Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísivísir/samsett
Ég er oft spurð hvernig ég hafi tíma til að gera allt það sem ég geri og ég svara alltaf; skipulag. Mér finnst ótrúlega gaman að skipuleggja, ég veit ég er rugluð. Eitt af því sem hjálpar mér mikið er að setja upp matarplan, hvað ég ætla að elda yfir vikuna. Af hverju ekki að láta matarplanið líta vel út?
Þegar við stóðum i framkvæmdum í sumar þá „bjargaði“ ég þessari spónaplötu frá því að lenda í ruslinu. Ég átti nokkrar spýtur sem ég sagaði til þannig að ég var komin með ramma utan um plötuna.
Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg átti viðarbókstafi og sjö litlar viðarklemmur, notaði smá málningu og viðarlím og málið dautt. Ég ætlaði að nota þessi viðarhnífapör en komst fljótlega af því að það var ekki pláss fyrir þau. En hey, þau eru bara tilbúin fyrir eitthvað annað.
Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo var bara að mála, líma og leika sér og fara að hugsa um hvað verður í matinn næsta föstudag.