Fjármálafyrirtæki „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir boðaðar breytingar á lögum, sem fela í sér auknar heimildir lögreglu, ekki ógna stoðum réttarríkisins. Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra hafa verið kynnt í samráðsgátt, sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Innlent 1.3.2025 14:16 Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Kvika banki og Landsbankinn gengu í dag frá kaupum Landsbankans á 100 prósentum hlutafjár TM trygginga hf. Afhending á tryggingafélaginu fór fram samhliða því og greiddi Landsbankinn Kviku banka umsamið kaupverð við afhendingu. Með kaupverðsaðlögun nemur verðið 32,3 milljörðum króna en gæti enn tekið breytingum. Viðskipti innlent 28.2.2025 14:48 Virða niðurstöðu Íslandsbanka Stjórn Arion banka kveðst virða niðurstöðu stjórnar Íslandsbanka um að ganga ekki að boði um samrunaviðræður og þakka henni fyrir hafa gefið sér tíma til að meta gaumgæfilega sýndan áhuga. Viðskipti innlent 28.2.2025 09:38 Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Stjórn Íslandsbanka hefur afþakkað boð um samrunaviðræður við Arion banka. Stjórn bankans þakkar Arion fyrir áhugann á samruna og segist taka undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum. Viðskipti innlent 27.2.2025 19:26 Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinnings af glæpum hafa verið lögð inn í Samráðsgátt. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Innlent 27.2.2025 13:50 Arðgreiðslur frá stórum ríkisfélögum um tíu milljörðum yfir áætlun fjárlaga Hlutdeild ríkissjóðs í boðuðum arðgreiðslum stærstu ríkisfyrirtækjanna, einkum Landsbankans og Landsvirkjunar, verður nærri tíu milljörðum króna meiri á þessu ári heldur en hafði verið áætlað í fjárlögum sem voru samþykkt í nóvember í fyrra. Arðgreiðslurnar minnka hins vegar lítillega að umfangi á milli ára en þar munar mestu um minni hagnað hjá Landsvirkjun eftir að hafa skilað metafkomu á árinu 2023. Innherji 25.2.2025 16:28 Skipti í brúnni hjá Indó Tryggvi Björn Davíðsson er nýr framkvæmdastjóri sparisjóðsins Indó. Hann er annar stofnenda Indó. Hinn stofnandinn, Haukur Skúlason, lætur af starfi framkvæmdastjóra en mun taka að sér ráðgjafastörf fyrir stjórn fyrirtækisins. Viðskipti innlent 25.2.2025 15:22 Góður fyrsti aldarfjórðungur Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma? Skoðun 25.2.2025 08:03 Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Flokkur fólksins vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka, efla strandveiðikerfið og lögfesta skyldu til íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna sem flytja til landsins. Innlent 22.2.2025 20:59 Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Velta barna á veðmálasíðum hefur fimmfaldast á milli ára en Íslandsbanki hefur lokað á innlagnir ungmenna á slíkar síður. Forstöðumaður greiðslukortaviðskipta bankans segir aðgengi barna að síðunum of greitt. Innlent 22.2.2025 19:16 Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Landsbankinn og eftirlitið hafa gert sátt um tiltekin skilyrði fyrir samruna félaganna tveggja. Viðskipti innlent 21.2.2025 16:16 Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Landsréttur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Viðskipti innlent 20.2.2025 16:09 Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM ganga gegn stefnu ríkisins en að kaupunum verði ekki hnekkt. Viðskipti innlent 19.2.2025 11:08 „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Forsætisráðherra segir að það kæmi sér verulega á óvart ef af samruna Arion banka og Íslandsbanka yrði, sé tekið mið af fyrri ákvarðanatöku Samkeppniseftirlitsins á fjármálamarkaði. Viðskipti innlent 18.2.2025 14:45 Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Formanni Neytendasamtakanna hugnast ekki þreifingar um samruna Arion banka og Íslandsbanka. Hann segir ótækt að draga úr samkeppni og efast um fögur fyrirheit um að samlegðaráhrif skili sér til neytenda. Neytendur 18.2.2025 12:47 Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Fjármálaráðherra telur samruna Íslandsbanka og Arion banka ekki koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða verði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Viðskipti innlent 17.2.2025 21:00 Yfirmaður markaðsviðskipta hjá Arion banka hættir störfum Forstöðumaður markaðsviðskipta Arion undanfarin ár hefur látið af störfum en bankinn hefur verið með sterka stöðu á markaði í miðlun verðbréfa í Kauphöllinni um nokkurt skeið. Innherji 17.2.2025 20:32 Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í almennu og opnu útboði, þrátt fyrir að Arion banki hafi tilkynnt um áhuga á að sameinast Íslandsbanka. Viðskipti innlent 17.2.2025 12:14 Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra segist ekki skilja hvers vegna Arion leggi í að reyna að sameinast Íslandsbanka. Nánast útilokað sé að samruninn muni ganga í gegn. Viðskipti innlent 17.2.2025 12:12 Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. Viðskipti innlent 17.2.2025 10:15 Séríslenskar kvaðir á bankakerfið eru komnar „út fyrir öll velsæmismörk“ Það „blasir við“ að þörf er á meiri hagræðingu á fjármálamarkaði enda eru séríslenskar kvaðir, sem kosta heimili og fyrirtæki árlega yfir fimmtíu milljarða, komnar „út fyrir öll velsæmismörk“ og skaða samkeppnisstöðu íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum, fullyrðir forstjóri Stoða, stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku. Hann brýnir jafnframt nýja ríkisstjórn til að setja sérstök lög um nokkur lykilverkefni í virkjunarframkvæmdum til að vinna hratt upp orkuskortinn eftir langvarandi framtaksleysi í þeim efnum, að öðrum kosti muni innistæðulítil kaupamáttaraukning síðustu ára að lokum leiðréttast með gengisfalli og aukinni verðbólgu. Innherji 17.2.2025 07:02 Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Viðskipti innlent 16.2.2025 20:28 Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. Innherji 16.2.2025 14:33 Bilun hjá Landsbankanum Viðskiptavinir Landsbankans hafa ekki getað fengið aðgang að appi bankans né heimabanka, vegna kerfisbilunar. Viðgerð er lokið. Viðskipti innlent 16.2.2025 13:32 Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sem vill sameinast Íslandsbanka, fékk rúmlega 68 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þá fékk hann sex milljónir til viðbótar vegna góðs árangurs. Það gerði hann að launahæsta íslenska bankastjóra síðasta árs þó ekki muni miklu á bankstjórum stóru bankanna. Viðskipti innlent 16.2.2025 13:04 Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar. Viðskipti innlent 16.2.2025 10:03 Betra og skilvirkara fjármálakerfi Síðastliðinn föstudag lýsti stjórn Arion banka yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna. Ég átta mig á því að þetta skref kann að hafa komið mörgum á óvart en við tókum það vegna þeirrar sannfæringar að samruni Arion banka og Íslandsbanka gæti orðið til þess að styrkja fjármálakerfið í heild sinni og skila bæði neytendum og hluthöfum bankanna ávinningi. Skoðun 16.2.2025 09:02 Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Í gær sendi stjórn Arion banka bréf til Kauphallar þar sem þeir lýstu yfir áhuga á samruna við Íslandsbanka. Bankastjóri Arion banka segir samrunann geta skilað auknum sparnaði til neytenda. Bankastjóri Íslandsbanka segir tímasetningu tilkynningarinnar komið á óvart. Viðskipti innlent 15.2.2025 18:51 Bankarnir byrji í brekku Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum. Viðskipti innlent 15.2.2025 13:30 „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna. Viðskipti innlent 14.2.2025 20:15 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 59 ›
„Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir boðaðar breytingar á lögum, sem fela í sér auknar heimildir lögreglu, ekki ógna stoðum réttarríkisins. Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra hafa verið kynnt í samráðsgátt, sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Innlent 1.3.2025 14:16
Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Kvika banki og Landsbankinn gengu í dag frá kaupum Landsbankans á 100 prósentum hlutafjár TM trygginga hf. Afhending á tryggingafélaginu fór fram samhliða því og greiddi Landsbankinn Kviku banka umsamið kaupverð við afhendingu. Með kaupverðsaðlögun nemur verðið 32,3 milljörðum króna en gæti enn tekið breytingum. Viðskipti innlent 28.2.2025 14:48
Virða niðurstöðu Íslandsbanka Stjórn Arion banka kveðst virða niðurstöðu stjórnar Íslandsbanka um að ganga ekki að boði um samrunaviðræður og þakka henni fyrir hafa gefið sér tíma til að meta gaumgæfilega sýndan áhuga. Viðskipti innlent 28.2.2025 09:38
Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Stjórn Íslandsbanka hefur afþakkað boð um samrunaviðræður við Arion banka. Stjórn bankans þakkar Arion fyrir áhugann á samruna og segist taka undir sjónarmið um mögulega hagræðingu sem hefði hlotist af samrunanum. Viðskipti innlent 27.2.2025 19:26
Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinnings af glæpum hafa verið lögð inn í Samráðsgátt. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Innlent 27.2.2025 13:50
Arðgreiðslur frá stórum ríkisfélögum um tíu milljörðum yfir áætlun fjárlaga Hlutdeild ríkissjóðs í boðuðum arðgreiðslum stærstu ríkisfyrirtækjanna, einkum Landsbankans og Landsvirkjunar, verður nærri tíu milljörðum króna meiri á þessu ári heldur en hafði verið áætlað í fjárlögum sem voru samþykkt í nóvember í fyrra. Arðgreiðslurnar minnka hins vegar lítillega að umfangi á milli ára en þar munar mestu um minni hagnað hjá Landsvirkjun eftir að hafa skilað metafkomu á árinu 2023. Innherji 25.2.2025 16:28
Skipti í brúnni hjá Indó Tryggvi Björn Davíðsson er nýr framkvæmdastjóri sparisjóðsins Indó. Hann er annar stofnenda Indó. Hinn stofnandinn, Haukur Skúlason, lætur af starfi framkvæmdastjóra en mun taka að sér ráðgjafastörf fyrir stjórn fyrirtækisins. Viðskipti innlent 25.2.2025 15:22
Góður fyrsti aldarfjórðungur Afkoma fyrirtækja er gjarnan mæld í ársfjórðungum. Sumun þykir það heldur títt og að betra væri að horfa til lengri tíma í rekstri. Í efnahagslegu tilliti er ársfjórðungur stuttur tími og því gaman að horfa til þess að nú þegar er liðinn aldarfjórðungur af 21. öldinni. Hvað hefur helst gerst í efnahagslegu tilliti hér á Íslandi á þeim tíma? Skoðun 25.2.2025 08:03
Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Flokkur fólksins vill breyta Landsbankanum í samfélagsbanka, efla strandveiðikerfið og lögfesta skyldu til íslenskukennslu fyrir börn og fullorðna sem flytja til landsins. Innlent 22.2.2025 20:59
Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Velta barna á veðmálasíðum hefur fimmfaldast á milli ára en Íslandsbanki hefur lokað á innlagnir ungmenna á slíkar síður. Forstöðumaður greiðslukortaviðskipta bankans segir aðgengi barna að síðunum of greitt. Innlent 22.2.2025 19:16
Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Landsbankinn og eftirlitið hafa gert sátt um tiltekin skilyrði fyrir samruna félaganna tveggja. Viðskipti innlent 21.2.2025 16:16
Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Landsréttur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Viðskipti innlent 20.2.2025 16:09
Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM ganga gegn stefnu ríkisins en að kaupunum verði ekki hnekkt. Viðskipti innlent 19.2.2025 11:08
„Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Forsætisráðherra segir að það kæmi sér verulega á óvart ef af samruna Arion banka og Íslandsbanka yrði, sé tekið mið af fyrri ákvarðanatöku Samkeppniseftirlitsins á fjármálamarkaði. Viðskipti innlent 18.2.2025 14:45
Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Formanni Neytendasamtakanna hugnast ekki þreifingar um samruna Arion banka og Íslandsbanka. Hann segir ótækt að draga úr samkeppni og efast um fögur fyrirheit um að samlegðaráhrif skili sér til neytenda. Neytendur 18.2.2025 12:47
Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Fjármálaráðherra telur samruna Íslandsbanka og Arion banka ekki koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða verði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Viðskipti innlent 17.2.2025 21:00
Yfirmaður markaðsviðskipta hjá Arion banka hættir störfum Forstöðumaður markaðsviðskipta Arion undanfarin ár hefur látið af störfum en bankinn hefur verið með sterka stöðu á markaði í miðlun verðbréfa í Kauphöllinni um nokkurt skeið. Innherji 17.2.2025 20:32
Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í almennu og opnu útboði, þrátt fyrir að Arion banki hafi tilkynnt um áhuga á að sameinast Íslandsbanka. Viðskipti innlent 17.2.2025 12:14
Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra segist ekki skilja hvers vegna Arion leggi í að reyna að sameinast Íslandsbanka. Nánast útilokað sé að samruninn muni ganga í gegn. Viðskipti innlent 17.2.2025 12:12
Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Velta með hlutabréf í Arion banka nemur 1,7 milljörðum króna og viðskipti með bréf í Íslandsbanka nálgast hálfan milljarð í utanþingsviðskiptum og síðan markaðir opnuðu í morgun. Gengi hlutabréfanna hefur hækkað lítillega. Viðskipti innlent 17.2.2025 10:15
Séríslenskar kvaðir á bankakerfið eru komnar „út fyrir öll velsæmismörk“ Það „blasir við“ að þörf er á meiri hagræðingu á fjármálamarkaði enda eru séríslenskar kvaðir, sem kosta heimili og fyrirtæki árlega yfir fimmtíu milljarða, komnar „út fyrir öll velsæmismörk“ og skaða samkeppnisstöðu íslenskra banka gagnvart erlendum keppinautum, fullyrðir forstjóri Stoða, stærsti einkafjárfestirinn í Arion og Kviku. Hann brýnir jafnframt nýja ríkisstjórn til að setja sérstök lög um nokkur lykilverkefni í virkjunarframkvæmdum til að vinna hratt upp orkuskortinn eftir langvarandi framtaksleysi í þeim efnum, að öðrum kosti muni innistæðulítil kaupamáttaraukning síðustu ára að lokum leiðréttast með gengisfalli og aukinni verðbólgu. Innherji 17.2.2025 07:02
Bankarnir áður svikið neytendur Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Viðskipti innlent 16.2.2025 20:28
Fjölmargar hindranir yrðu á vegi mögulegs risasamruna á bankamarkaði Mögulegur samruni Íslandsbanka og Arion, sem myndi búa til stærsta banka landsins og skapa mikla samlegð með aukinni stærðarhagkvæmni, yrði í senn flókinn og erfiður út frá samkeppnislegum sjónarmiðum, meðal annars þegar kæmi að stöðu sameinaðs banka á sviði innlánastarfsemi, eignastýringarmarkaðar og útlánum til fyrirtækja. Það var mat Bankasýslunnar árið 2020, sem þá hélt utan um eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka, að af samruna þessara banka gæti ekki orðið nema með sérstökum lögum en á það hefur verið bent að eigi að tryggja virka samkeppni á millibankamarkaði, til dæmis viðskipti með gjaldeyri, þurfi að vera að „lágmarki þrjár burðugar“ innlánstofnanir. Innherji 16.2.2025 14:33
Bilun hjá Landsbankanum Viðskiptavinir Landsbankans hafa ekki getað fengið aðgang að appi bankans né heimabanka, vegna kerfisbilunar. Viðgerð er lokið. Viðskipti innlent 16.2.2025 13:32
Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka sem vill sameinast Íslandsbanka, fékk rúmlega 68 milljónir króna í laun á síðasta ári. Þá fékk hann sex milljónir til viðbótar vegna góðs árangurs. Það gerði hann að launahæsta íslenska bankastjóra síðasta árs þó ekki muni miklu á bankstjórum stóru bankanna. Viðskipti innlent 16.2.2025 13:04
Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Bankastjóri Arion banka segir að samruni hans og Íslandsbanka fæli í sér umtalsverðan sparnað og heitir því að fimm milljarðar að lágmarki af árlegum sparnaði við samrunann skili sér til neytenda. Íslenskir neytendur tapi á því að hér séu reknir þrír kerfislega mikilvægir bankar. Viðskipti innlent 16.2.2025 10:03
Betra og skilvirkara fjármálakerfi Síðastliðinn föstudag lýsti stjórn Arion banka yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna. Ég átta mig á því að þetta skref kann að hafa komið mörgum á óvart en við tókum það vegna þeirrar sannfæringar að samruni Arion banka og Íslandsbanka gæti orðið til þess að styrkja fjármálakerfið í heild sinni og skila bæði neytendum og hluthöfum bankanna ávinningi. Skoðun 16.2.2025 09:02
Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Í gær sendi stjórn Arion banka bréf til Kauphallar þar sem þeir lýstu yfir áhuga á samruna við Íslandsbanka. Bankastjóri Arion banka segir samrunann geta skilað auknum sparnaði til neytenda. Bankastjóri Íslandsbanka segir tímasetningu tilkynningarinnar komið á óvart. Viðskipti innlent 15.2.2025 18:51
Bankarnir byrji í brekku Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka byrja í brekku hjá Samkeppniseftirlitinu fari hann þangað inn á borð. Hann vill ekki útiloka að samruninn gangi í gegn á endanum. Viðskipti innlent 15.2.2025 13:30
„Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Stjórn Arion banka lýsti yfir áhuga á að hefja viðræður við stjórn Íslandsbanka um samruna bankanna fyrr í dag. Hagfræðingur telur það ólíklegt að Samkeppniseftirlitið heimili samrunann þar sem fordæmi séu fyrir því að eftirlitið heimili ekki bankasamruna. Viðskipti innlent 14.2.2025 20:15