Trump tísti í gærkvöldi myndbandi af Gretu þar sem hún hvatti þjóðarleiðtoga til aðgerða. Meðal annars sagði hún fólk þjást og deyja, vistkerfi vera að hrynja og að útlit væri fyrir útrýmingu fjölda dýrategunda.
Sjá einnig: Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það
Við myndbandið sagði forsetinn: „Hún virðist vera mjög hamingjusöm ung stúlka sem hlakkar til bjartrar og frábærar framtíðar. Svo ljúft að sjá!“
Greta hefur nú breytt upplýsingunum um sjálfa sig á Twitter-síðu sinni og stendur þar: „Mjög hamingjusöm ung stúlka sem hlakkar til bjartrar og frábærar framtíðar“.
Greta, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa
She seems like a very happy young girl looking forward to a bright and wonderful future. So nice to see! https://t.co/1tQG6QcVKO
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2019