„Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“ Sylvía Hall skrifar 20. september 2019 20:18 Hildur segir það afdráttarlausa kröfu þeirra sem taka þátt í mótmælunum að allir grípi til aðgerða til þess að sporna við hamfarahlýnun. Vísir Hildur Knútsdóttir rithöfundur segir það ekki vera í boði að hundsa áhrif loftslagsbreytinga lengur. Hamfarahlýnun sé nú þegar orðin að veruleika sem sýni sig hvað best í gróðureldum og hitabylgju sumarsins sem var að líða og nú sé einfaldlega tími til þess að grípa til alvöru aðgerða. Hildur var ein þeirra sem talaði á allsherjarverkfallsviðburði sem fram fór á Austurvelli í dag en hún sjálf hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig varða og er til að mynda formaður stjórnar loftslagssjóðs sem ætlað er að stuðla að nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á meðal ræðufólks voru einnig Eydís Blöndal, Kári Stefánsson, Sævar Helgi Bragason og Högni Egilsson. Milljónir fólks um allan heim tóku þátt í verkfallinu og þar sem fólk sótti samstöðufundi sem mörkuðu upphaf allsherjarverkfalls sem stendur yfir í komandi viku.Sjá einnig: Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Í ræðu sinni ræddi Hildur um þær kröfur sem væri verið að setja fram með þessari göngu. Það verði að grípa til aðgerða ekki seinna en núna. Aldrei hafi verið jafn mikilvægt að fólk bregðist við og akkúrat núna.Frá Austurvelli í dag.Vísir/Einar„Við höfum örlög allrar plánetunnar og í rauninni alls þess sem lifir á plánetunni í höndum okkar. Það sem við gerum á næstu árum, eða gerum ekki, mun skipta sköpum fyrir framtíð allra. Þetta er í rauninni svolítið ógnvekjandi staða, en spennandi líka því við getum breytt svo miklu,“ segir Hildur. Hún segir það vera afdráttarlausa kröfu allra þátttakenda að ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og allir einstaklingar leggi sitt af mörkum. Nú sé rétti tíminn til þess að bregðast við, umræðan hafi aldrei verið meiri og afleiðingarnar aldrei verið jafn skýrar. „Ég ætla að spyrja hvernig arfleið viljum við skilja eftir okkur? Hvernig ætlum við að svara spurningunni eftir fimmtíu ár: Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“ Loftslagsmál Tengdar fréttir Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Hildur Knútsdóttir rithöfundur segir það ekki vera í boði að hundsa áhrif loftslagsbreytinga lengur. Hamfarahlýnun sé nú þegar orðin að veruleika sem sýni sig hvað best í gróðureldum og hitabylgju sumarsins sem var að líða og nú sé einfaldlega tími til þess að grípa til alvöru aðgerða. Hildur var ein þeirra sem talaði á allsherjarverkfallsviðburði sem fram fór á Austurvelli í dag en hún sjálf hefur látið baráttuna í loftslagsmálum sig varða og er til að mynda formaður stjórnar loftslagssjóðs sem ætlað er að stuðla að nýsköpun í baráttunni við loftslagsbreytingar. Á meðal ræðufólks voru einnig Eydís Blöndal, Kári Stefánsson, Sævar Helgi Bragason og Högni Egilsson. Milljónir fólks um allan heim tóku þátt í verkfallinu og þar sem fólk sótti samstöðufundi sem mörkuðu upphaf allsherjarverkfalls sem stendur yfir í komandi viku.Sjá einnig: Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Í ræðu sinni ræddi Hildur um þær kröfur sem væri verið að setja fram með þessari göngu. Það verði að grípa til aðgerða ekki seinna en núna. Aldrei hafi verið jafn mikilvægt að fólk bregðist við og akkúrat núna.Frá Austurvelli í dag.Vísir/Einar„Við höfum örlög allrar plánetunnar og í rauninni alls þess sem lifir á plánetunni í höndum okkar. Það sem við gerum á næstu árum, eða gerum ekki, mun skipta sköpum fyrir framtíð allra. Þetta er í rauninni svolítið ógnvekjandi staða, en spennandi líka því við getum breytt svo miklu,“ segir Hildur. Hún segir það vera afdráttarlausa kröfu allra þátttakenda að ríki, sveitarfélög, atvinnulíf og allir einstaklingar leggi sitt af mörkum. Nú sé rétti tíminn til þess að bregðast við, umræðan hafi aldrei verið meiri og afleiðingarnar aldrei verið jafn skýrar. „Ég ætla að spyrja hvernig arfleið viljum við skilja eftir okkur? Hvernig ætlum við að svara spurningunni eftir fimmtíu ár: Hvað gerðir þú árin sem skiptu máli?“
Loftslagsmál Tengdar fréttir Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42
Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26