Tími og rými Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. september 2019 07:15 Olga og Anna en verk þeirra er sprottið úr reynslu við gerð listaverka fyrir fangelsið á Hólmsheiði. Fréttablaðið/Valli Olga Bergmann og Anna Hallin sýna eftirmynd af fangaklefa á sýningu í Hafnarborg. Fangelsi er innsetning eftir Olgu Bergmann og Önnu Hallin í Sverrissal í Hafnarborg í Hafnarfirði. Verkið er sprottið úr reynslu þeirra við gerð listaverka fyrir fangelsið á Hólmsheiði.Listaverk fyrir fangelsi „Árið 2014 var auglýst samkeppni um listaverk fyrir fangelsið á Hólmsheiði og tillaga okkar Önnu var valin. Fangelsið er á svæði þar sem er bæði mikið fuglalíf og falleg náttúra og sótti tillagan innblástur í umhverfið,“ segir Olga. „Verkið í fangelsinu er þrískipt verk með gegnumgangandi fuglaþema. Í aðkomugarði fangelsisins komum við fyrir trjásafni sem samanstendur af tíu mismunandi trjátegundum. Trjásafnið táknar hóp ólíkra einstaklinga sem saman mynda eins konar samfélag. Í trjásafninu er fuglahótel – fjölbýli fyrir fugla og þaðan er bein útsending inn á bókasafn fangelsisins. Þannig geta fangar, einstaklingar sem eru undir stöðugu eftirliti, haft eftirlit með fuglalífinu. Þetta er öryggisfangelsi þannig að þar eru mörg lög af girðingum og fangar sem horfa út um glugga horfa annaðhvort í gegnum girðingar eða á steypta veggi.“ Þriðji hluti verksins eru línuteikningar af flugi fugla og því hvernig þeir hreyfa sig í loftinu og voru teikningar af flugmynstri sjö fuglategunda síðan fræstar í veggi í útivistargörðum fangelsisins.Fangaklefinn, innsetning listakvennanna í Hafnarborg.Eftirmynd af fangaklefa Hluti af nýrri innsetningu listakvennanna í Hafnarborg er eftirmynd af dæmigerðum fangaklefa á Hólmsheiði. Sýningargestir geta farið þar inn, einn í einu, og verið bak við lokaðar dyr um stund. „Við höfum verið að skoða hugmyndir um lokað samfélag inni í samfélögum, svolítið eins og sögu inni í sögu. Í öllum samfélögum er við lýði sú aðferð að refsa fólki og loka það inni. Við erum einnig að velta fyrir okkur hugmyndum um frelsi og eftirlit. Fangar í öryggisfangelsi búa við strangt eftirlit í lokuðu kerfi en eftirlitskapítalisminn er grasserandi fyrir utan fangelsið, eins og til dæmis á Facebook og víðar,“ segir Olga. „Það er einnig alltaf fylgst með því hvað við, sem erum ekki í fangelsi, erum að gera og við skrásetjum það líka sjálf. Þetta eru hlutir sem við höfum mikið verið að hugsa um,“ segir Anna. Í glugga klefans er vídeó sem var tekið upp á nokkrum stöðum í fangelsinu á Hólmsheiði. „Það er eins og einhver sagði: Í fangelsi er nógur tími en takmarkað pláss. Við erum að reyna að koma því til skila. Kjarninn í þessari innsetningu er tími og rými,“ segir Anna. Auk klefans eru vídeóverk á sýningunni sem meðal annars byggja á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í fuglahóteli fangelsisins. Í tengslum við sýningu þeirra Olgu og Önnu kemur þann 21. september út bók um verkefni þeirra í fangelsinu. Þann dag verður kynning á bókinni og leiðsögn um sýninguna. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Olga Bergmann og Anna Hallin sýna eftirmynd af fangaklefa á sýningu í Hafnarborg. Fangelsi er innsetning eftir Olgu Bergmann og Önnu Hallin í Sverrissal í Hafnarborg í Hafnarfirði. Verkið er sprottið úr reynslu þeirra við gerð listaverka fyrir fangelsið á Hólmsheiði.Listaverk fyrir fangelsi „Árið 2014 var auglýst samkeppni um listaverk fyrir fangelsið á Hólmsheiði og tillaga okkar Önnu var valin. Fangelsið er á svæði þar sem er bæði mikið fuglalíf og falleg náttúra og sótti tillagan innblástur í umhverfið,“ segir Olga. „Verkið í fangelsinu er þrískipt verk með gegnumgangandi fuglaþema. Í aðkomugarði fangelsisins komum við fyrir trjásafni sem samanstendur af tíu mismunandi trjátegundum. Trjásafnið táknar hóp ólíkra einstaklinga sem saman mynda eins konar samfélag. Í trjásafninu er fuglahótel – fjölbýli fyrir fugla og þaðan er bein útsending inn á bókasafn fangelsisins. Þannig geta fangar, einstaklingar sem eru undir stöðugu eftirliti, haft eftirlit með fuglalífinu. Þetta er öryggisfangelsi þannig að þar eru mörg lög af girðingum og fangar sem horfa út um glugga horfa annaðhvort í gegnum girðingar eða á steypta veggi.“ Þriðji hluti verksins eru línuteikningar af flugi fugla og því hvernig þeir hreyfa sig í loftinu og voru teikningar af flugmynstri sjö fuglategunda síðan fræstar í veggi í útivistargörðum fangelsisins.Fangaklefinn, innsetning listakvennanna í Hafnarborg.Eftirmynd af fangaklefa Hluti af nýrri innsetningu listakvennanna í Hafnarborg er eftirmynd af dæmigerðum fangaklefa á Hólmsheiði. Sýningargestir geta farið þar inn, einn í einu, og verið bak við lokaðar dyr um stund. „Við höfum verið að skoða hugmyndir um lokað samfélag inni í samfélögum, svolítið eins og sögu inni í sögu. Í öllum samfélögum er við lýði sú aðferð að refsa fólki og loka það inni. Við erum einnig að velta fyrir okkur hugmyndum um frelsi og eftirlit. Fangar í öryggisfangelsi búa við strangt eftirlit í lokuðu kerfi en eftirlitskapítalisminn er grasserandi fyrir utan fangelsið, eins og til dæmis á Facebook og víðar,“ segir Olga. „Það er einnig alltaf fylgst með því hvað við, sem erum ekki í fangelsi, erum að gera og við skrásetjum það líka sjálf. Þetta eru hlutir sem við höfum mikið verið að hugsa um,“ segir Anna. Í glugga klefans er vídeó sem var tekið upp á nokkrum stöðum í fangelsinu á Hólmsheiði. „Það er eins og einhver sagði: Í fangelsi er nógur tími en takmarkað pláss. Við erum að reyna að koma því til skila. Kjarninn í þessari innsetningu er tími og rými,“ segir Anna. Auk klefans eru vídeóverk á sýningunni sem meðal annars byggja á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í fuglahóteli fangelsisins. Í tengslum við sýningu þeirra Olgu og Önnu kemur þann 21. september út bók um verkefni þeirra í fangelsinu. Þann dag verður kynning á bókinni og leiðsögn um sýninguna.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira