Áslaug opin fyrir fækkun í yfirstjórn Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. september 2019 06:15 Haraldur fundaði með dómsmálaráðherra í gær. Eftir fundinn sagði hann við fjölmiðla að of mikið hefði verið gert úr orðum hans um að spilling þrífist innan lögreglunnar. Fréttablaðið/Anton Brink Dómsmálaráðherra hefur sett af stað vinnu til að takast á við ólgu innan lögreglunnar og beinist hún sérstaklega að ríkislögreglustjóra. Um er að ræða vinnu í samstarfi við helstu aðila um hvernig best sé að hátta fyrirkomulagi lögregluembætta til frambúðar. „Ég tel mikilvægt að þessi vinna sé upphafið á stefnumótun og skipulagsbreytingum innan lögreglunnar. Nú eru liðin fimm ár frá því að umtalsverð endurskipulagning átti sér stað og það er komin talsverð reynsla á skipulagið. Vegna stöðunnar sem er uppi er nauðsynlegt að skoða þessi mál vel og hratt,“ segir ráðherrann sem einnig fundaði með Landssambandi lögreglumanna og Félagi lögreglustjóra í gær. „Það kom skýrt fram á fundi mínum með ríkislögreglustjóra að við erum sammála um að fyrirkomulagið í dag sé ekki að virka. Ég er opin fyrir breytingum sem gætu aukið hagkvæmni og minnkað yfirstjórn.“ Sjálfur hefur Haraldur sagst vilja hafa einn lögreglustjóra yfir landinu og vilja „fækka silkihúfum“.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.Líkt og fram hefur komið hefur ríkislögreglustjóri verið mikið gagnrýndur. Aðfinnslur hafa snúist að persónu hans, en ekki síður rekstri embættisins, svo sem bílamiðstöðvarinnar sem sér lögregluembættum fyrir bifreiðum. Ákveðið hefur verið að leggja miðstöðina niður. Þá hefur Ríkisendurskoðun hafið úttekt á embættinu. Lögreglustjórafélagið hefur einnig fundað vegna málsins, þar sem viðtal Morgunblaðsins við ríkislögreglustjóra var meðal annars rætt. Í viðtalinu hótar hann því að ljóstra upp um spillingu innan lögreglunnar verði hann látinn fara. Samkvæmt heimildum hefur engin tilkynning borist frá ríkislögreglustjóra til héraðssaksóknara um meinta spillingu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá héraðssaksóknara um hvort hafin skuli rannsókn vegna þeirra fullyrðinga um spillingu sem hafðar voru eftir ríkislögreglustjóra í viðtalinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur sett af stað vinnu til að takast á við ólgu innan lögreglunnar og beinist hún sérstaklega að ríkislögreglustjóra. Um er að ræða vinnu í samstarfi við helstu aðila um hvernig best sé að hátta fyrirkomulagi lögregluembætta til frambúðar. „Ég tel mikilvægt að þessi vinna sé upphafið á stefnumótun og skipulagsbreytingum innan lögreglunnar. Nú eru liðin fimm ár frá því að umtalsverð endurskipulagning átti sér stað og það er komin talsverð reynsla á skipulagið. Vegna stöðunnar sem er uppi er nauðsynlegt að skoða þessi mál vel og hratt,“ segir ráðherrann sem einnig fundaði með Landssambandi lögreglumanna og Félagi lögreglustjóra í gær. „Það kom skýrt fram á fundi mínum með ríkislögreglustjóra að við erum sammála um að fyrirkomulagið í dag sé ekki að virka. Ég er opin fyrir breytingum sem gætu aukið hagkvæmni og minnkað yfirstjórn.“ Sjálfur hefur Haraldur sagst vilja hafa einn lögreglustjóra yfir landinu og vilja „fækka silkihúfum“.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.Líkt og fram hefur komið hefur ríkislögreglustjóri verið mikið gagnrýndur. Aðfinnslur hafa snúist að persónu hans, en ekki síður rekstri embættisins, svo sem bílamiðstöðvarinnar sem sér lögregluembættum fyrir bifreiðum. Ákveðið hefur verið að leggja miðstöðina niður. Þá hefur Ríkisendurskoðun hafið úttekt á embættinu. Lögreglustjórafélagið hefur einnig fundað vegna málsins, þar sem viðtal Morgunblaðsins við ríkislögreglustjóra var meðal annars rætt. Í viðtalinu hótar hann því að ljóstra upp um spillingu innan lögreglunnar verði hann látinn fara. Samkvæmt heimildum hefur engin tilkynning borist frá ríkislögreglustjóra til héraðssaksóknara um meinta spillingu. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá héraðssaksóknara um hvort hafin skuli rannsókn vegna þeirra fullyrðinga um spillingu sem hafðar voru eftir ríkislögreglustjóra í viðtalinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33 Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46 Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Haraldur Johannessen fundar nú með ráðherra. 16. september 2019 11:33
Ráðherra segir ástandið innan lögreglunnar óásættanlegt Haraldur Johannessen vill gera út um málin utan fjölmiðla. 16. september 2019 13:46
Arinbjörn segir af og frá að hann sé í hefndarhug Tólf ára gamalt brot formanns lögreglufélagsins dregið fram í tengslum við væringar innan lögreglunnar. 16. september 2019 13:24