„Oft erfitt að gera greinarmun á einmiðlum og fjölmiðlum,“ segir forsætisráðherra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. september 2019 14:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs segir mikilvægt að gera greinarmund á einmiðlum og fjölmiðlum. Vísir/vilhelm Falsfréttir eru oft einfaldar, höfða til tilfinninga fólks og breiðast gjarnan út með ógnarhraða. Það getur haft gríðarleg áhrif á lýðræði og stjórnmálaumræðu segir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir afar mikilvægt að kortleggja þær fjölþáttaógnir sem steðja að samfélaginu á netinu. „Falsfréttir eða upplýsingaóreiða eiga oft greiðari leið að huga fólks. Þær byggja oft á tilfinningum, eru oft einfaldar og fela ekki í sér flóknar útskýringar sem því miður eru oft hluti að raunveruleikanum. Það er auðvelt að dreifa þeim en getur haft gríðarleg áhrif á alla stjórnmálaumræðu í landinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Þjóðaröryggisráðs á fundi um fjölþáttaógnir sem fram fór í Norræna húsinu í morgun. Hún segir samfélagsmiðla og gervigreind markvisst notuð til að dreifa slíkum fréttum. „Í pólitískum kosningum höfum við séð upplýsingum dreift með markvissum hætti til tiltekinna hópa. Samfélagsmiðlar og netið hafa breytt í grundvallaratriðum grafið undan starfsemi hefðbundinna fjölmiðla sem eiga undir högg að sækja og erfitt er að gera greinarmun á því hvenær við erum að nýta okkur hefðbundna fjölmiðla og hvenær þetta eru bara einmiðlar,“ segir Katrín.Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kortleggja stöðuna varðandi fjölþátta ógnir á netinu hér á landi.Þarf að kortleggja stöðuna hér á landi Á fundum var einnig rætt um netárásir og áróður sem miðaður er að ákveðnum hópum gegnum samfélagsmiðla. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kanna þennan vand heildrænt. „Það vantar hér á landi að kortleggja stöðuna. Þetta mál er áberandi í stjórnmálaumræðu í löndunum í kringum okkur. Við sjáum að reynt hefur verið að hafa áhrif á kosningar með áróðri og falsfréttum t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Elfa. Elfa segir jafnframt að mikilvægt að almenningur, fyrirtæki og stofnir séu meðvituð um þær ógnir sem steðji að á netinu. „Það er mikilvægt að efla samstarf við samfélagsmiðla og leitarvélar. Þá þarf að auka þekkingu fólks á þessum málum, auka miðlalæsi og gagnrýna hugsun,“ segir Elfa. Nýlegt dæmi um falsfréttir á vefnum er falsfrétt um Bitcoin og tenging við vefsíður sem ekki eru til. „Þarna er verið að blekkja fólk og búa til vefsíður sem líta út eins og íslenskir fjölmiðlar. Þegar farið er inná þetta er eitthvað allt annað á bak við þær,“ segir Elfa. Fjölmiðlar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Falsfréttir eru oft einfaldar, höfða til tilfinninga fólks og breiðast gjarnan út með ógnarhraða. Það getur haft gríðarleg áhrif á lýðræði og stjórnmálaumræðu segir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir afar mikilvægt að kortleggja þær fjölþáttaógnir sem steðja að samfélaginu á netinu. „Falsfréttir eða upplýsingaóreiða eiga oft greiðari leið að huga fólks. Þær byggja oft á tilfinningum, eru oft einfaldar og fela ekki í sér flóknar útskýringar sem því miður eru oft hluti að raunveruleikanum. Það er auðvelt að dreifa þeim en getur haft gríðarleg áhrif á alla stjórnmálaumræðu í landinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Þjóðaröryggisráðs á fundi um fjölþáttaógnir sem fram fór í Norræna húsinu í morgun. Hún segir samfélagsmiðla og gervigreind markvisst notuð til að dreifa slíkum fréttum. „Í pólitískum kosningum höfum við séð upplýsingum dreift með markvissum hætti til tiltekinna hópa. Samfélagsmiðlar og netið hafa breytt í grundvallaratriðum grafið undan starfsemi hefðbundinna fjölmiðla sem eiga undir högg að sækja og erfitt er að gera greinarmun á því hvenær við erum að nýta okkur hefðbundna fjölmiðla og hvenær þetta eru bara einmiðlar,“ segir Katrín.Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kortleggja stöðuna varðandi fjölþátta ógnir á netinu hér á landi.Þarf að kortleggja stöðuna hér á landi Á fundum var einnig rætt um netárásir og áróður sem miðaður er að ákveðnum hópum gegnum samfélagsmiðla. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir mikilvægt að kanna þennan vand heildrænt. „Það vantar hér á landi að kortleggja stöðuna. Þetta mál er áberandi í stjórnmálaumræðu í löndunum í kringum okkur. Við sjáum að reynt hefur verið að hafa áhrif á kosningar með áróðri og falsfréttum t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum,“ segir Elfa. Elfa segir jafnframt að mikilvægt að almenningur, fyrirtæki og stofnir séu meðvituð um þær ógnir sem steðji að á netinu. „Það er mikilvægt að efla samstarf við samfélagsmiðla og leitarvélar. Þá þarf að auka þekkingu fólks á þessum málum, auka miðlalæsi og gagnrýna hugsun,“ segir Elfa. Nýlegt dæmi um falsfréttir á vefnum er falsfrétt um Bitcoin og tenging við vefsíður sem ekki eru til. „Þarna er verið að blekkja fólk og búa til vefsíður sem líta út eins og íslenskir fjölmiðlar. Þegar farið er inná þetta er eitthvað allt annað á bak við þær,“ segir Elfa.
Fjölmiðlar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira