Yfirvöld í Katar rannsaka ekki dauðsföll hundruð erlendra verkamanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 21:13 Suður-asískir verkamenn í Katar. getty/Jason Larkin Yfirvöld í Katar hafa ekki rannsakað skyndileg dauðsföll hundruð erlendra verkamanna þar í landi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hundruð verkamanna sem starfa í Katar deyja á hverju ári og segja yfirvöld í Katar að stór hluti dauðsfallanna séu af völdum hjartaáfalls eða annarra náttúrulegra orsaka. Margir hinna látnu voru ungir menn sem dóu í svefni. Í síðustu viku birti Guardan grein um að hundruð þúsunda verkamanna ynnu við mjög erfiðar aðstæður, við hitastig sem gætu verið banvæn eða allt að 45°C hita í meira en tíu klukkustundir á dag. Hár hiti veldur gríðarlegri streitu á hjarta- og æðakerfið og hjartalæknar segja fjölda dauðsfalla beina afleiðingu erfiðra aðstæðna. Í flestum tilfellum hafa krufningar ekki verið gerðar á líkum erlendu verkamannanna en dauðsföll þeirra hafa flest verið sögð af náttúrulegum orsökum.Verkamenn í Katar vinna við háan hita og mjög erfiðar aðstæður.getty/Lars BaronÁrið 2014 kom út skýrsla frá lögfræðingum katörsku stjórnarinnar, DLA Piper lögfræðistofunni, þar sem þeir mæltu mjög með því að ríkið rannsakaði dauðsföll verkamannanna. Enn hefur engin rannsókn verið gerð. Minnst 1.025 nepalskir verkamenn létust í Katar á árunum 2012 til 2017 og voru dauðsföll 676 þeirra sögð af náttúrulegum orsökum. Meðal dánarorsaka sem voru útlistaðar voru hjartaáfall, öndunarfærabilun og -veikindi. Þetta segja nokkrir heimildarmenn sem starfa fyrir stjórnvöld í Katar, þar á meðal Foreign Employment Board, sem er ríkisrekin stofnun í Nepal sem sér um hagsmuni verkamanna erlendis. Upplýsingar FEB eru byggðar á dánarvottorðum sem katörsk yfirvöld hafa gefið út. Samkvæmt upplýsingum frá indverskum yfirvöldum létust 1.678 indverskir verkamenn í Katar frá árinu 2012 þar til í ágúst 2018. Af þessum dauðsföllum voru 1.345 sögð vera af völdum náttúrlegra orsaka. Katörsk lög heimila ekki krufningu nema eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað eða ef sá látni átti við veikindi að stríða fyrir andlátið. Hins vegar mælti DLA Piper með því árið 2014 að lögunum yrði breytt svo hægt væri að framkvæma krufningu í „öllum tilvikum skyndilegra eða ófyrirséðra dauðsfalla.“ Indland Katar Nepal Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Yfirvöld í Katar hafa ekki rannsakað skyndileg dauðsföll hundruð erlendra verkamanna þar í landi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Hundruð verkamanna sem starfa í Katar deyja á hverju ári og segja yfirvöld í Katar að stór hluti dauðsfallanna séu af völdum hjartaáfalls eða annarra náttúrulegra orsaka. Margir hinna látnu voru ungir menn sem dóu í svefni. Í síðustu viku birti Guardan grein um að hundruð þúsunda verkamanna ynnu við mjög erfiðar aðstæður, við hitastig sem gætu verið banvæn eða allt að 45°C hita í meira en tíu klukkustundir á dag. Hár hiti veldur gríðarlegri streitu á hjarta- og æðakerfið og hjartalæknar segja fjölda dauðsfalla beina afleiðingu erfiðra aðstæðna. Í flestum tilfellum hafa krufningar ekki verið gerðar á líkum erlendu verkamannanna en dauðsföll þeirra hafa flest verið sögð af náttúrulegum orsökum.Verkamenn í Katar vinna við háan hita og mjög erfiðar aðstæður.getty/Lars BaronÁrið 2014 kom út skýrsla frá lögfræðingum katörsku stjórnarinnar, DLA Piper lögfræðistofunni, þar sem þeir mæltu mjög með því að ríkið rannsakaði dauðsföll verkamannanna. Enn hefur engin rannsókn verið gerð. Minnst 1.025 nepalskir verkamenn létust í Katar á árunum 2012 til 2017 og voru dauðsföll 676 þeirra sögð af náttúrulegum orsökum. Meðal dánarorsaka sem voru útlistaðar voru hjartaáfall, öndunarfærabilun og -veikindi. Þetta segja nokkrir heimildarmenn sem starfa fyrir stjórnvöld í Katar, þar á meðal Foreign Employment Board, sem er ríkisrekin stofnun í Nepal sem sér um hagsmuni verkamanna erlendis. Upplýsingar FEB eru byggðar á dánarvottorðum sem katörsk yfirvöld hafa gefið út. Samkvæmt upplýsingum frá indverskum yfirvöldum létust 1.678 indverskir verkamenn í Katar frá árinu 2012 þar til í ágúst 2018. Af þessum dauðsföllum voru 1.345 sögð vera af völdum náttúrlegra orsaka. Katörsk lög heimila ekki krufningu nema eitthvað glæpsamlegt hafi átt sér stað eða ef sá látni átti við veikindi að stríða fyrir andlátið. Hins vegar mælti DLA Piper með því árið 2014 að lögunum yrði breytt svo hægt væri að framkvæma krufningu í „öllum tilvikum skyndilegra eða ófyrirséðra dauðsfalla.“
Indland Katar Nepal Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira