Rannsökuðu slóð minnisblaðsins og yfirheyrðu vitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 18:54 Rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi eigenda Euro-Market hófst árið 2017. Fréttablaðið/Eyþór Embætti ríkissaksóknara aflaði upplýsinga um vörslu minnisblaðs, sem rataði til verjanda í svokölluðu EuroMarket-máli, og tók skýrslur af vitnum innan hlutaðeigandi embætta. Þetta kemur fram í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist þó að upplýsa hver hefði lekið skjalinu, sem innihélt viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og rannsókn var hætt í júlí síðastliðnum, líkt og Mbl greindi frá í vikunni. Í svari ríkissaksóknara segir jafnframt að enginn hafi fengið réttarstöðu sakbornings í málinu. Ekki er unnt að veita upplýsingar um það hversu margir hafi verið yfirheyrðir í málinu eða hversu margir starfsmenn lögregluembætta, ríkislögreglustjóra og tollstjóra hafi haft aðgang að skjalinu. Yfirmönnum viðkomandi embætta sé þó kunnugt um að rannsakað hafi verið hverjir innan embættanna hefðu haft minnisblaðið í sinni vörslu. Þá hefði nefnd um eftirlit með lögreglu einnig verið upplýst um það. „Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um hvort gripið hafi verið til ráðstafana af hálfu þessara aðila í tengslum við rannsókn málsins.“ Umrætt EuroMarket-mál er ein umfansgmesta rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og sneri m.a. að fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu.RÚV greindi frá því í október í fyrra að lögregla hefði til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda sakbornings í EuroMarket-málinu. Á blaðinu voru talin upp ýmis sakamál sem lögregla hafði meintað höfuðpaur í málinu grunaðan um að tengjast undanfarin áratug.Umræddur lögmaður, Steinbergur Finnbogason, var í febrúar kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna minnisblaðsins, sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings síns. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið eftir skýrslutökuna að hann hefði ekki brugðist trúnaðarskyldu við skjólstæðing sinn. Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31 Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00 Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00 33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara aflaði upplýsinga um vörslu minnisblaðs, sem rataði til verjanda í svokölluðu EuroMarket-máli, og tók skýrslur af vitnum innan hlutaðeigandi embætta. Þetta kemur fram í svari ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu. Ekki náðist þó að upplýsa hver hefði lekið skjalinu, sem innihélt viðkvæmar trúnaðarupplýsingar, og rannsókn var hætt í júlí síðastliðnum, líkt og Mbl greindi frá í vikunni. Í svari ríkissaksóknara segir jafnframt að enginn hafi fengið réttarstöðu sakbornings í málinu. Ekki er unnt að veita upplýsingar um það hversu margir hafi verið yfirheyrðir í málinu eða hversu margir starfsmenn lögregluembætta, ríkislögreglustjóra og tollstjóra hafi haft aðgang að skjalinu. Yfirmönnum viðkomandi embætta sé þó kunnugt um að rannsakað hafi verið hverjir innan embættanna hefðu haft minnisblaðið í sinni vörslu. Þá hefði nefnd um eftirlit með lögreglu einnig verið upplýst um það. „Ríkissaksóknara er ekki kunnugt um hvort gripið hafi verið til ráðstafana af hálfu þessara aðila í tengslum við rannsókn málsins.“ Umrætt EuroMarket-mál er ein umfansgmesta rannsókn lögreglu á skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og sneri m.a. að fíkniefnainnflutningi, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu.RÚV greindi frá því í október í fyrra að lögregla hefði til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda sakbornings í EuroMarket-málinu. Á blaðinu voru talin upp ýmis sakamál sem lögregla hafði meintað höfuðpaur í málinu grunaðan um að tengjast undanfarin áratug.Umræddur lögmaður, Steinbergur Finnbogason, var í febrúar kvaddur til skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna minnisblaðsins, sem hann lagði fyrir dóm í máli skjólstæðings síns. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið eftir skýrslutökuna að hann hefði ekki brugðist trúnaðarskyldu við skjólstæðing sinn.
Lögreglan Peningaþvætti í Euro Market Tengdar fréttir Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31 Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00 Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00 33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. 24. september 2019 12:31
Pólverjar hætta við kröfu um framsal Pólsk yfirvöld hafa dregið til baka kröfu um framsal eins eigenda Euro-Market verslananna og fellt niður alþjóðlega handtökuskipun. Málið hefur velkst um í kerfinu í eitt og hálft ár. 15. júlí 2019 06:00
Spurður um gagnaleka lögreglu Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans. 1. febrúar 2019 06:00
33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginmannsins á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé. 24. september 2019 20:30
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“