Gasblaður Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 30. september 2019 07:00 Fyrir skömmu körpuðu borgarfulltrúar um bann á gasblöðrum, eins og þýska söngkonan Nena hafi ekki átt nógu erfitt. Rökin fyrir hugmyndinni eru að í dag sé skortur á helíum í heiminum, en í vísindasamfélaginu er gastegundin meðal annars notuð í geimvísindum og heilbrigðisgeiranum. Sú notkun hlýtur að þykja öllu mikilvægari í breiðara samhenginu en stundargleði óvita í sykursjokki á þjóðhátíðardegi Íslands sem núllast gjarnan út þegar blaðran fýkur á braut. Þess vegna var erfitt að husga sér að nokkur myndi stilla sér upp gegn þessu banni. Það gerðist nú samt og mótrökin voru hvimleið. Að stærri vandamál steðji að heiminum í dag, hægt sé að beita sér betur í flokkun og endurvinnslu, aðgengi að rusli geti verið bætt og að hægt sé að skipuleggja SORPU betur. Það má lengi bæta við þennan lista enda er enginn skortur á stórum vandamálum í heiminum í dag. Við gætum til að mynda byrjað á að komast að því af hverju slæmir hlutir gerast fyrir gott fólk áður en við förum að banna gasblöðrur. Þessi gamla tugga er gömul og ný tugga því þótt vissulega séu stærri vandamál í heiminum þá koma þau ekki í veg fyrir að unnið sé að smærri vandamálum líka. Lítil vandamál eru oft auðveld viðureignar, í þessu tilfelli einfalt bann á skemmtilegum óþarfa. Stór vandamál eiga það til að vera erfið viðureignar, og það þarf ekki að setja allt annað á hakann þar til þau eru leyst. Ef verkefni væru leyst í röð frá því stærsta að því smæsta þá kæmist ekkert í verk. Það er alveg hægt að bursta tennurnar þótt maður sé fótbrotinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu körpuðu borgarfulltrúar um bann á gasblöðrum, eins og þýska söngkonan Nena hafi ekki átt nógu erfitt. Rökin fyrir hugmyndinni eru að í dag sé skortur á helíum í heiminum, en í vísindasamfélaginu er gastegundin meðal annars notuð í geimvísindum og heilbrigðisgeiranum. Sú notkun hlýtur að þykja öllu mikilvægari í breiðara samhenginu en stundargleði óvita í sykursjokki á þjóðhátíðardegi Íslands sem núllast gjarnan út þegar blaðran fýkur á braut. Þess vegna var erfitt að husga sér að nokkur myndi stilla sér upp gegn þessu banni. Það gerðist nú samt og mótrökin voru hvimleið. Að stærri vandamál steðji að heiminum í dag, hægt sé að beita sér betur í flokkun og endurvinnslu, aðgengi að rusli geti verið bætt og að hægt sé að skipuleggja SORPU betur. Það má lengi bæta við þennan lista enda er enginn skortur á stórum vandamálum í heiminum í dag. Við gætum til að mynda byrjað á að komast að því af hverju slæmir hlutir gerast fyrir gott fólk áður en við förum að banna gasblöðrur. Þessi gamla tugga er gömul og ný tugga því þótt vissulega séu stærri vandamál í heiminum þá koma þau ekki í veg fyrir að unnið sé að smærri vandamálum líka. Lítil vandamál eru oft auðveld viðureignar, í þessu tilfelli einfalt bann á skemmtilegum óþarfa. Stór vandamál eiga það til að vera erfið viðureignar, og það þarf ekki að setja allt annað á hakann þar til þau eru leyst. Ef verkefni væru leyst í röð frá því stærsta að því smæsta þá kæmist ekkert í verk. Það er alveg hægt að bursta tennurnar þótt maður sé fótbrotinn.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar