Eli Manning búinn að missa byrjunarliðssætið sitt til nýliðans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 19:30 Eli Manning Getty/ Sarah Stier Eli Manning verður ekki leikstjórnandi New York Giants liðsins í þriðju umferð NFL-deildarinnar um næstu helgi. Þjálfari Giants gaf það út í dag að hann væri búinn að skipta um leikstjórnanda. Nýliðinn Daniel Jones kemur inn í byrjunarliðið fyrir Eli Manning sem hefur verið aðalleikstjórnandi félagsins í fimmtán ár. New York Giants hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu og aðeins skorað 15,5 stig að meðaltali í leik í þeim.BREAKING: Daniel Jones named Giants starting QB as Eli Manning heads to the bench https://t.co/rE6OAI5HWu@PLeonardNYDNpic.twitter.com/zG1wuV7tI5 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) September 17, 2019Eli Manning er orðinn 38 ára gamall og hefur spilað með New York Giants liðinu frá 2004. Hann var lykilmaður þegar liðið vann NFL-titilinn 2007 og 2011. Manning var maður leiksins í báðum Super Bowl leikjunum. Eli Manning byrjaði 210 leiki í röð frá 2004 til 2017 en vann aftur sæti í byrjunarliðinu tímabilið 2017 eftir að hafa verið settur út úr liðinu í einn leik. „Ég talaði við Eli í morgun og sagði honum að ég ætlaði að gera þessa breytingu. Hann var auðvitað vonsvikinn eins og mátti búast við en sagði jafnfratm að hann yrði eins og alltaf, góður liðsfélagi. Eli ætlar að hjálpa Daniel að undirbúa sig og hjálpa með því liðinu að vinna leiki,“ sagði Pat Shurmur, þjálfari New York Giants, í yfirlýsingu frá félaginu. Menn hafa verið að bíða eftir að Eli Manning missi sæti sitt enda hefur frammistaða hans ekki verið sannfærandi síðustu ár. Það breytir því ekki að hann átti magnaðan feril með New York Giants og er besti leikstjórnandinn í sögu félagsins með öll helstu metin.The Giants have named rookie Daniel Jones their starting QB, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/7LRDokvlyw — Sporting News (@sportingnews) September 17, 2019Daniel Jones er 22 ára eða sextán árum yngri en Manning. Giants valdi hann númer sex í nýliðavalinu í ár og hann stóð sig mjög vel með liðinu á undirbúningstímabilinu. NFL Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu Sjá meira
Eli Manning verður ekki leikstjórnandi New York Giants liðsins í þriðju umferð NFL-deildarinnar um næstu helgi. Þjálfari Giants gaf það út í dag að hann væri búinn að skipta um leikstjórnanda. Nýliðinn Daniel Jones kemur inn í byrjunarliðið fyrir Eli Manning sem hefur verið aðalleikstjórnandi félagsins í fimmtán ár. New York Giants hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu og aðeins skorað 15,5 stig að meðaltali í leik í þeim.BREAKING: Daniel Jones named Giants starting QB as Eli Manning heads to the bench https://t.co/rE6OAI5HWu@PLeonardNYDNpic.twitter.com/zG1wuV7tI5 — NY Daily News Sports (@NYDNSports) September 17, 2019Eli Manning er orðinn 38 ára gamall og hefur spilað með New York Giants liðinu frá 2004. Hann var lykilmaður þegar liðið vann NFL-titilinn 2007 og 2011. Manning var maður leiksins í báðum Super Bowl leikjunum. Eli Manning byrjaði 210 leiki í röð frá 2004 til 2017 en vann aftur sæti í byrjunarliðinu tímabilið 2017 eftir að hafa verið settur út úr liðinu í einn leik. „Ég talaði við Eli í morgun og sagði honum að ég ætlaði að gera þessa breytingu. Hann var auðvitað vonsvikinn eins og mátti búast við en sagði jafnfratm að hann yrði eins og alltaf, góður liðsfélagi. Eli ætlar að hjálpa Daniel að undirbúa sig og hjálpa með því liðinu að vinna leiki,“ sagði Pat Shurmur, þjálfari New York Giants, í yfirlýsingu frá félaginu. Menn hafa verið að bíða eftir að Eli Manning missi sæti sitt enda hefur frammistaða hans ekki verið sannfærandi síðustu ár. Það breytir því ekki að hann átti magnaðan feril með New York Giants og er besti leikstjórnandinn í sögu félagsins með öll helstu metin.The Giants have named rookie Daniel Jones their starting QB, per @AdamSchefter. pic.twitter.com/7LRDokvlyw — Sporting News (@sportingnews) September 17, 2019Daniel Jones er 22 ára eða sextán árum yngri en Manning. Giants valdi hann númer sex í nýliðavalinu í ár og hann stóð sig mjög vel með liðinu á undirbúningstímabilinu.
NFL Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Í beinni: Real Madrid - Levante | Í brekku eftir niðurlægjandi tap Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu Sjá meira