Skoða Gautaborgarmódelið við útfærslu veggjalda Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2019 12:13 Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Er hún til fimmtán ára og er búið að heita 120 milljörðum í vegaframkvæmdir sem annars hefðu tekið 50 ár í framkvæmd ef sama takti hefði verið haldið líkt og verið hefur síðustu tíu ár. Samgönguáætlunin kveður á um borgarlínu, breikkun stofnbrauta, göngustíga og hjólastíga. Er markmiðið að íbúar geti valið fjölbreytta kosti í samgöngum. Þannig megi draga úr töfum og mengun sem geri ríkinu kleift að ná loftslagsmarkmiðum. Ríkið leggur til 45 milljarða, sveitarfélög 15 en sérstök fjármögnun á að standa straum af 60 milljörðum sem vantar, þar á meðal veggjöld. Útfærslan á veggjöldunum liggur ekki fyrir en Sigurður Ingi sagði ýmis módel til skoðunar. Þar á meðal Gautaborgarmódelið sem hefur verið við líði í um fimm ár. Seinkun í umferðinni hefur minnkað þar um helming og umferðin dregist saman um tólf prósent. Sé það gjaldamódel yfirfært á Ísland þá yrði notast við myndavélhlið og gjaldið um 50 til 200 krónur. Sem þýðir að þeir sem geta ekki ferðast nema í mestu umferðinni á morgnanna og síðdegis gætu þurft að borga 8 - 9 þúsund á mánuði. „En síðan er auðvitað í þessu Gautaborgarmódelið, þá er ókeypis á kvöldin, nóttunni, helgum og frídögum og auðvitað lægra gjald þegar umferðin er minni,“ sagði Sigurður Ingi en lagði áherslu á að veggjöldin væru enn óútfærð. Sigurður ítrekaði að með þessu væri verið að skipta um gjaldakerfi með tilkomu rafbíla, ekki væri ætlunin að innheimta einnig eldsneytis- og bifreiðagjöld með sama hætti, þau yrðu lækkuð á móti. „Það er ekki tilgangur að auka álögur á bifreiðaeigendur með því að skipta um kerfi. Það er verið að tryggja tekjur og þá yrði módelið á höfuðborgarsvæðinu hluti af þessu módeli yfir allt Ísland.“Heyra má viðtalið við Sigurð Inga í heild hér fyrir neðan: Samgöngur Vegtollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Greiða gæti þurft hátt í níu þúsund krónur á mánuði fyrir einn fjölskyldubíll, verði farið eftir Gautaborgarmódelinu svokallaða, þegar kemur að innheimtu veggjalda til að fjármagna nýsamþykkta samgönguáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta segir samgönguráðherra sem leggur þó áherslu á að önnur gjaldtaka á ökutæki myndi lækka á móti. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi þessa samgönguáætlun í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Er hún til fimmtán ára og er búið að heita 120 milljörðum í vegaframkvæmdir sem annars hefðu tekið 50 ár í framkvæmd ef sama takti hefði verið haldið líkt og verið hefur síðustu tíu ár. Samgönguáætlunin kveður á um borgarlínu, breikkun stofnbrauta, göngustíga og hjólastíga. Er markmiðið að íbúar geti valið fjölbreytta kosti í samgöngum. Þannig megi draga úr töfum og mengun sem geri ríkinu kleift að ná loftslagsmarkmiðum. Ríkið leggur til 45 milljarða, sveitarfélög 15 en sérstök fjármögnun á að standa straum af 60 milljörðum sem vantar, þar á meðal veggjöld. Útfærslan á veggjöldunum liggur ekki fyrir en Sigurður Ingi sagði ýmis módel til skoðunar. Þar á meðal Gautaborgarmódelið sem hefur verið við líði í um fimm ár. Seinkun í umferðinni hefur minnkað þar um helming og umferðin dregist saman um tólf prósent. Sé það gjaldamódel yfirfært á Ísland þá yrði notast við myndavélhlið og gjaldið um 50 til 200 krónur. Sem þýðir að þeir sem geta ekki ferðast nema í mestu umferðinni á morgnanna og síðdegis gætu þurft að borga 8 - 9 þúsund á mánuði. „En síðan er auðvitað í þessu Gautaborgarmódelið, þá er ókeypis á kvöldin, nóttunni, helgum og frídögum og auðvitað lægra gjald þegar umferðin er minni,“ sagði Sigurður Ingi en lagði áherslu á að veggjöldin væru enn óútfærð. Sigurður ítrekaði að með þessu væri verið að skipta um gjaldakerfi með tilkomu rafbíla, ekki væri ætlunin að innheimta einnig eldsneytis- og bifreiðagjöld með sama hætti, þau yrðu lækkuð á móti. „Það er ekki tilgangur að auka álögur á bifreiðaeigendur með því að skipta um kerfi. Það er verið að tryggja tekjur og þá yrði módelið á höfuðborgarsvæðinu hluti af þessu módeli yfir allt Ísland.“Heyra má viðtalið við Sigurð Inga í heild hér fyrir neðan:
Samgöngur Vegtollar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira