Danir senda neyðarteymi til Tasiilaq Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2019 12:55 Um tvö þúsund manns búa í Tasiilaq. Getty Danska ríkisstjórnin hefur samþykkt að ráðstafa 5,3 milljónum danskra króna, tæpum 100 milljónum íslenskra, til að senda sérstakt neyðarteymi sálfræðinga og fleiri sérfræðinga til Tasiilaq á Grænlandi og þannig bregðast við félagslegum vandamálum þar á bæ. Tasiilaq er bær á austurströnd Grænlands og hefur umræða um tíð sjálfsvíg, kynferðisbrot og ofbeldi gegn börnum í bænum verið áberandi eftir að heimildarmyndin Bærinn þar sem börn hverfa (d. Byen, hvor børn forsvinder) var sýnd í danska ríkissjónvarpinu í maí síðastliðinn. Í frétt DR segir að neyðarteymið geti lagt af stað mjög bráðlega. Í heimildarmyndinni var rætt við börn og ungmenni sem hafi í fjölda ára beðið um sálfræðihjálp hjá sveitarfélaginu eftir að hafa þurft að sæta ofbeldi, en án árangurs. Félagsráðgjafar og sálfræðingar verða hluti af neyðarteyminu, en fénu verður einnig varið til að kortleggja vandann.Hátt hlutfall tilkynninga Tilkynningar um kynferðisbrot eru átta sinnum tíðari á Grænlandi samanborið við Danmörk og Færeyjar. Flestar eru tilkynningarnar meðal ungs fólks á Grænlandi í Tasiilaq, en samkvæmt tölfræði frá lögreglunni voru 27 prósent slíkra tilkynninga á Grænlandi í bænum. Um fimm prósent íbúa landsins búa í Tasiiaq. Einnig segir að fimmta hvert dauðsfall í bænum er sjálfsvíg. Danmörk Grænland Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira
Danska ríkisstjórnin hefur samþykkt að ráðstafa 5,3 milljónum danskra króna, tæpum 100 milljónum íslenskra, til að senda sérstakt neyðarteymi sálfræðinga og fleiri sérfræðinga til Tasiilaq á Grænlandi og þannig bregðast við félagslegum vandamálum þar á bæ. Tasiilaq er bær á austurströnd Grænlands og hefur umræða um tíð sjálfsvíg, kynferðisbrot og ofbeldi gegn börnum í bænum verið áberandi eftir að heimildarmyndin Bærinn þar sem börn hverfa (d. Byen, hvor børn forsvinder) var sýnd í danska ríkissjónvarpinu í maí síðastliðinn. Í frétt DR segir að neyðarteymið geti lagt af stað mjög bráðlega. Í heimildarmyndinni var rætt við börn og ungmenni sem hafi í fjölda ára beðið um sálfræðihjálp hjá sveitarfélaginu eftir að hafa þurft að sæta ofbeldi, en án árangurs. Félagsráðgjafar og sálfræðingar verða hluti af neyðarteyminu, en fénu verður einnig varið til að kortleggja vandann.Hátt hlutfall tilkynninga Tilkynningar um kynferðisbrot eru átta sinnum tíðari á Grænlandi samanborið við Danmörk og Færeyjar. Flestar eru tilkynningarnar meðal ungs fólks á Grænlandi í Tasiilaq, en samkvæmt tölfræði frá lögreglunni voru 27 prósent slíkra tilkynninga á Grænlandi í bænum. Um fimm prósent íbúa landsins búa í Tasiiaq. Einnig segir að fimmta hvert dauðsfall í bænum er sjálfsvíg.
Danmörk Grænland Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Sjá meira