Með íslenska auðn í París Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2019 10:00 Guðrún var að velja myndir þegar ljósmyndarann bar að garði. Fréttablaðið/Ernir Sýningin er án titils og hver og einn þátttakandi ræður hvað hann velur á hana. Það verður alls konar list, meðal annars ljóð,“ segir Guðrún Nielsen myndlistarkona sem er meðal 21 þátttakanda á stuttri samsýningu í París sem opnuð verður á mánudaginn. „Ég fer með ljósmyndir, þær eru úr sýningu sem ég nefni Auðn,“ upplýsir Guðrún. „Upphaflega er ég skúlptúrkona en hef verið að vinna með ljósmyndir inn á milli og tek heilmikið af þeim. Nú er til dæmis að ljúka sýningu hjá breska skúlptúrfélaginu. Þar var ég með veggverk úr fjallaseríu sem byggist á snævi drifnum ruslafjöllum í Gufunesinu.“ Í seríunni Auðn hefur Guðrún blandað saman nýjum og gömlum myndum. „Ég tók grunnmyndirnar sjálf og fékk gamlar myndir hjá föður mínum, Ólafi Nielsen, sem er gamall fjallakarl. Ég hef aldrei verið fyrir fjallaferðir en fór með pabba í sumar upp í Jökulheima og hann sagði mér sögur frá ferðum sínum um miðja síðustu öld, þegar snjórinn umlukti allt. Skálinn sem við stóðum hjá þegar ég tók mínar myndir var þá alveg við jökulræturnar en nú hefur jökullinn hopað um á að giska tíu kílómetra. Þarna er bara auðn sem Tungná hefur skilið eftir en einstaka jurt skýtur þó upp kollinum, meðal annars holtasóley. Reyndar líka rabarabari, vinur hans pabba fór með rót þangað og hún tórir enn. En myndirnar eru draugalegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sýningin er án titils og hver og einn þátttakandi ræður hvað hann velur á hana. Það verður alls konar list, meðal annars ljóð,“ segir Guðrún Nielsen myndlistarkona sem er meðal 21 þátttakanda á stuttri samsýningu í París sem opnuð verður á mánudaginn. „Ég fer með ljósmyndir, þær eru úr sýningu sem ég nefni Auðn,“ upplýsir Guðrún. „Upphaflega er ég skúlptúrkona en hef verið að vinna með ljósmyndir inn á milli og tek heilmikið af þeim. Nú er til dæmis að ljúka sýningu hjá breska skúlptúrfélaginu. Þar var ég með veggverk úr fjallaseríu sem byggist á snævi drifnum ruslafjöllum í Gufunesinu.“ Í seríunni Auðn hefur Guðrún blandað saman nýjum og gömlum myndum. „Ég tók grunnmyndirnar sjálf og fékk gamlar myndir hjá föður mínum, Ólafi Nielsen, sem er gamall fjallakarl. Ég hef aldrei verið fyrir fjallaferðir en fór með pabba í sumar upp í Jökulheima og hann sagði mér sögur frá ferðum sínum um miðja síðustu öld, þegar snjórinn umlukti allt. Skálinn sem við stóðum hjá þegar ég tók mínar myndir var þá alveg við jökulræturnar en nú hefur jökullinn hopað um á að giska tíu kílómetra. Þarna er bara auðn sem Tungná hefur skilið eftir en einstaka jurt skýtur þó upp kollinum, meðal annars holtasóley. Reyndar líka rabarabari, vinur hans pabba fór með rót þangað og hún tórir enn. En myndirnar eru draugalegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira