Nýjustu olíulindir taldar tryggja auðlegð Noregs næstu áratugi Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2019 20:27 Frá Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó, nýjasta olíuvinnslusvæði Noregs. Það ber nafn Johans Sverdrups, fyrsta forsætisráðherra þingbundinnar ríkisstjórnar í Noregi, sem var við völd á árunum 1884 til 1889. Mynd/Equinor, Espen Rønnevik og Øyvind Gravås. Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. Svæðið er talið geta haldið lífi í olíuævintýri Norðmanna næstu hálfa öld en náttúruverndarsamtök segja það á sama hátt framlengja losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Johan Sverdrup svæðið er í Norðursjó, um 140 kílómetra vestur af Stafangri, og olían þar fannst ekki fyrr en árið 2010. Norska ríkisolíufélagið Equinor, áður Statoil, sem er aðaleigandi, segir ekki þurfa nema 20 dollara olíuverð á tunnu til að vinnslan borgi sig og áætlar að svæðið skili að jafnaði 660 þúsund olíutunnum á degi hverjum næstu fimmtíu ár. Áætlað framleiðsluverðmæti í heild samsvarar 19 þúsund milljörðum íslenskra króna en þar af er áætlað að 12 þúsund milljarðar renni í sjóði norska ríkisins, eða sem svarar 2,3 milljónum króna á hvern íbúa Noregs.Smíði hinna gríðarstóru vinnslupalla hófst árið 2015 en aðeins fyrri áfangi er kominn upp. Undir þyrlupallinum vinstra megin má sjá níu appelsínugula björgunarbáta.Mynd/Equinor, Espen Rønnevik og Øyvind Gravås.Efnahagsleg áhrif eru þegar orðin gríðarleg en fara þarf þrjátíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um viðlíka framkvæmdir í norska olíuiðnaðinum. Smíði hinna gríðarstóru vinnslupalla svæðisins hófst árið 2015 og er talin skapa 15 þúsund störf í Noregi á tíu ára byggingartíma. Olíuvinnslan er síðan talin skapa 3.400 störf að jafnaði næstu hálfa öld. Þegar uppbyggingu svæðisins lýkur árið 2025, og framleiðslan verður komin á fullt, er áætlað að það muni standa undir þriðjungi allrar olíuframleiðslu Norðmanna. Equinor hrósar sér jafnframt af því að með raforku um sæstreng úr landi verði þetta umhverfisvænasta olíuvinnslusvæði heims, og þannig verði losun gróðurhúsalofttegunda 25-falt minni á hverja framleidda olíutunnu en að jafnaði annarsstaðar. Náttúruverndarsamtök segja á móti að þegar olían frá svæðinu verði notuð losi hún alls 1,3 milljarða tonna af koltvísýringi, 25-falt meira en allur Noregur losi núna á heilu ári.Margar vinnsluholur á hafsbotni eru tengdar vinnslupöllunum.Teikning/Equinor.Johan Sverdrup er talið þriðja olíuríkasta vinnslusvæði Noregs. Sjávardýpi þar er um 120 metrar en olíulindirnar eru á um 1.900 metra dýpi undir hafsbotni. Olíunni verður dælt um neðansjávarlögn í Mongstad-olíuvinnslustöðina norðan við Björgvin. Gasi verður dælt um aðra neðansjávarlögn í Kårstø-gasvinnslustöðina suðaustan við Haugasund. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með loftmyndum af vinnslupöllunum: Bensín og olía Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00 Allt fellur með Norðmönnum - finna enn meira af olíu Norska olíufyrirtækið Statoil, þar sem norska ríkið á tæplega 70 prósent eignarhlut, staðfesti í morgun að félagið hefði fundið vinnanlega olíu á svokölluðu Geitungen-svæði, sem er nærri Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó. 27. ágúst 2012 10:27 Olíuævintýrið heldur bara áfram hjá Norðmönnum Statoil tilkynnti á mánudag að uppbygging fyrsta áfanga á nýju olíusvæði í Norðursjó, Johan Sverdrup, kallaði á 51.000 ársverk. 9. nóvember 2014 10:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norðmenn hófu um helgina að dæla olíu upp af Johan Sverdrup-svæðinu, en þar eru einhverjar verðmætustu olíulindir sem fundist hafa í lögsögu Noregs. Svæðið er talið geta haldið lífi í olíuævintýri Norðmanna næstu hálfa öld en náttúruverndarsamtök segja það á sama hátt framlengja losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Johan Sverdrup svæðið er í Norðursjó, um 140 kílómetra vestur af Stafangri, og olían þar fannst ekki fyrr en árið 2010. Norska ríkisolíufélagið Equinor, áður Statoil, sem er aðaleigandi, segir ekki þurfa nema 20 dollara olíuverð á tunnu til að vinnslan borgi sig og áætlar að svæðið skili að jafnaði 660 þúsund olíutunnum á degi hverjum næstu fimmtíu ár. Áætlað framleiðsluverðmæti í heild samsvarar 19 þúsund milljörðum íslenskra króna en þar af er áætlað að 12 þúsund milljarðar renni í sjóði norska ríkisins, eða sem svarar 2,3 milljónum króna á hvern íbúa Noregs.Smíði hinna gríðarstóru vinnslupalla hófst árið 2015 en aðeins fyrri áfangi er kominn upp. Undir þyrlupallinum vinstra megin má sjá níu appelsínugula björgunarbáta.Mynd/Equinor, Espen Rønnevik og Øyvind Gravås.Efnahagsleg áhrif eru þegar orðin gríðarleg en fara þarf þrjátíu ár aftur í tímann til að finna dæmi um viðlíka framkvæmdir í norska olíuiðnaðinum. Smíði hinna gríðarstóru vinnslupalla svæðisins hófst árið 2015 og er talin skapa 15 þúsund störf í Noregi á tíu ára byggingartíma. Olíuvinnslan er síðan talin skapa 3.400 störf að jafnaði næstu hálfa öld. Þegar uppbyggingu svæðisins lýkur árið 2025, og framleiðslan verður komin á fullt, er áætlað að það muni standa undir þriðjungi allrar olíuframleiðslu Norðmanna. Equinor hrósar sér jafnframt af því að með raforku um sæstreng úr landi verði þetta umhverfisvænasta olíuvinnslusvæði heims, og þannig verði losun gróðurhúsalofttegunda 25-falt minni á hverja framleidda olíutunnu en að jafnaði annarsstaðar. Náttúruverndarsamtök segja á móti að þegar olían frá svæðinu verði notuð losi hún alls 1,3 milljarða tonna af koltvísýringi, 25-falt meira en allur Noregur losi núna á heilu ári.Margar vinnsluholur á hafsbotni eru tengdar vinnslupöllunum.Teikning/Equinor.Johan Sverdrup er talið þriðja olíuríkasta vinnslusvæði Noregs. Sjávardýpi þar er um 120 metrar en olíulindirnar eru á um 1.900 metra dýpi undir hafsbotni. Olíunni verður dælt um neðansjávarlögn í Mongstad-olíuvinnslustöðina norðan við Björgvin. Gasi verður dælt um aðra neðansjávarlögn í Kårstø-gasvinnslustöðina suðaustan við Haugasund. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með loftmyndum af vinnslupöllunum:
Bensín og olía Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00 Allt fellur með Norðmönnum - finna enn meira af olíu Norska olíufyrirtækið Statoil, þar sem norska ríkið á tæplega 70 prósent eignarhlut, staðfesti í morgun að félagið hefði fundið vinnanlega olíu á svokölluðu Geitungen-svæði, sem er nærri Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó. 27. ágúst 2012 10:27 Olíuævintýrið heldur bara áfram hjá Norðmönnum Statoil tilkynnti á mánudag að uppbygging fyrsta áfanga á nýju olíusvæði í Norðursjó, Johan Sverdrup, kallaði á 51.000 ársverk. 9. nóvember 2014 10:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12
Lágt olíuverð ógnar nýjum vinnslusvæðum Noregs Yfir helmingur nýrra olíusvæða, sem áformað er að vinna á landgrunni Noregs, stendur ekki undir sér, miðað við núverandi olíuverð. 10. nóvember 2015 20:00
Allt fellur með Norðmönnum - finna enn meira af olíu Norska olíufyrirtækið Statoil, þar sem norska ríkið á tæplega 70 prósent eignarhlut, staðfesti í morgun að félagið hefði fundið vinnanlega olíu á svokölluðu Geitungen-svæði, sem er nærri Johan Sverdrup-svæðinu í Norðursjó. 27. ágúst 2012 10:27
Olíuævintýrið heldur bara áfram hjá Norðmönnum Statoil tilkynnti á mánudag að uppbygging fyrsta áfanga á nýju olíusvæði í Norðursjó, Johan Sverdrup, kallaði á 51.000 ársverk. 9. nóvember 2014 10:30