Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2019 13:30 Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnanesbæjar segir bæjarstjórn ósátta með svör formanns stjórnar Sorpu og framkvæmdastjóra um málefni samlagsins. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort Seltjarnarnes samþykki lán Sorpu. Stjórn Sorpu skýrði frá því síðustu mánaðamót að gera þyrfti breytingar á fjárfestingaráætlun samlagsins vegna viðbótarkostnaðar upp á einn komm fjóra milljarða króna. Annars vegar var um að ræða viðbótarkostnað vegna byggingar nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi og síðan hafi gleymdist að setja 720 milljónir króna í áætlunina vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð. Fram kom að Sorpa ætlaði að mæta þessu með því að taka viðbótarlán upp á milljarð. Sorpa er byggðasamlag og eiga sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samlagið. Þannig lagði Reykjavík til tvo þriðju af stofnfé, Hafnarfjörður og Kópavogur lögðu til ríflega einn tíunda. Garðabær og Mosfellsbær fara með innan við 5% af stofnfénu, Seltjarnarnes um 3% og Bessastaðarhreppur innan við 1%. Sveitarfélögin þurfa öll að samþykkja viðbótarlánið og hafa þau öll samþykkt nema Seltjarnarnesbær. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur á að lánið verði samþykkt til að gera haldið áfram með framkvæmdir við gas-og jarðgerðarstöðina. Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness sagði í samtali við fréttastofu að bæjarstjórnin hafi ekki fundist skýringar Birkis Jóns Jónssonar formanns stjórnar Sorpu og Björn Halldórssonar framkvæmdastjóra á viðbótarkostnaðinum og mistökunum í fjárfestingaráætluninni nógu góðar á fundi í síðustu viku. Málinu hafi því verið frestað. Á fundinum hafi bæjarstjórn rætt um hvort ekki ætti að bíða eftir úttekt á málum Sorpu áður en ákvörðun verði tekin. Sorpa hafi sýnt slæmt fordæmi í rekstri. Hann segir enn fremur að á fimmtudaginn verði bæjarstjórnarfundur og málefni Sorpu séu ekki á dagskrá fundarins. Það þýði þó ekki að málið verði ekki tekið fyrir enda liggi á að leysa það. Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Stjórn Sorpu skýrði frá því síðustu mánaðamót að gera þyrfti breytingar á fjárfestingaráætlun samlagsins vegna viðbótarkostnaðar upp á einn komm fjóra milljarða króna. Annars vegar var um að ræða viðbótarkostnað vegna byggingar nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi og síðan hafi gleymdist að setja 720 milljónir króna í áætlunina vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð. Fram kom að Sorpa ætlaði að mæta þessu með því að taka viðbótarlán upp á milljarð. Sorpa er byggðasamlag og eiga sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samlagið. Þannig lagði Reykjavík til tvo þriðju af stofnfé, Hafnarfjörður og Kópavogur lögðu til ríflega einn tíunda. Garðabær og Mosfellsbær fara með innan við 5% af stofnfénu, Seltjarnarnes um 3% og Bessastaðarhreppur innan við 1%. Sveitarfélögin þurfa öll að samþykkja viðbótarlánið og hafa þau öll samþykkt nema Seltjarnarnesbær. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur á að lánið verði samþykkt til að gera haldið áfram með framkvæmdir við gas-og jarðgerðarstöðina. Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness sagði í samtali við fréttastofu að bæjarstjórnin hafi ekki fundist skýringar Birkis Jóns Jónssonar formanns stjórnar Sorpu og Björn Halldórssonar framkvæmdastjóra á viðbótarkostnaðinum og mistökunum í fjárfestingaráætluninni nógu góðar á fundi í síðustu viku. Málinu hafi því verið frestað. Á fundinum hafi bæjarstjórn rætt um hvort ekki ætti að bíða eftir úttekt á málum Sorpu áður en ákvörðun verði tekin. Sorpa hafi sýnt slæmt fordæmi í rekstri. Hann segir enn fremur að á fimmtudaginn verði bæjarstjórnarfundur og málefni Sorpu séu ekki á dagskrá fundarins. Það þýði þó ekki að málið verði ekki tekið fyrir enda liggi á að leysa það.
Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira