33 milljóna úttektir í spilasölum og 4,3 milljóna bíll greiddur með reiðufé Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2019 20:30 Spilakassar koma við sögu Fréttablaðið/Anton Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginkonunnar á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé.Fjallað hefur verið um ákæruna gegn hjónunum í fjölmiðlum í dag en meðal þess sem komið hefur fram er að skýringin á hversu hátt þau hafi lifað á undanförnum árum sé sú að eiginmanninum hafi gengið svo vel í spilakössum.Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu janúar 2013 til desember 2017 tekið, við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum upp á rúmlega 60 milljónir krónaEr það mismunurinn á milli rekjanlegra útgjalda þeirra á tímabilinu, auk innistæðna og haldlagðs reiðufjár, alls 97,8 milljónir króna og tekna þeirra á sama tímabili samkvæmt opinberum skráningum, alls 37,6 milljónir króna.Í ákærunni segir að ljóst sé að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun.Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Aðrir angar málsins eru enn til rannsóknar hjá lögreglu. Maðurinn var í hópi fimm Pólverja sem voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í desember.Vísir/ErnirEkki mögulegt að græða þessar upphæðir í spilakössum á þessum tíma Til þess að leggja mat á skýringar hjónanna í málinu lagðist lögregla í greiningarvinnu á mögulegum spilatíma mannsins í spilasölum. Miðað var við staðsetningu út frá símatækjum og gögn úr staðsendingartækjum. Samkvæmt greiningunni var áætlaður spilatími eiginmannsins talinn vera að meðaltali á bilinu 46 til 311 mínútur á dag.Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna.Líkt og kom fram í fyrri frétt Vísis af málinu er í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga.Í ákærunni kemur einnig fram að eiginkonan hafi keypt nýjan Hunday Tucson bíl hjá BL ehf. þann 31. mars 2017 fyrir 4,3 milljónir. Greitt var fyrir bílinn í reiðufé. Bíllinn hefur verið kyrrsettur og er hann á meðal þess sem héraðssaksóknari fer fram á að verði gerður upptækur. Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Meðal þeirra útgjalda pólskra hjóna sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir peningaþvætti og telur að sé ekki trúverðugar skýringar á eru 33,4 milljóna króna úttektir í spilakössum og kaup eiginkonunnar á Hyunday Tucson að andvirði 4,3 milljóna, sem hann greiddi fyrir með reiðufé.Fjallað hefur verið um ákæruna gegn hjónunum í fjölmiðlum í dag en meðal þess sem komið hefur fram er að skýringin á hversu hátt þau hafi lifað á undanförnum árum sé sú að eiginmanninum hafi gengið svo vel í spilakössum.Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tímabilinu janúar 2013 til desember 2017 tekið, við, nýtt, umbreytt eða aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum upp á rúmlega 60 milljónir krónaEr það mismunurinn á milli rekjanlegra útgjalda þeirra á tímabilinu, auk innistæðna og haldlagðs reiðufjár, alls 97,8 milljónir króna og tekna þeirra á sama tímabili samkvæmt opinberum skráningum, alls 37,6 milljónir króna.Í ákærunni segir að ljóst sé að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun.Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Aðrir angar málsins eru enn til rannsóknar hjá lögreglu. Maðurinn var í hópi fimm Pólverja sem voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í desember.Vísir/ErnirEkki mögulegt að græða þessar upphæðir í spilakössum á þessum tíma Til þess að leggja mat á skýringar hjónanna í málinu lagðist lögregla í greiningarvinnu á mögulegum spilatíma mannsins í spilasölum. Miðað var við staðsetningu út frá símatækjum og gögn úr staðsendingartækjum. Samkvæmt greiningunni var áætlaður spilatími eiginmannsins talinn vera að meðaltali á bilinu 46 til 311 mínútur á dag.Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna.Líkt og kom fram í fyrri frétt Vísis af málinu er í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga.Í ákærunni kemur einnig fram að eiginkonan hafi keypt nýjan Hunday Tucson bíl hjá BL ehf. þann 31. mars 2017 fyrir 4,3 milljónir. Greitt var fyrir bílinn í reiðufé. Bíllinn hefur verið kyrrsettur og er hann á meðal þess sem héraðssaksóknari fer fram á að verði gerður upptækur.
Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira