Jorge var viðstaddur opnun þjónustumiðstöðvar Tesla á Krókhálsi í gær. Starfsmenn fyrirtækisins áforma einnig að reka minnst þrjár ofurhleðslustöðvar á landinu og á að opna þá fyrstu á næsta ári.
Sjá einnig: Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga
Í tísti sínu skrifar Musk „Ísland“ og hefur nafnið umkringt fánum og hjörtum. Í einu svari til Musk er því haldið fram að Tesla-bílar og gífurlega hátt hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa hér á landi eigi vel saman. Musk svaraði um hæl og sagði „algerlega“.
Ísland https://t.co/p6eQKDlPUN
— Elon Musk (@elonmusk) September 10, 2019