Ekkert gerist við urðun á sorpi: Forstjóri gramsar í gömlu rusli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2019 19:45 Þrjátíu ára gömul símaskrá, þrjátíu ára gamlar buxur, umbúðir undan áleggi og fleira og fleira fundust í þrjátíu ára gömlum ruslahaug þegar Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins fór ofan í hann til að gramsa í gömlu rusli. Hann vill leggja niður alla urðunarstaði landsins enda segir hann að urðun geri ekki neitt fyrir sorpið. „Þetta er úr Kaupfélagi Árnesinga, símanúmerið er 983366, ég veit ekki hvenær þetta var urðað. Hér er einhver góður úrgangur, þetta er búið að vera hér í þrjátíu ár, Ný mjólk, við getum séð innihaldið, það hefur lítið breyst á þessum þrjátíu árum, það gerist ekki neitt allan þennan tíma,“ segir Jón þegar hann fór yfir hluta af því rusli, sem var urðað fyrir þrjátíu árum á gömlum ruslahaugum í Hrísmýri á Selfossi en þar var sorp urðað til ársins 1990. Sorpið lítur nánast alveg eins út í dag og það var sett þarna niður fyrir fyrir öllum þessum árum. Jón fann t.d. buxur, sem voru nánast eins og nýjar. Hann segir að svona urðunarstaðir séu út um allt land og nú sé enn verið að urða mikið magn af sorpi á fimmtán stöðum á landinu. „Við verðum að sýna dug og hætta þessu,“ segir Jón. Mikið af allskonar plasti kom upp úr holunni, allt sem var urðað fyrir þrjátíu árum eða lengra síðan.Magnús HlynurEn af hverju er þetta svona?„Það halda allir að þetta sé ódýrasta leiðin, grafa holu, setja vandamálið ofan í og grafa vandamálið niðri en það kemur alltaf upp að lokum.“ Öll vinna Jóns Þóris og starfsfólks hans hjá Íslenska Gámafélaginu gengur í dag út á að flokka sorp, það sem er ekki hægt að flokka er flutt erlendis í brennslu. „Við teljum að það sé besti kosturinn í dag. Það getur vel verið að það sé hægt að búa til brennslu á Íslandi, þá er það bara frábært en við þurfum að gera þetta núna, ekki eftir tíu ár.“ Gömul símaskrá leyndist í holunni hjá Jóni, ótrúlega heilleg og hægt að lesa nöfnin og símanúmerin. Eimskip var til dæmis með símanúmerið 61800 og 61200 var símanúmerið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga.Skilti með upplýsingum hjá Íslenska Gámafélaginu í Hrísmýri á SelfossiMagnús HlynurEn hvað getum við gert til að koma sorpmálum landsins í eins gott stand og mögulegt er? „Við þurfum að fá styrka aðstoð frá yfirvöldum, sem sagt skýrar reglur hvernig eigi að gera hlutina, síðan verður við að fylgja þeim eftir og öll að taka þátt í þeirri vakningu sem er komin, að framkvæma hlutina, sem við erum að tala um,“ segir forstjóri Íslenska Gámafélagsins. Árborg Umhverfismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Þrjátíu ára gömul símaskrá, þrjátíu ára gamlar buxur, umbúðir undan áleggi og fleira og fleira fundust í þrjátíu ára gömlum ruslahaug þegar Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins fór ofan í hann til að gramsa í gömlu rusli. Hann vill leggja niður alla urðunarstaði landsins enda segir hann að urðun geri ekki neitt fyrir sorpið. „Þetta er úr Kaupfélagi Árnesinga, símanúmerið er 983366, ég veit ekki hvenær þetta var urðað. Hér er einhver góður úrgangur, þetta er búið að vera hér í þrjátíu ár, Ný mjólk, við getum séð innihaldið, það hefur lítið breyst á þessum þrjátíu árum, það gerist ekki neitt allan þennan tíma,“ segir Jón þegar hann fór yfir hluta af því rusli, sem var urðað fyrir þrjátíu árum á gömlum ruslahaugum í Hrísmýri á Selfossi en þar var sorp urðað til ársins 1990. Sorpið lítur nánast alveg eins út í dag og það var sett þarna niður fyrir fyrir öllum þessum árum. Jón fann t.d. buxur, sem voru nánast eins og nýjar. Hann segir að svona urðunarstaðir séu út um allt land og nú sé enn verið að urða mikið magn af sorpi á fimmtán stöðum á landinu. „Við verðum að sýna dug og hætta þessu,“ segir Jón. Mikið af allskonar plasti kom upp úr holunni, allt sem var urðað fyrir þrjátíu árum eða lengra síðan.Magnús HlynurEn af hverju er þetta svona?„Það halda allir að þetta sé ódýrasta leiðin, grafa holu, setja vandamálið ofan í og grafa vandamálið niðri en það kemur alltaf upp að lokum.“ Öll vinna Jóns Þóris og starfsfólks hans hjá Íslenska Gámafélaginu gengur í dag út á að flokka sorp, það sem er ekki hægt að flokka er flutt erlendis í brennslu. „Við teljum að það sé besti kosturinn í dag. Það getur vel verið að það sé hægt að búa til brennslu á Íslandi, þá er það bara frábært en við þurfum að gera þetta núna, ekki eftir tíu ár.“ Gömul símaskrá leyndist í holunni hjá Jóni, ótrúlega heilleg og hægt að lesa nöfnin og símanúmerin. Eimskip var til dæmis með símanúmerið 61800 og 61200 var símanúmerið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga.Skilti með upplýsingum hjá Íslenska Gámafélaginu í Hrísmýri á SelfossiMagnús HlynurEn hvað getum við gert til að koma sorpmálum landsins í eins gott stand og mögulegt er? „Við þurfum að fá styrka aðstoð frá yfirvöldum, sem sagt skýrar reglur hvernig eigi að gera hlutina, síðan verður við að fylgja þeim eftir og öll að taka þátt í þeirri vakningu sem er komin, að framkvæma hlutina, sem við erum að tala um,“ segir forstjóri Íslenska Gámafélagsins.
Árborg Umhverfismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira