kenýa tekur frá fundinum er að gera fleiru fólki kleift að taka þátt í knattspyrnunni og stækka grunn okkar fyrir árangur framtíðarinnar. Kærar þakkir fyrir allt,“ sagði Nicholas Kithuku. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafði þetta að segja um mikilvægi fundarins fyrir knattspyrnusambandið: „Það hefur verið mjög ánægjulegt og gefandi að taka á móti formönnum Afríkuríkjanna, ásamt fulltrúum FIFA, til þess að kynna þeim uppbyggingu okkar á íslenskum fótbolta. Má segja að þetta sé viðurkenning fyrir okkur að Ísland sé valið í þetta verkefni og endurspeglar það góða starf sem unnið er hér á landi og hefur vakið heimsathygli. Við eigum að reyna að láta gott af okkur leiða í þessum efnum, sem öðrum, ef við getum og við sjáum fyrir okkur framhald á verkefnum sem þessum,“ sagði Guðni Bergsson við fréttaritara heimasíðu KSÍ.
FIFA KSÍ Reykjavík Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira