Óttast að dýfan verði aðeins dýpri Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2019 22:49 Um það bil hundrað starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag. Fréttablaðið/STEFÁN Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 134 var sagt upp í fjármálageiranum í dag. Umfangsmesta hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni fór fram í Arion banka í dag þar sem 102 misstu vinnuna. Þá var 20 sagt upp hjá Íslandsbanka og 12 hjá fjárhirðinum Valitor. Hljóðið er þungt í starfsmönnum og þá íhuga Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja að vísa málinu til félagsdóms. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að uppsagnirnar hefðu verið umfangsmeiri en stofnunin hefði búist við. Hún ræddi uppsagnirnar og horfur í efnahagslífinu í ljósi þeirra nánar í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það virðist vera mikill samdráttur í starfsmannahaldi í fjármálageiranum akkúrat núna, það er alveg ljóst. En við erum auðvitað greinilega í niðursveiflu, það held ég að sé engum blöðum um að fletta og það eru allir sammála um það. En spurningin er hvenær þeim botni er náð og vonandi gerist það fljótt á nýju ári að við förum að fara upp á við aftur,“ sagði Unnur.Gerið þið ráð fyrir enn meiri dýfu?„Ég skal ekki segja. Ég óttast að hún verði aðeins dýpri. Ég á nú von á því alveg eins“Að það sé von á fleiri fjöldauppsögnum?„Já, ég yrði ekki hissa. Við getum orðað það þannig. En ég vona það besta.“ Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar voru atvinnulausir 8.500 í ágúst, eða 4,4%, sem er 1,3 prósentustigum hærra en í júlí. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun, sem Unnur vísaði í, voru 6748 á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun í ágúst og atvinnuleysi þannig um 3,5%, sem hún segir ríma við aukninguna á árinu. Enn á eftir að fara yfir atvinnuleysistölur fyrir septembermánuð.Viðtalið við Unni má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segist óttast að atvinnuleysi taki frekari dýfu á komandi mánuðum. Þá segist hún jafnvel eiga von á því að það komi til frekari fjöldauppsagna. 134 var sagt upp í fjármálageiranum í dag. Umfangsmesta hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni fór fram í Arion banka í dag þar sem 102 misstu vinnuna. Þá var 20 sagt upp hjá Íslandsbanka og 12 hjá fjárhirðinum Valitor. Hljóðið er þungt í starfsmönnum og þá íhuga Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja að vísa málinu til félagsdóms. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að uppsagnirnar hefðu verið umfangsmeiri en stofnunin hefði búist við. Hún ræddi uppsagnirnar og horfur í efnahagslífinu í ljósi þeirra nánar í þættinum Reykjavík síðdegis í dag.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það virðist vera mikill samdráttur í starfsmannahaldi í fjármálageiranum akkúrat núna, það er alveg ljóst. En við erum auðvitað greinilega í niðursveiflu, það held ég að sé engum blöðum um að fletta og það eru allir sammála um það. En spurningin er hvenær þeim botni er náð og vonandi gerist það fljótt á nýju ári að við förum að fara upp á við aftur,“ sagði Unnur.Gerið þið ráð fyrir enn meiri dýfu?„Ég skal ekki segja. Ég óttast að hún verði aðeins dýpri. Ég á nú von á því alveg eins“Að það sé von á fleiri fjöldauppsögnum?„Já, ég yrði ekki hissa. Við getum orðað það þannig. En ég vona það besta.“ Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar voru atvinnulausir 8.500 í ágúst, eða 4,4%, sem er 1,3 prósentustigum hærra en í júlí. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun, sem Unnur vísaði í, voru 6748 á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun í ágúst og atvinnuleysi þannig um 3,5%, sem hún segir ríma við aukninguna á árinu. Enn á eftir að fara yfir atvinnuleysistölur fyrir septembermánuð.Viðtalið við Unni má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45 Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26 Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Uppsagnir í Arion banka: Einum mánuði bætt við uppsagnarfrest þeirra sem missa vinnuna Uppsagnirnar í Arion banka í morgun voru starfsfólki mikið áfall og umfangsmeiri en það bjóst við. 26. september 2019 10:45
Tólf sagt upp hjá Valitor Færsluhirðirinn Valitor hefur sagt upp 12 starfsmönnum. 26. september 2019 13:26
Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka Meirihluti þeirra sem misstu vinnuna í morgun störfuðu í höfuðstöðvum bankans. 26. september 2019 10:09
Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33