Heimaþjónusta veitt með skjáheimsóknum Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. október 2019 07:30 Þau Christian Aubell og Grete Kvernland-Berg miðluðu reynslu sinni af innleiðingu fjarheimaþjónustu tli starfsmanna borgarinnar. Fréttablaðið/Ernir Reykjavíkurborg undirbýr nú tilraunaverkefni þar sem hluti heimaþjónustu verður veittur í gegnum skjáheimsóknir. Verkefnisstjóri segir að enginn muni missa vinnuna. Markmiðið sé að veita notendum meiri og betri þjónustu. „Við stefnum á að fara að prófa svona skjáheimsóknir fljótlega upp úr áramótum. Við munum byrja smátt en eitt af því sem við höfum lært er að við þurfum að prófa okkur áfram og finna okkar takt í þessu,“ segir Sigþrúður Guðnadóttir, verkefnisstjóri Velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar. Í síðustu viku heimsóttu tveir norskir sérfræðingar á sviði velferðartækni Reykjavíkurborg og kynntu reynslu Norðmanna af innleiðingu fjarheimaþjónustu. Sú leið sem borgin hyggst prófa sig áfram með felst í skjáheimsóknum til notenda heimaþjónustunnar. Þannig er til dæmis hægt að minna á lyfjatöku og mæla blóðþrýsting í gegnum spjaldtölvu en einnig veita félagslegan stuðning. Noregur er leiðandi á Norðurlöndunum þegar kemur að innleiðingu velferðartækni. Þau Grete Kvernland-Berg og Christian Aubell, ráðgjafar hjá PÅ Consulting sem er eitt fremsta ráðgjafarfyrirtækið á sviði velferðartækni, hafa aðstoðað mörg norsk sveitarfélög við innleiðingu snjalllausna í velferðarþjónustu. Þau segja að norsk stjórnvöld hafi frá árinu 2013 unnið eftir áætlun á landsvísu en í árslok 2020 eiga öll 420 sveitarfélög landsins að hafa tekið upp fjarheimaþjónustu sem hluta almennrar þjónustu sinnar. „Innleiðing þjónustunnar snýst kannski ekki svo mikið um sjálfa tæknina, heldur um breytingar á því hvernig starfsfólkið sinnir vinnu sinni. Það hefur náðst mjög góður árangur, bæði í Noregi og í Danmörku, með þessum skjáheimsóknum. Þjónustan er sveigjanlegri og notendur þurfa ekki að bíða eftir þjónustunni,“ segir Grete. Markmiðið sé að sem flestir geti búið sem lengst heima en auk þess geti tæknilausnir gert sveitarfélögum kleift að veita sífellt stækkandi hópi aldraðra þjónustu. Þau Grete og Christian segja að þrátt fyrir góðan árangur skipti jákvæð viðbrögð notenda mestu máli. „Fjölskyldur notendanna eru líka ánægðar því þetta veitir þeim öryggistilfinningu. Með þessu eru notendur í raun nær þjónustunni og það veitir ákveðið öryggi að geta náð í einhvern í gegnum skjáinn,“ segir Grete. Hún leggur áherslu á að svona breytingar taki tíma enda sé verið að gera miklar breytingar á vinnuumhverfi starfsfólks í umönnunarstörfum. „Það er mjög sjaldan tæknin sjálf sem er vandamálið við svona breytingar. Þetta er verkefni sem snýst um fólk.“ Sigþrúður segir mikinn stuðning innan borgarinnar við það að koma á betri þjónustu með notkun tækninnar. „Við erum ekki að fara draga úr neinni þjónustu, markmiðið er að auka hana. Það er enginn að fara að missa vinnuna heldur erum við að gera störfin betri og sinna fleiri notendum.“ Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Reykjavíkurborg undirbýr nú tilraunaverkefni þar sem hluti heimaþjónustu verður veittur í gegnum skjáheimsóknir. Verkefnisstjóri segir að enginn muni missa vinnuna. Markmiðið sé að veita notendum meiri og betri þjónustu. „Við stefnum á að fara að prófa svona skjáheimsóknir fljótlega upp úr áramótum. Við munum byrja smátt en eitt af því sem við höfum lært er að við þurfum að prófa okkur áfram og finna okkar takt í þessu,“ segir Sigþrúður Guðnadóttir, verkefnisstjóri Velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar. Í síðustu viku heimsóttu tveir norskir sérfræðingar á sviði velferðartækni Reykjavíkurborg og kynntu reynslu Norðmanna af innleiðingu fjarheimaþjónustu. Sú leið sem borgin hyggst prófa sig áfram með felst í skjáheimsóknum til notenda heimaþjónustunnar. Þannig er til dæmis hægt að minna á lyfjatöku og mæla blóðþrýsting í gegnum spjaldtölvu en einnig veita félagslegan stuðning. Noregur er leiðandi á Norðurlöndunum þegar kemur að innleiðingu velferðartækni. Þau Grete Kvernland-Berg og Christian Aubell, ráðgjafar hjá PÅ Consulting sem er eitt fremsta ráðgjafarfyrirtækið á sviði velferðartækni, hafa aðstoðað mörg norsk sveitarfélög við innleiðingu snjalllausna í velferðarþjónustu. Þau segja að norsk stjórnvöld hafi frá árinu 2013 unnið eftir áætlun á landsvísu en í árslok 2020 eiga öll 420 sveitarfélög landsins að hafa tekið upp fjarheimaþjónustu sem hluta almennrar þjónustu sinnar. „Innleiðing þjónustunnar snýst kannski ekki svo mikið um sjálfa tæknina, heldur um breytingar á því hvernig starfsfólkið sinnir vinnu sinni. Það hefur náðst mjög góður árangur, bæði í Noregi og í Danmörku, með þessum skjáheimsóknum. Þjónustan er sveigjanlegri og notendur þurfa ekki að bíða eftir þjónustunni,“ segir Grete. Markmiðið sé að sem flestir geti búið sem lengst heima en auk þess geti tæknilausnir gert sveitarfélögum kleift að veita sífellt stækkandi hópi aldraðra þjónustu. Þau Grete og Christian segja að þrátt fyrir góðan árangur skipti jákvæð viðbrögð notenda mestu máli. „Fjölskyldur notendanna eru líka ánægðar því þetta veitir þeim öryggistilfinningu. Með þessu eru notendur í raun nær þjónustunni og það veitir ákveðið öryggi að geta náð í einhvern í gegnum skjáinn,“ segir Grete. Hún leggur áherslu á að svona breytingar taki tíma enda sé verið að gera miklar breytingar á vinnuumhverfi starfsfólks í umönnunarstörfum. „Það er mjög sjaldan tæknin sjálf sem er vandamálið við svona breytingar. Þetta er verkefni sem snýst um fólk.“ Sigþrúður segir mikinn stuðning innan borgarinnar við það að koma á betri þjónustu með notkun tækninnar. „Við erum ekki að fara draga úr neinni þjónustu, markmiðið er að auka hana. Það er enginn að fara að missa vinnuna heldur erum við að gera störfin betri og sinna fleiri notendum.“
Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Félagsmál Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira