Peningalofti hleypt úr fótboltablöðru Benedikt Bóas skrifar 5. október 2019 10:00 Úr leik karlaliðs Víkings í sumar. vísir/bára „Stjórn ÍTF fundar reglulega en við höfum ekki hist í sumar, allur hópurinn sem slíkur. Við ræðum ekkert fjármál einstakra félaga en það er svo sem ekkert nýtt að þetta er erfiður rekstur,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, regnhlífarsamtaka félaga í efstu tveimur deildum karla og kvenna, og framkvæmdastjóri Víkings. Þó að fótboltinn hafi verið flautaður af þetta sumarið og flestir leikmenn séu komnir í frí eru stjórnarmenn og aðrir sjálfboðaliðar á fullu að reyna að skrapa saman fyrir komandi vertíð. Fyrirtækin í landinu eru að gera sínar áætlanir og því er betra að vera inni í þeim. Haraldur segir að blikur séu á lofti enda eru mörg fyrirtæki að draga saman seglin eins og fréttaflutningur undanfarnar vikur sannar. „Það eru stór fyrirtæki í landinu jafnvel að loka á samstarfssamninga við félög. Það er verið að skera niður mjög víða og ég óttast að það eigi eftir að snerta félögin svolítið harkalega,“ segir Haraldur. Séu ársreikningar nokkurra félaga skoðaðir handahófskennt má sjá að reksturinn stendur oft tæpt þar sem hagnaður er eitt árið en tap það næsta. Breiðablik tapaði til dæmis 16 milljónum á síðasta ári en var með 900 þúsund króna hagnað árið þar á undan. Alls greiddi félagið 255 milljónir og 745 þúsundum betur í laun til þjálfara, leikmanna og yfirstjórnar. Fór launaliðurinn upp um hartnær 26 milljónir milli ára. ÍBV, sem féll úr efstu deild, tapaði 10 milljónum á síðasta ári. Þar voru greiddar 80 milljónir í laun og tengd gjöld. Skagamenn skiluðu 47 milljóna króna hagnaði. Líklega má reikna með að salan á Arnóri Sigurðssyni til CSKA Moskvu vegi þar þungt. Tekjurnar voru 253 milljónir en gjöldin voru 205 milljónir en ÍA var í Inkasso-deildinni í fyrra. Þó kemur fram að knattspyrnudeildin skuldar um fimm milljónir.Stjarnan segir í sínum ársreikningi að aðrar rekstrartekjur hafi verið nálægt 300 milljónum en knattspyrnudeildin hagnaðist um 13 milljónir í fyrra miðað við tíu milljóna tap árið á undan. Laun og tengd gjöld telja 223 milljónir. Svona mætti trúlega lengi telja séu ársreikningar allra félaga teknir til skoðunar. Haraldur bendir á að upphæðunum sem er safnað sé yfirleitt safnað af sjálfboðaliðum. Haraldur segir að fjármál einstakra félaga séu ekki rædd meðal ÍTF, þau séu og verði trúlega alltaf svolítið tabú. „Það er trúlega einhvers staðar þannig að það sé ekki verið að borga leikmönnum og öðrum í kring á réttum tíma. Við í Víkingi höfum verið í þeim sporum, þó við séum í miklu betri málum í dag, og ég held að öll félög hafi einhvern tímann kynnst þeirri tilfinningu. Þetta hefur verið og verður trúlega áfram alltaf erfiður rekstur,“ segir Haraldur. Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, ritaði þannig í ársskýrslu félagsins: „Öllum sem koma að rekstri íþróttadeilda hér á landi er ljóst að það er ekki tekið út með sældinni einni að standa í því og er rekstur knattspyrnudeildar FH þar ekki nein undantekning. Það hefur alltaf verðið erfitt að reka fótboltafélag og verður svo áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
„Stjórn ÍTF fundar reglulega en við höfum ekki hist í sumar, allur hópurinn sem slíkur. Við ræðum ekkert fjármál einstakra félaga en það er svo sem ekkert nýtt að þetta er erfiður rekstur,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, regnhlífarsamtaka félaga í efstu tveimur deildum karla og kvenna, og framkvæmdastjóri Víkings. Þó að fótboltinn hafi verið flautaður af þetta sumarið og flestir leikmenn séu komnir í frí eru stjórnarmenn og aðrir sjálfboðaliðar á fullu að reyna að skrapa saman fyrir komandi vertíð. Fyrirtækin í landinu eru að gera sínar áætlanir og því er betra að vera inni í þeim. Haraldur segir að blikur séu á lofti enda eru mörg fyrirtæki að draga saman seglin eins og fréttaflutningur undanfarnar vikur sannar. „Það eru stór fyrirtæki í landinu jafnvel að loka á samstarfssamninga við félög. Það er verið að skera niður mjög víða og ég óttast að það eigi eftir að snerta félögin svolítið harkalega,“ segir Haraldur. Séu ársreikningar nokkurra félaga skoðaðir handahófskennt má sjá að reksturinn stendur oft tæpt þar sem hagnaður er eitt árið en tap það næsta. Breiðablik tapaði til dæmis 16 milljónum á síðasta ári en var með 900 þúsund króna hagnað árið þar á undan. Alls greiddi félagið 255 milljónir og 745 þúsundum betur í laun til þjálfara, leikmanna og yfirstjórnar. Fór launaliðurinn upp um hartnær 26 milljónir milli ára. ÍBV, sem féll úr efstu deild, tapaði 10 milljónum á síðasta ári. Þar voru greiddar 80 milljónir í laun og tengd gjöld. Skagamenn skiluðu 47 milljóna króna hagnaði. Líklega má reikna með að salan á Arnóri Sigurðssyni til CSKA Moskvu vegi þar þungt. Tekjurnar voru 253 milljónir en gjöldin voru 205 milljónir en ÍA var í Inkasso-deildinni í fyrra. Þó kemur fram að knattspyrnudeildin skuldar um fimm milljónir.Stjarnan segir í sínum ársreikningi að aðrar rekstrartekjur hafi verið nálægt 300 milljónum en knattspyrnudeildin hagnaðist um 13 milljónir í fyrra miðað við tíu milljóna tap árið á undan. Laun og tengd gjöld telja 223 milljónir. Svona mætti trúlega lengi telja séu ársreikningar allra félaga teknir til skoðunar. Haraldur bendir á að upphæðunum sem er safnað sé yfirleitt safnað af sjálfboðaliðum. Haraldur segir að fjármál einstakra félaga séu ekki rædd meðal ÍTF, þau séu og verði trúlega alltaf svolítið tabú. „Það er trúlega einhvers staðar þannig að það sé ekki verið að borga leikmönnum og öðrum í kring á réttum tíma. Við í Víkingi höfum verið í þeim sporum, þó við séum í miklu betri málum í dag, og ég held að öll félög hafi einhvern tímann kynnst þeirri tilfinningu. Þetta hefur verið og verður trúlega áfram alltaf erfiður rekstur,“ segir Haraldur. Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, ritaði þannig í ársskýrslu félagsins: „Öllum sem koma að rekstri íþróttadeilda hér á landi er ljóst að það er ekki tekið út með sældinni einni að standa í því og er rekstur knattspyrnudeildar FH þar ekki nein undantekning. Það hefur alltaf verðið erfitt að reka fótboltafélag og verður svo áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti