Eltist við sjaldgæfa fugla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2019 08:45 Sigurjón var að eltast við bláþyril í skógarrjóðri þegar þessi mynd var tekin. Sigurjón Einarsson er í fuglaleiðsögn með ferðamenn þegar ég trufla hann með símhringingu. „Við erum á leið í Grímsnesið og ætlum að finna þar glókoll!“ segir hann brattur. Þar sem glókollur er minnsti fugl í Evrópu vaknar sú spurning hvort það sé ekki eins og að leita að nál í heystakki. „Jú,“ viðurkennir hann. „Auðvitað er aldrei hægt að ganga að neinu vísu þegar kemur að fuglum.“ Í fyrirlestri í Safnahúsi Borgarfjarðar annað kvöld, fimmtudag klukkan 19.30, ætlar Sigurjón að fjalla um helstu fuglategundir sem auðvelt er að nálgast í Borgarfirðinum og sýna myndir af þeim. Þar koma vaðfuglar sterkir inn og lómurinn á stóran sess í huga Sigurjóns. „Hann kemur á tjarnirnar á vorin, verpir á bökkunum, er með ungana á vatninu og á sjónum við suðvesturhornið á veturna, eins og og himbriminn,“ lýsir hann. Endurnar hafa það líka gott í Borgarfirðinum, eins og örnefnið Andakíll ber vott um. „Nýbúinn í fuglafánunni er brandönd, hún hefur verpt hér frá 1999, sem farfugl fyrst og nú hafa um 100 fuglar vetursetu, aðallega í Grunnafirði, einu mikilvægasta fuglasvæði á Vesturlandi,“ fræðir Sigurjón mig um. Hann segir áhugann á fuglum hafa vaknað snemma. „Afi og amma bjuggu í Skáleyjum í Breiðafirði og ég var mikið hjá þeim og síðar í Flatey,“ útskýrir hann. Sigurjón er áhugaljósmyndari líka og nokkrar myndir eftir hann prýða grunnsýninguna Ævintýri fuglanna í Safnahúsinu. „Í gær vorum við að mynda ormskríkju á Reykjanesi, fugl sem var að sjást í annað sinn á Íslandi. Ég er í grúppu fólks sem eltist við tegundir sem sjást hér sjaldan. Við söfnum tegundum. Það eru 75 sem verpa á Íslandi að staðaldri en sá sem hefur séð flestar hefur séð 330 tegundir. Það er Björn Arnarson í Hornafirði. Ég er bara hálfdrættingur, rétt kominn í 230.“ Eftir erindi Sigurjóns í Safnahúsinu verður spjall og heitt á könnunni. Aðgangur er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum fyrir þá sem vilja leggja starfseminni lið. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dýr Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sigurjón Einarsson er í fuglaleiðsögn með ferðamenn þegar ég trufla hann með símhringingu. „Við erum á leið í Grímsnesið og ætlum að finna þar glókoll!“ segir hann brattur. Þar sem glókollur er minnsti fugl í Evrópu vaknar sú spurning hvort það sé ekki eins og að leita að nál í heystakki. „Jú,“ viðurkennir hann. „Auðvitað er aldrei hægt að ganga að neinu vísu þegar kemur að fuglum.“ Í fyrirlestri í Safnahúsi Borgarfjarðar annað kvöld, fimmtudag klukkan 19.30, ætlar Sigurjón að fjalla um helstu fuglategundir sem auðvelt er að nálgast í Borgarfirðinum og sýna myndir af þeim. Þar koma vaðfuglar sterkir inn og lómurinn á stóran sess í huga Sigurjóns. „Hann kemur á tjarnirnar á vorin, verpir á bökkunum, er með ungana á vatninu og á sjónum við suðvesturhornið á veturna, eins og og himbriminn,“ lýsir hann. Endurnar hafa það líka gott í Borgarfirðinum, eins og örnefnið Andakíll ber vott um. „Nýbúinn í fuglafánunni er brandönd, hún hefur verpt hér frá 1999, sem farfugl fyrst og nú hafa um 100 fuglar vetursetu, aðallega í Grunnafirði, einu mikilvægasta fuglasvæði á Vesturlandi,“ fræðir Sigurjón mig um. Hann segir áhugann á fuglum hafa vaknað snemma. „Afi og amma bjuggu í Skáleyjum í Breiðafirði og ég var mikið hjá þeim og síðar í Flatey,“ útskýrir hann. Sigurjón er áhugaljósmyndari líka og nokkrar myndir eftir hann prýða grunnsýninguna Ævintýri fuglanna í Safnahúsinu. „Í gær vorum við að mynda ormskríkju á Reykjanesi, fugl sem var að sjást í annað sinn á Íslandi. Ég er í grúppu fólks sem eltist við tegundir sem sjást hér sjaldan. Við söfnum tegundum. Það eru 75 sem verpa á Íslandi að staðaldri en sá sem hefur séð flestar hefur séð 330 tegundir. Það er Björn Arnarson í Hornafirði. Ég er bara hálfdrættingur, rétt kominn í 230.“ Eftir erindi Sigurjóns í Safnahúsinu verður spjall og heitt á könnunni. Aðgangur er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum fyrir þá sem vilja leggja starfseminni lið.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dýr Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira