Ræktendurnir í Þykkvabæ fengu skilorðsbundna dóma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2019 12:11 Umfangsmikil kannabisræktun var starfrækt í útihúsi við bóndabæinn í Þykkvabæ. Myndin er úr safni. Lögreglan Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. Var þeim gefið að sök brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa í útihúsi við bóndabæ nærri Þykkvabæ, þar sem tvö þeirra eiga heima, haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, samtals 206 kannabisplöntur, rúmlega 100 grömm af kannabisstönglum og rúmlega 800 grömm af maríhúana. Áttu þau að hafa um nokkurt skeið fram til dagsins 9. júní í sumar, þegar upp komst um athæfið, ræktað plönturnar. Fólkið játaði brot sín fyrir dómi og var því ekki aðalmeðferð í málinu. Karlmaður á sjötugsaldri og kona á sextugsaldri, sem búsett eru á bænum fengu tíu mánaða dóm annars vegar og átta mánaða dóm hins vegar. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir. Tæplega fertugur karlmaður var auk þess sem getið var að framan ákærður fyrir brot gegn lögum um bann við frammistöðubætandi efnum og lyfjum. Fundist á heimili hans í Seljahverfinu í Reykjavík 11 millilítrar af stungulyfinu nandrolon og sjö millilítrar af stungulyfingu testosteron. Var hann dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Þrír menn, sem sæta ákæru fyrir umfangsmikla amfetamínsframleiðslu í Borgarfirði, eru sömuleiðis ákærðir fyrir aðild sína að ræktuninni í Þykkvabæ. Það mál hefur verið skilið að og verður tekið til meðferðar sérstaklega.Í vikunni hafnaði Landsréttar kröfu verjenda mannanna um aðgang að upptökum og dagbókarfærslum lögreglu í málinu.Dóminn í heild má lesa hér. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. Var þeim gefið að sök brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa í útihúsi við bóndabæ nærri Þykkvabæ, þar sem tvö þeirra eiga heima, haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, samtals 206 kannabisplöntur, rúmlega 100 grömm af kannabisstönglum og rúmlega 800 grömm af maríhúana. Áttu þau að hafa um nokkurt skeið fram til dagsins 9. júní í sumar, þegar upp komst um athæfið, ræktað plönturnar. Fólkið játaði brot sín fyrir dómi og var því ekki aðalmeðferð í málinu. Karlmaður á sjötugsaldri og kona á sextugsaldri, sem búsett eru á bænum fengu tíu mánaða dóm annars vegar og átta mánaða dóm hins vegar. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir. Tæplega fertugur karlmaður var auk þess sem getið var að framan ákærður fyrir brot gegn lögum um bann við frammistöðubætandi efnum og lyfjum. Fundist á heimili hans í Seljahverfinu í Reykjavík 11 millilítrar af stungulyfinu nandrolon og sjö millilítrar af stungulyfingu testosteron. Var hann dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Þrír menn, sem sæta ákæru fyrir umfangsmikla amfetamínsframleiðslu í Borgarfirði, eru sömuleiðis ákærðir fyrir aðild sína að ræktuninni í Þykkvabæ. Það mál hefur verið skilið að og verður tekið til meðferðar sérstaklega.Í vikunni hafnaði Landsréttar kröfu verjenda mannanna um aðgang að upptökum og dagbókarfærslum lögreglu í málinu.Dóminn í heild má lesa hér.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Dómsmál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34
Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45