Sunnlenskt sorp flutt til útlanda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2019 13:15 Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins, sem aðstoðar sveitarfélög á Suðurlandi við að flytja sorpið sitt til útlanda til frekari vinnslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sunnlenskt sorp er vinsælt í útlöndum því það nýtist vel til húshitunar í Rotterdam í Hollandi og til rafmagnsframleiðslu í Álaborg í Danmörku. Sunnlendingar hafa átt í miklum vandræðum með sorpið sitt síðustu ár eftir að urðunarstaðnum á Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi var lokað. Enginn á svæðinu hefur viljað láta land undir nýjan urðunarstað og því hefur sorpið verið keyrt langar leiðir til urðunar á önnur svæði á landinu. Flokkun er þó víða til fyrirmyndar á Suðurlandi. Nú er byrjað að flytja sunnlenskt sorp til útlanda, m.a. frá Sveitarfélaginu Ölfuss. „Þeir eru að flokka allt rusl í fjóra flokka. Einn flokkurinn er það sem kallað er óendurvinnanlegt og það höfum við flutt til Rotterdam í þrjá mánuði og það fer til húshitunar hjá Hollendingum og hefur bara gengið mjög vel. Auðvitað er þetta næst versti kosturinn er hann er góður að því leyti til að þar erum við að tala um brennslu, sem er í samkeppni við kol og kjarnorku. Við vitum það að kol eru mjög umhverfislega óholl og kjarnorka er mjög hættuleg, þannig að þetta er eitthvað sem er jákvætt og við erum að nota flutninga þar sem eru tómir gámar frá landinu og til Evrópu, þeir fóru tómir en nú er allavega komið í þá þetta hráefni“, segir Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins.Íslenska Gámafélagið er m.a. með starfsaðstöðu á Selfossi.Magnús HlynurJón Þórir vonast til þess að samkomulag náist við öll sveitarfélög á Suðurlandi um að þau flytji sitt óendurvinnanlega sorp til útlanda, þó ekki allt til Hollands. „Nei, því við höfum líka gert samninga við Álaborg þar sem 31% af öllu rafmagni sem er framleitt í Álaborg er framleitt í svona sorpbrennslu og allt vatn, sem er hitað í húsunum fer í gegnum sorpbrennslustöð. Síðan eru fleiri þjóðir, sem hafa áhuga á að fá svona hráefni frá okkur,“ segir Jón Þórir. Árborg Umhverfismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Sunnlenskt sorp er vinsælt í útlöndum því það nýtist vel til húshitunar í Rotterdam í Hollandi og til rafmagnsframleiðslu í Álaborg í Danmörku. Sunnlendingar hafa átt í miklum vandræðum með sorpið sitt síðustu ár eftir að urðunarstaðnum á Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi var lokað. Enginn á svæðinu hefur viljað láta land undir nýjan urðunarstað og því hefur sorpið verið keyrt langar leiðir til urðunar á önnur svæði á landinu. Flokkun er þó víða til fyrirmyndar á Suðurlandi. Nú er byrjað að flytja sunnlenskt sorp til útlanda, m.a. frá Sveitarfélaginu Ölfuss. „Þeir eru að flokka allt rusl í fjóra flokka. Einn flokkurinn er það sem kallað er óendurvinnanlegt og það höfum við flutt til Rotterdam í þrjá mánuði og það fer til húshitunar hjá Hollendingum og hefur bara gengið mjög vel. Auðvitað er þetta næst versti kosturinn er hann er góður að því leyti til að þar erum við að tala um brennslu, sem er í samkeppni við kol og kjarnorku. Við vitum það að kol eru mjög umhverfislega óholl og kjarnorka er mjög hættuleg, þannig að þetta er eitthvað sem er jákvætt og við erum að nota flutninga þar sem eru tómir gámar frá landinu og til Evrópu, þeir fóru tómir en nú er allavega komið í þá þetta hráefni“, segir Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins.Íslenska Gámafélagið er m.a. með starfsaðstöðu á Selfossi.Magnús HlynurJón Þórir vonast til þess að samkomulag náist við öll sveitarfélög á Suðurlandi um að þau flytji sitt óendurvinnanlega sorp til útlanda, þó ekki allt til Hollands. „Nei, því við höfum líka gert samninga við Álaborg þar sem 31% af öllu rafmagni sem er framleitt í Álaborg er framleitt í svona sorpbrennslu og allt vatn, sem er hitað í húsunum fer í gegnum sorpbrennslustöð. Síðan eru fleiri þjóðir, sem hafa áhuga á að fá svona hráefni frá okkur,“ segir Jón Þórir.
Árborg Umhverfismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira