„Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2019 12:45 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir nýjan samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu snúa að þúsundum vegfarenda í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu - ekki sig eða Dag B. Eggertsson. Vísir/Vilhem Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. Ráðherrann segir þetta tilraun til að rugla umræðuna, enda snúi samgöngubæturnar að þeim þúsundum höfuðborgarbúa sem sitja fastir í umferðinni - ekki sig eða borgarstjóra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur tvívegis á undanförnum dögum sakað Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um að standa straum af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í Reykjavík, með aðkomu ríkisins að fjármögnun samgöngusáttmálans sem undirritaður var í vikunni.Sjá einnig: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Það gerði hann til að mynda í grein í Morgunblaðinu í morgun, sem einfaldlega ber yfirskriftina Sjálfstæðisflokkurinn fjármagnar kosningaloforð Samfylkingarinnar, þar sem hann segir samgöngusáttmálann ekki í anda þess sem flokkur fjármálaráherra barðist fyrir í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga. „Nú horfum við fram á það að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er undrandi á því að sjá þetta því þetta gengur algjörlega í berhögg við það sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni barðist fyrir í kosningum. En eins og svo oft áður er það kerfið sem verður ofan á og í þessu tilviki, mun það að því er virðist leiða til þess að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins muni sjá um það af hálfu ríkisins að fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík,“ sagði Sigmundur í samtali við Reykjavík síðdegis í vikunni.Þúsundir vegfarenda > Tveir embættismenn Í þessu samhengi má nefna að allir bæjarstjórarnir sem eiga aðild að samkomulaginu, að Degi borgarstjóra undanskildum, eru samflokksmenn fjármálaráðherra. Hann gefur enda lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ef hann hefur ekkert merkilegra fram að færa í svona risastóru máli, sem teygir sig yfir 15 ár og snertir 220 þúsund manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu, að þá kemur hann mjög fátæklega búinn til umræðunnar,“ segir Bjarni Benediktsson. Gagnrýnin sé því til eins fallin að rugla umræðuna. „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson. Þetta snýst um þær þúsundir sem eru fastar í umferðinni hérna á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið sem bíður eftir því að það verði greitt úr umferðarhnútunum. Fólk sem vill hafa meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Fyrir atvinnulífið sem þarf meiri framleiðni í sinni starfsemi og vill ekki að fólk sé fast í umferðarhnútum - um það snýst þetta mál,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég held að þetta séu einhvers konar varnarviðbrögð til þess að rugla umræðuna, en þetta er afskaplega fátæklegt innlegg.“ Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. Ráðherrann segir þetta tilraun til að rugla umræðuna, enda snúi samgöngubæturnar að þeim þúsundum höfuðborgarbúa sem sitja fastir í umferðinni - ekki sig eða borgarstjóra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur tvívegis á undanförnum dögum sakað Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um að standa straum af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í Reykjavík, með aðkomu ríkisins að fjármögnun samgöngusáttmálans sem undirritaður var í vikunni.Sjá einnig: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Það gerði hann til að mynda í grein í Morgunblaðinu í morgun, sem einfaldlega ber yfirskriftina Sjálfstæðisflokkurinn fjármagnar kosningaloforð Samfylkingarinnar, þar sem hann segir samgöngusáttmálann ekki í anda þess sem flokkur fjármálaráherra barðist fyrir í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga. „Nú horfum við fram á það að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sé að fjármagna kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég er undrandi á því að sjá þetta því þetta gengur algjörlega í berhögg við það sem Sjálfstæðisflokkurinn í borginni barðist fyrir í kosningum. En eins og svo oft áður er það kerfið sem verður ofan á og í þessu tilviki, mun það að því er virðist leiða til þess að fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins muni sjá um það af hálfu ríkisins að fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík,“ sagði Sigmundur í samtali við Reykjavík síðdegis í vikunni.Þúsundir vegfarenda > Tveir embættismenn Í þessu samhengi má nefna að allir bæjarstjórarnir sem eiga aðild að samkomulaginu, að Degi borgarstjóra undanskildum, eru samflokksmenn fjármálaráðherra. Hann gefur enda lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ef hann hefur ekkert merkilegra fram að færa í svona risastóru máli, sem teygir sig yfir 15 ár og snertir 220 þúsund manns á Stór-Reykjavíkursvæðinu, að þá kemur hann mjög fátæklega búinn til umræðunnar,“ segir Bjarni Benediktsson. Gagnrýnin sé því til eins fallin að rugla umræðuna. „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson. Þetta snýst um þær þúsundir sem eru fastar í umferðinni hérna á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið sem bíður eftir því að það verði greitt úr umferðarhnútunum. Fólk sem vill hafa meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Fyrir atvinnulífið sem þarf meiri framleiðni í sinni starfsemi og vill ekki að fólk sé fast í umferðarhnútum - um það snýst þetta mál,“ segir Bjarni og bætir við: „Ég held að þetta séu einhvers konar varnarviðbrögð til þess að rugla umræðuna, en þetta er afskaplega fátæklegt innlegg.“
Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum Fjármálaráðherra vill að ríkið reiði sig meira á gjaldtöku vegna notkunar á samgöngumannvirkjum og á móti yrðu tollar á innflutta bíla lækkaðir og breytingar gerðar á gjaldaumhverfi ökutækja, eldsneytis og umferðar. 27. september 2019 21:00