Kvikugúll gæti sprungið með miklu sprengigosi en einnig verið friðsæll Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2019 20:30 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Stöð 2/Einar Árnason. Kvikugúll í Kötlu gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi, líkt og gerðist í Öskju 1875, en gúlagos geta einnig verið tiltölulega friðsæl. Að mati jarðvísindamanna gæti fjallhrapið í Mýrdalsjökli einnig endað með hamfaraberghlaupi, í líkingu við Steinsholtshlaupið fyrir hálfri öld. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar við veltum því upp hvað gæti mögulega gerst í því mikla en hægfara fjallhrapi, sem vísindamenn hafa nýlega uppgötvað í vestanverðum Mýrdalsjökli, er fróðlegt að rifja upp hamfarir sem urðu við Steinsholtsjökul, einn skriðjökla Eyjafjallajökuls, þann 15. janúar árið 1967.Horft inn að Steinsholtsjökli. Berghlaupið frá 1967 sést fyrir miðri mynd en fjallshlíðin hrundi þá niður í jökullónið.Stöð 2/KMU.Þá hrundi fjallshlíð niður í jökullónið við skriðjökulinn og olli mikilli flóðbylgju allt niður í Markarfljót, sem bar með sér grjóturð langar leiðir. „Þá gerðist þetta á svipstundu og varð úr flóð og gríðarlegur efnisflutningur, - stórgrýti sem þeyttist þarna fram á grundirnar fyrir framan fjallið. Fólk þekkir þetta sem keyrir í Þórsmörk, ef það keyrir á milli þessara steina,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um Steinsholtshlaupið. En gætum við séð það gerast við Tungnakvíslarjökul að fjallshlíðin þar félli niður með sama hætti?Páll Einarsson skoðar fjallhrapið við Tungnakvíslarjökul úr þyrlu Norðurflugs.Stöð 2/KMU.„Það er hugsanlegt að það gerist í svona hamfaraatburði. Það er þegar orðinn meiriháttar atburður, án þess að menn hafi í raun og veru tekið eftir honum, vegna þess að hann gekk það hægt fyrir sig. Þessu hafa fylgt jarðskjálftar. Við vitum ekki hvað fylgir hverju. Það virðist eins og skjálftavirknin þarna í gegnum árin, að hún sé frekar afleiðing af því sama, eins og skriðan. Það er að segja, ef þetta er gúll að rísa þarna undir þá veldur hann skjálftum og líka skriðu,“ segir Páll. Sjá einnig hér: Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli.Séð niður Tungnakvíslarjökul í átt að Þórsmörk og Goðalandi. Fjallið Moldi til hægri er að síga niður um þrjá millimetra á dag eða um nærri tíu sentímetra á mánuði.Stöð 2/Einar Árnason.Á heimasíðu Almannavarna má lesa fjórtán ára gamla grein Páls og fleiri vísindamanna um Kötlu og þar er gúlagos við Goðabungu tekið sem dæmi um mögulega atburðarás. Gúlagos geti verið tiltölulega friðsæl, og er nefnt nýlegt dæmi um slíkt frá Usu-eldfjallinu í Japan. Á hinn bóginn gæti kvikugúll sprungið í miklu sprengigosi, eins og gerðist árið 1980 í Mount St. Helens-eldfjallinu í Washington-ríki í Bandaríkjunum, og einnig í sprengigosinu mikla í Öskju árið 1875 og í Víti við Kröflu árið 1724 við upphaf Mývatnselda, að því er fram kemur í greininni. Vísindamenn segja þó ekkert benda til að stóratburðir séu yfirvofandi á þessari stundu. „En þetta samhengi er sem sagt ennþá ekki búið að fullskýra og þetta verður rannsóknarverkefni fólks núna á næstu mánuðum og árum,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Katla Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42 Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli Jarðvísindamenn hafa uppgötvað meiriháttar fjallhrap í vestanverðum Mýrdalsjökli þar sem fjallshlíð er að skríða fram um þrjá millimetra á dag. 9. september 2019 20:53 Eldstöðin Katla vöktuð þvers og kruss úr lofti Flugvél Isavia, TF-FMS, flaug fjölda ferða yfir Mýrdalsjökul í morgun, þvers og kruss, og í aðeins 300 feta hæð yfir jöklinum. Flugferðirnar sáust vel á flugratsjársíðunni Flightradar24. 29. maí 2019 15:24 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Kvikugúll í Kötlu gæti sprungið með gríðarlegu sprengigosi, líkt og gerðist í Öskju 1875, en gúlagos geta einnig verið tiltölulega friðsæl. Að mati jarðvísindamanna gæti fjallhrapið í Mýrdalsjökli einnig endað með hamfaraberghlaupi, í líkingu við Steinsholtshlaupið fyrir hálfri öld. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þegar við veltum því upp hvað gæti mögulega gerst í því mikla en hægfara fjallhrapi, sem vísindamenn hafa nýlega uppgötvað í vestanverðum Mýrdalsjökli, er fróðlegt að rifja upp hamfarir sem urðu við Steinsholtsjökul, einn skriðjökla Eyjafjallajökuls, þann 15. janúar árið 1967.Horft inn að Steinsholtsjökli. Berghlaupið frá 1967 sést fyrir miðri mynd en fjallshlíðin hrundi þá niður í jökullónið.Stöð 2/KMU.Þá hrundi fjallshlíð niður í jökullónið við skriðjökulinn og olli mikilli flóðbylgju allt niður í Markarfljót, sem bar með sér grjóturð langar leiðir. „Þá gerðist þetta á svipstundu og varð úr flóð og gríðarlegur efnisflutningur, - stórgrýti sem þeyttist þarna fram á grundirnar fyrir framan fjallið. Fólk þekkir þetta sem keyrir í Þórsmörk, ef það keyrir á milli þessara steina,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um Steinsholtshlaupið. En gætum við séð það gerast við Tungnakvíslarjökul að fjallshlíðin þar félli niður með sama hætti?Páll Einarsson skoðar fjallhrapið við Tungnakvíslarjökul úr þyrlu Norðurflugs.Stöð 2/KMU.„Það er hugsanlegt að það gerist í svona hamfaraatburði. Það er þegar orðinn meiriháttar atburður, án þess að menn hafi í raun og veru tekið eftir honum, vegna þess að hann gekk það hægt fyrir sig. Þessu hafa fylgt jarðskjálftar. Við vitum ekki hvað fylgir hverju. Það virðist eins og skjálftavirknin þarna í gegnum árin, að hún sé frekar afleiðing af því sama, eins og skriðan. Það er að segja, ef þetta er gúll að rísa þarna undir þá veldur hann skjálftum og líka skriðu,“ segir Páll. Sjá einnig hér: Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli.Séð niður Tungnakvíslarjökul í átt að Þórsmörk og Goðalandi. Fjallið Moldi til hægri er að síga niður um þrjá millimetra á dag eða um nærri tíu sentímetra á mánuði.Stöð 2/Einar Árnason.Á heimasíðu Almannavarna má lesa fjórtán ára gamla grein Páls og fleiri vísindamanna um Kötlu og þar er gúlagos við Goðabungu tekið sem dæmi um mögulega atburðarás. Gúlagos geti verið tiltölulega friðsæl, og er nefnt nýlegt dæmi um slíkt frá Usu-eldfjallinu í Japan. Á hinn bóginn gæti kvikugúll sprungið í miklu sprengigosi, eins og gerðist árið 1980 í Mount St. Helens-eldfjallinu í Washington-ríki í Bandaríkjunum, og einnig í sprengigosinu mikla í Öskju árið 1875 og í Víti við Kröflu árið 1724 við upphaf Mývatnselda, að því er fram kemur í greininni. Vísindamenn segja þó ekkert benda til að stóratburðir séu yfirvofandi á þessari stundu. „En þetta samhengi er sem sagt ennþá ekki búið að fullskýra og þetta verður rannsóknarverkefni fólks núna á næstu mánuðum og árum,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Katla Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42 Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli Jarðvísindamenn hafa uppgötvað meiriháttar fjallhrap í vestanverðum Mýrdalsjökli þar sem fjallshlíð er að skríða fram um þrjá millimetra á dag. 9. september 2019 20:53 Eldstöðin Katla vöktuð þvers og kruss úr lofti Flugvél Isavia, TF-FMS, flaug fjölda ferða yfir Mýrdalsjökul í morgun, þvers og kruss, og í aðeins 300 feta hæð yfir jöklinum. Flugferðirnar sáust vel á flugratsjársíðunni Flightradar24. 29. maí 2019 15:24 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Vísbendingar um að eldstöðin Katla sé nálægt brotmörkum Merki eru um að Katla sé að undirbúa gos og vísbendingar um að eldfjallið sé komið nálægt brotmörkum. Aðdragandi eldgoss gæti orðið stuttur. 22. ágúst 2019 21:42
Rísandi leynigúll í Kötlu gæti skýrt fjallhrap í Mýrdalsjökli Jarðvísindamenn hafa uppgötvað meiriháttar fjallhrap í vestanverðum Mýrdalsjökli þar sem fjallshlíð er að skríða fram um þrjá millimetra á dag. 9. september 2019 20:53
Eldstöðin Katla vöktuð þvers og kruss úr lofti Flugvél Isavia, TF-FMS, flaug fjölda ferða yfir Mýrdalsjökul í morgun, þvers og kruss, og í aðeins 300 feta hæð yfir jöklinum. Flugferðirnar sáust vel á flugratsjársíðunni Flightradar24. 29. maí 2019 15:24