Falstrú Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar 4. október 2019 07:45 Efasemdamaðurinn Ebbi gengur hröðum skrefum eftir Aðalstræti og rykið þyrlast upp í loftið kringum hann. Konur með innkaupapoka horfa á eftir fallega manninum með fína hattinn. Þær hugsa: „En hve myndarlegur sá maður er, sem er með áfangastað í huga.“ Fyrir neðan skilti Fjallkonunnar, tímarits dagsins í dag og dagsins á morgun, situr heldri maður með olíulukt í fanginu. Það er Skúli úrsmiður sem reynir að selja mönnum og börnum svokölluð rafmagnsúr og bjöllur. Hvílík della, hugsar efasemdamaðurinn. Ebbi hefur engan tíma að missa og ber enga kveðju með sér, nei, hann gengur beinustu leið að dyrum, skellir á eftir sér, skellir niður hattinum á borðið og æpir á ritstjórann: „Ég er æpandi reiður og vil fá að tjá mig!“ „Já,“ svarar ritstjórinn og tæmir pípuna sína í tóbakstunnuna. „Um hvað snýst málið?“ „Eyðslusemi og falstrú borgarbúa,“ hnussar Ebbi. „Hvers kyns eyðslusemi og falstrú fær þig til að skella hér hurðum, móður og másandi?“ spyr ritstjórinn og fyllir á pípuna. „Eyðslusemin að lýsa upp stofur, anddyri og eldhús tífalt meira en vani hefur verið. Ljós! Ofbirta slík að ómögulegt er að lesa og skrifa. Jafnvel konur eru farnar að lýsa eldhús sín meira en danssalir forðum voru lýstir! Ég vil borða heima hjá mér en ekki í Breiðfjörðsleikhúsi!“ „Iss!“ svarar ritstjórinn. „Veistu ekki að framtíðin spillir ei?“ „O, jú víst,“ hugsar efasemdamaðurinn og kveður skrifstofu Fjallkonunnar. Efasemdamaðurinn veit vel að framtíðin mun spilla fyrir öllum og hvers vegna er henni hampað? Hvað hefur framtíðin gert fyrir hann! Ekkert! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingunn Lára Kristjánsdóttir Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Efasemdamaðurinn Ebbi gengur hröðum skrefum eftir Aðalstræti og rykið þyrlast upp í loftið kringum hann. Konur með innkaupapoka horfa á eftir fallega manninum með fína hattinn. Þær hugsa: „En hve myndarlegur sá maður er, sem er með áfangastað í huga.“ Fyrir neðan skilti Fjallkonunnar, tímarits dagsins í dag og dagsins á morgun, situr heldri maður með olíulukt í fanginu. Það er Skúli úrsmiður sem reynir að selja mönnum og börnum svokölluð rafmagnsúr og bjöllur. Hvílík della, hugsar efasemdamaðurinn. Ebbi hefur engan tíma að missa og ber enga kveðju með sér, nei, hann gengur beinustu leið að dyrum, skellir á eftir sér, skellir niður hattinum á borðið og æpir á ritstjórann: „Ég er æpandi reiður og vil fá að tjá mig!“ „Já,“ svarar ritstjórinn og tæmir pípuna sína í tóbakstunnuna. „Um hvað snýst málið?“ „Eyðslusemi og falstrú borgarbúa,“ hnussar Ebbi. „Hvers kyns eyðslusemi og falstrú fær þig til að skella hér hurðum, móður og másandi?“ spyr ritstjórinn og fyllir á pípuna. „Eyðslusemin að lýsa upp stofur, anddyri og eldhús tífalt meira en vani hefur verið. Ljós! Ofbirta slík að ómögulegt er að lesa og skrifa. Jafnvel konur eru farnar að lýsa eldhús sín meira en danssalir forðum voru lýstir! Ég vil borða heima hjá mér en ekki í Breiðfjörðsleikhúsi!“ „Iss!“ svarar ritstjórinn. „Veistu ekki að framtíðin spillir ei?“ „O, jú víst,“ hugsar efasemdamaðurinn og kveður skrifstofu Fjallkonunnar. Efasemdamaðurinn veit vel að framtíðin mun spilla fyrir öllum og hvers vegna er henni hampað? Hvað hefur framtíðin gert fyrir hann! Ekkert!
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar