Að fagna Everestförum hugans Ágúst Kristján Steinarrsson skrifar 20. september 2019 08:00 Everestfarinn og maraþonhlauparinn eiga það sameiginlegt að hafa yfirstigið ótrúlegar áskoranir, jafnvel ómannlegar, og upplifað algjöra líkamlega uppgjöf. Það sem þessir aðilar eiga jafnframt sameiginlegt er að þeim er gjarnan hampað fyrir erfiðið, fyrir að hafa mætt áskorunum sínum og náð markmiðum. Þeir komast gjarnan í blöðin og eru sýndir sem fyrirmynd okkar tíma, sem þeir vissulega eru. Sömu sögu má oft segja af krabbameinssjúklingunum sem þó völdu ekki að fara í gegnum sína raun. Svo er til annar hópur fólks sem fer í gegnum álíka raunir sem fáir taka eftir eða er sjaldan talað um. Áskoranir þeirra eru jafnvel lengri og erfiðari. Flestum tekst þeim að komast í gegnum þessa eldskírn en að henni lokinni er sjaldnast mikið um fögnuð, þrátt fyrir þó nokkurt afrek. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar eins og ég. Fólk sem hefur glímt við geðræna kvilla eins og geðhvörf, geðklofa, þunglyndi, örlyndi, kvíða, áráttu og fleira sem leggst þungt á huga fólks. Þannig hefur þessi hópur þurft að fást við eigin huga með misgóðum stuðningi heilbrigðiskerfisins á hátt sem ómögulegt er að skilja, hafi maður ekki upplifað áskorunina sjálfur. Sjálfur hef ég upplifað slíkt ferli nokkrum sinnum í mínu lífi, þar sem baráttan við geðheilbrigðiskerfið var á tíðum jafn erfið og baráttan við sjálfan mig. Þar sem ég reyndi að skilja hvar mörk raunveruleikans lágu samhliða því sem viðkvæmni mín fyrir umheiminum gerði hvern dag erfiðari, dag fyrir dag, á þann hátt að ég vildi oft gefast upp. Þegar því öllu lauk leið mér eins og hugur minn hefði hlaupið hringinn í kringum heiminn. Ég var gjörsamlega sigraður. En ég lauk áskoruninni, ég kleif Everest huga míns. En því var ekki fagnað. Að segja við mig „vel gert, Ágúst“ var ekki ofarlega í huga minna nánustu og enn síður í mínum brotna huga. Það sem sat eftir í huga mér var andstæðan. Að ég hefði alls ekki staðið mig vel. Að ég væri í reynd geðsjúklingur og þar með misheppnaður þegn þessa samfélags. Við tók krefjandi bataferli þar sem brotið sjálfstraust og beygður hugur þurftu mikla uppbyggingu. Það að ég sé fjallamaður og hafi glímt við krabbamein sjálfur setur þennan samanburð minn jafnvel í betra samhengi, þar sem fjallasigrum mínum og lífssigri var ætíð fagnað og bataferlið uppbyggjandi. En nú er sýn mín önnur. Það sem ég átta mig á í dag er að ég kleif mitt Everest og mér tókst það oftar en einu sinni. Því fagna ég í dag og leyfi mér að líta stoltur um öxl að vera hér, að vera til, virkur samfélagsþegn sem býr að þessari reynslu, sjálfum mér og öðrum til gagns. Nú er að hefjast Klikkuð menningarhátíð þar sem Íslendingar fagna einmitt þessu. Fagna klikkaða fólkinu sem er hér, er til, hefur klifið sitt fjall og lifir til þess að segja okkar sögu. Ég hvet þig, lesandi góður, til að nýta tækifæri þessarar hátíðar til að breyta um sið. Ef þú þekkir einhverja sem hafa upplifað geðræna kvilla, að gefa þeim gaum, heyra og skilja þeirra reynslu og hrósa þeim fyrir þeirra mikla afrek. Þú myndir aldrei trúa því hversu mikið þau hafa lagt á sig til þess að vera nákvæmlega hér.Ágúst Kristján Steinarrsson, rithöfundur og stjórnunarráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Everestfarinn og maraþonhlauparinn eiga það sameiginlegt að hafa yfirstigið ótrúlegar áskoranir, jafnvel ómannlegar, og upplifað algjöra líkamlega uppgjöf. Það sem þessir aðilar eiga jafnframt sameiginlegt er að þeim er gjarnan hampað fyrir erfiðið, fyrir að hafa mætt áskorunum sínum og náð markmiðum. Þeir komast gjarnan í blöðin og eru sýndir sem fyrirmynd okkar tíma, sem þeir vissulega eru. Sömu sögu má oft segja af krabbameinssjúklingunum sem þó völdu ekki að fara í gegnum sína raun. Svo er til annar hópur fólks sem fer í gegnum álíka raunir sem fáir taka eftir eða er sjaldan talað um. Áskoranir þeirra eru jafnvel lengri og erfiðari. Flestum tekst þeim að komast í gegnum þessa eldskírn en að henni lokinni er sjaldnast mikið um fögnuð, þrátt fyrir þó nokkurt afrek. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar eins og ég. Fólk sem hefur glímt við geðræna kvilla eins og geðhvörf, geðklofa, þunglyndi, örlyndi, kvíða, áráttu og fleira sem leggst þungt á huga fólks. Þannig hefur þessi hópur þurft að fást við eigin huga með misgóðum stuðningi heilbrigðiskerfisins á hátt sem ómögulegt er að skilja, hafi maður ekki upplifað áskorunina sjálfur. Sjálfur hef ég upplifað slíkt ferli nokkrum sinnum í mínu lífi, þar sem baráttan við geðheilbrigðiskerfið var á tíðum jafn erfið og baráttan við sjálfan mig. Þar sem ég reyndi að skilja hvar mörk raunveruleikans lágu samhliða því sem viðkvæmni mín fyrir umheiminum gerði hvern dag erfiðari, dag fyrir dag, á þann hátt að ég vildi oft gefast upp. Þegar því öllu lauk leið mér eins og hugur minn hefði hlaupið hringinn í kringum heiminn. Ég var gjörsamlega sigraður. En ég lauk áskoruninni, ég kleif Everest huga míns. En því var ekki fagnað. Að segja við mig „vel gert, Ágúst“ var ekki ofarlega í huga minna nánustu og enn síður í mínum brotna huga. Það sem sat eftir í huga mér var andstæðan. Að ég hefði alls ekki staðið mig vel. Að ég væri í reynd geðsjúklingur og þar með misheppnaður þegn þessa samfélags. Við tók krefjandi bataferli þar sem brotið sjálfstraust og beygður hugur þurftu mikla uppbyggingu. Það að ég sé fjallamaður og hafi glímt við krabbamein sjálfur setur þennan samanburð minn jafnvel í betra samhengi, þar sem fjallasigrum mínum og lífssigri var ætíð fagnað og bataferlið uppbyggjandi. En nú er sýn mín önnur. Það sem ég átta mig á í dag er að ég kleif mitt Everest og mér tókst það oftar en einu sinni. Því fagna ég í dag og leyfi mér að líta stoltur um öxl að vera hér, að vera til, virkur samfélagsþegn sem býr að þessari reynslu, sjálfum mér og öðrum til gagns. Nú er að hefjast Klikkuð menningarhátíð þar sem Íslendingar fagna einmitt þessu. Fagna klikkaða fólkinu sem er hér, er til, hefur klifið sitt fjall og lifir til þess að segja okkar sögu. Ég hvet þig, lesandi góður, til að nýta tækifæri þessarar hátíðar til að breyta um sið. Ef þú þekkir einhverja sem hafa upplifað geðræna kvilla, að gefa þeim gaum, heyra og skilja þeirra reynslu og hrósa þeim fyrir þeirra mikla afrek. Þú myndir aldrei trúa því hversu mikið þau hafa lagt á sig til þess að vera nákvæmlega hér.Ágúst Kristján Steinarrsson, rithöfundur og stjórnunarráðgjafi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar