Bíllinn er líklega ekki á leiðinni í framleiðslu á næstunni. Ætlunin er að skapa áhuga á nýrri tengiltvinn vél sem drífur hann áfram. Sú vél verður svo að öllum líkindum sett í jepplinga frá Mitsubishi sem eru minni en Outlander.

Líklegast verður þessi nýja vélasamsetning notuð í Eclipse Cross á næstu misserum. Tengiltvinnútgáfa af Eclipse Cross er væntanleg samkvæmt heimildum Autocar.