Fórnarlömb skotárásarinnar í Las Vegas fá bætur frá hótelinu Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2019 18:08 Jason McMillan lamaðist í skotárásinni í Las Vegas Hann felldi tár þegar MGM Resorts stefndi um þúsund eftirlifendum og fjölskyldum til að fyrirbyggja að þær krefðust bóta í fyrra. Vísir/EPA Hótelkeðjan MGM Resorts hefur fallist á að greiða fórnarlömbum mannskæðrar skotárásar í Las Vegas fyrir tveimur árum að minnsta kosti 735 milljónir dollara, jafnvirði um 91 milljarðs íslenskra króna í miskabætur. Fjöldamorðinginn skaut á fólk á tónleikum frá hótelherbergi í eigu keðjunnar. Um 22.000 manns nutu sveitatónlistar á tónleikum á aðalgötunni í Las Vegas þegar karlmaður á sjötugsaldri lét byssukúlum rigna yfir mannfjöldann frá herbergi á Mandalay Bay-hótelinu 1. október árið 2017. Hann skaut 58 til bana og særði 422 til viðbótar áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Það var umfangsmesta fjöldamorð einstaklings með skotvopni í sögu Bandaríkjanna. Sáttin sem MGM Resorts hefur nú gert við fórnarlömbin er ekki játning fyrirtækisins á sök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Keðjan hafði áður stefnt fórnarlömbunum, að því er virðist til þess að koma í veg fyrir málshöfðun þeirra. „Við höfum alltaf talið að löng málaferli um þessi mál væru ekki neinum til hagsbóta,“ segir Jim Murren, stjórnarformaður MGM Resorts um sáttina. Bæturnar sem keðjan greiðir út er talin nema allt frá 735 til 800 milljóna dollara, alltaf eftir því hversu margir krefjast bóta úr hendi hennar. Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá voðaverkinu liggur enn ekki fyrir hvað morðingjanum gekk til. Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37 Ár frá árásinni í Las Vegas Enn er ekki vitað af hverju Stpehen Craig Paddock hóf skothríð af 32 hæð Mandalay Bay hótelsins á þúsundir gesta tónlistarhátíðar hinu megin við götuna. 1. október 2018 15:15 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Talið er að hið minnsta einn byssumaður hafi hleypt af skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. 2. október 2017 06:37 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Hótelkeðjan MGM Resorts hefur fallist á að greiða fórnarlömbum mannskæðrar skotárásar í Las Vegas fyrir tveimur árum að minnsta kosti 735 milljónir dollara, jafnvirði um 91 milljarðs íslenskra króna í miskabætur. Fjöldamorðinginn skaut á fólk á tónleikum frá hótelherbergi í eigu keðjunnar. Um 22.000 manns nutu sveitatónlistar á tónleikum á aðalgötunni í Las Vegas þegar karlmaður á sjötugsaldri lét byssukúlum rigna yfir mannfjöldann frá herbergi á Mandalay Bay-hótelinu 1. október árið 2017. Hann skaut 58 til bana og særði 422 til viðbótar áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Það var umfangsmesta fjöldamorð einstaklings með skotvopni í sögu Bandaríkjanna. Sáttin sem MGM Resorts hefur nú gert við fórnarlömbin er ekki játning fyrirtækisins á sök, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Keðjan hafði áður stefnt fórnarlömbunum, að því er virðist til þess að koma í veg fyrir málshöfðun þeirra. „Við höfum alltaf talið að löng málaferli um þessi mál væru ekki neinum til hagsbóta,“ segir Jim Murren, stjórnarformaður MGM Resorts um sáttina. Bæturnar sem keðjan greiðir út er talin nema allt frá 735 til 800 milljóna dollara, alltaf eftir því hversu margir krefjast bóta úr hendi hennar. Þrátt fyrir að tvö ár séu liðin frá voðaverkinu liggur enn ekki fyrir hvað morðingjanum gekk til.
Bandaríkin Skotárás í Las Vegas Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08 Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37 Ár frá árásinni í Las Vegas Enn er ekki vitað af hverju Stpehen Craig Paddock hóf skothríð af 32 hæð Mandalay Bay hótelsins á þúsundir gesta tónlistarhátíðar hinu megin við götuna. 1. október 2018 15:15 FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15 Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Talið er að hið minnsta einn byssumaður hafi hleypt af skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. 2. október 2017 06:37 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Nýtt myndband varpar ljósi á hryllinginn í Las Vegas Þrjár vikur eru liðnar frá mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna þegar Stephen Paddock drap 58 og særði hundruð í Las Vegas. Nýtt myndband varpar frekari ljósi á skotárásina sjálfa. 22. október 2017 19:08
Fjöldamorðið í Las Vegas virðist hafa verið þaulskipulagt Morðinginn flutti 23 byssur upp á hótelherbergi í tíu ferðatöskum án þess að starfsfólk grunaði hann um græsku. 3. október 2017 21:37
Ár frá árásinni í Las Vegas Enn er ekki vitað af hverju Stpehen Craig Paddock hóf skothríð af 32 hæð Mandalay Bay hótelsins á þúsundir gesta tónlistarhátíðar hinu megin við götuna. 1. október 2018 15:15
FBI óskar eftir aðstoð almennings við að varpa ljósi á fjöldamorðið Alríkislögregla Bandaríkjanna er engu nær um þær ástæður sem liggja að baki árásinni í Las Vegas á mánudag. 7. október 2017 11:15
Fjölmargir sagðir látnir eftir skotárás í Las Vegas Talið er að hið minnsta einn byssumaður hafi hleypt af skotum á tónlistarhátíð í Las Vegas nú í morgun. 2. október 2017 06:37