Komst í spretthlaupslandslið Bandaríkjanna aðeins tíu mánuðum eftir barnsburð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 09:00 Allyson Felix er ein af sigursælustu frjálsíþróttakonum sögunnar. Getty/Patrick Smith/ Sexfaldi Ólympíumeistarinn Allyson Felix var valinn í HM-hóp Bandaríkjamanna fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Doha í Katar 27. september til 6. október. Allyson Felix mun taka þátt í níunda heimsmeistaramótinu í röð og setja með því met en þetta stóð ansi tæpt hjá henni að þessu sinni. Hinn 33 ára gamla Allyson Felix varð nefnilega móðir í fyrsta sinn fyrir aðeins tíu mánuðum síðar. Hún átti barnið með keisaraskurði.Six-time Olympic champion Allyson Felix has been selected in the #USA team for the World Athletics Championships for a record ninth consecutive time More: https://t.co/vKKD7MCluJpic.twitter.com/NJmJPCh6Rw — BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2019 Barneign Allyson Felix vakti sérstaka athygli þegar hún skrifaði opið bréf til íþróttavöruframleiðandans Nike og hafði það í gegn að íþróttakonur missi ekki styrktarsamninga sína þegar þær verða óléttar. Allyson Felix verður í boðhlaupssveitinni í 4 x 400 metra hlaupinu. Hún reyndi að vinna sér þátttökurétt í 400 metra hlaupinu í úrtökumótinu í Des Moines í Iowa í júlí en náði því ekki. Alls var 141 frjálsíþróttamaður valinn í bandaríska landsliðið, átta þeirra hafa orðið heimsmeistarar áður og þrettán unnu gull á ÓL í Ríó fyrir þremur árum. Auk Allyson Felix eru heimsmeistararnir Tori Bowie, Kori Carter, Emma Coburn, Phyllis Francis, Justin Gatlin, Sam Kendricks, Brittany Reese og Christian Taylor í hóp Bandaríkjamanna. Allyson Felix hefur unnið alls ellefu gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á heimsmeistaramótum sínum í gegnum tíðina. Hún tók fyrst þátt á HM í Saint-Denis í Frakklandi 2003 en þá var hún aðeins sautján ára gömul. Fyrstu verðlaunin vann hún í 200 metra hlaupi á HM í Helsinki 2005 (gull) en hún vann þrenn verðlaun (2 gull og 1 brons) á síðasta HM sem fór fram í London fyrir tveimur árum. Hinn 37 ára gamli Justin Gatlin er einn af heimsmeisturunum en tognun hans í 100 metra hlaupi í Zagreb 3. september síðastliðinn var ekki alvarlega. Gatlin vann gull í 100 metra hlaupi á HM í London en það var púað á hann í verðlaunaafhendingunni þar sem Gatlin hefur fallið oftar en einu sinni á lyfjaprófi á ferlinum.Olympian Allyson Felix is a champion through and through pic.twitter.com/oCStDkGiJc — Business Insider (@businessinsider) September 16, 2019 Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Sjá meira
Sexfaldi Ólympíumeistarinn Allyson Felix var valinn í HM-hóp Bandaríkjamanna fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Doha í Katar 27. september til 6. október. Allyson Felix mun taka þátt í níunda heimsmeistaramótinu í röð og setja með því met en þetta stóð ansi tæpt hjá henni að þessu sinni. Hinn 33 ára gamla Allyson Felix varð nefnilega móðir í fyrsta sinn fyrir aðeins tíu mánuðum síðar. Hún átti barnið með keisaraskurði.Six-time Olympic champion Allyson Felix has been selected in the #USA team for the World Athletics Championships for a record ninth consecutive time More: https://t.co/vKKD7MCluJpic.twitter.com/NJmJPCh6Rw — BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2019 Barneign Allyson Felix vakti sérstaka athygli þegar hún skrifaði opið bréf til íþróttavöruframleiðandans Nike og hafði það í gegn að íþróttakonur missi ekki styrktarsamninga sína þegar þær verða óléttar. Allyson Felix verður í boðhlaupssveitinni í 4 x 400 metra hlaupinu. Hún reyndi að vinna sér þátttökurétt í 400 metra hlaupinu í úrtökumótinu í Des Moines í Iowa í júlí en náði því ekki. Alls var 141 frjálsíþróttamaður valinn í bandaríska landsliðið, átta þeirra hafa orðið heimsmeistarar áður og þrettán unnu gull á ÓL í Ríó fyrir þremur árum. Auk Allyson Felix eru heimsmeistararnir Tori Bowie, Kori Carter, Emma Coburn, Phyllis Francis, Justin Gatlin, Sam Kendricks, Brittany Reese og Christian Taylor í hóp Bandaríkjamanna. Allyson Felix hefur unnið alls ellefu gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun á heimsmeistaramótum sínum í gegnum tíðina. Hún tók fyrst þátt á HM í Saint-Denis í Frakklandi 2003 en þá var hún aðeins sautján ára gömul. Fyrstu verðlaunin vann hún í 200 metra hlaupi á HM í Helsinki 2005 (gull) en hún vann þrenn verðlaun (2 gull og 1 brons) á síðasta HM sem fór fram í London fyrir tveimur árum. Hinn 37 ára gamli Justin Gatlin er einn af heimsmeisturunum en tognun hans í 100 metra hlaupi í Zagreb 3. september síðastliðinn var ekki alvarlega. Gatlin vann gull í 100 metra hlaupi á HM í London en það var púað á hann í verðlaunaafhendingunni þar sem Gatlin hefur fallið oftar en einu sinni á lyfjaprófi á ferlinum.Olympian Allyson Felix is a champion through and through pic.twitter.com/oCStDkGiJc — Business Insider (@businessinsider) September 16, 2019
Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Sjá meira