Fjölbreytt úrræði í þágu borgarbúa Geir Finnsson skrifar 3. október 2019 07:00 Umferðarmenning okkar hefur hingað til miðast við nánast óhjákvæmilega nauðsyn fyrir einkabílinn og er notkun hans orðin það mikil að hún teppir umferð, torveldar samgöngur og eykur mengun. Við stöndum því frammi fyrir brýnni nauðsyn þess að horfa til framtíðar og gera gagngerar úrbætur í samgöngumálum borgarbúa. Umræðan um almenningssamgöngur og umferð hjólandi og gangandi hefur litast of mikið af þeirri hugmynd að Reykjavík sé á einhvern hátt frábrugðin öðrum borgum og ekki sé hægt að leggja sömu áherslu á virka ferðamáta og annars staðar. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt. Skipulagið sem hefur verið ráðandi síðustu áratugi tók mið af bílaumferð. Borgarbúum hefur því aðeins verið boðinn einn valkostur í samgöngum sem mætir ekki kröfum nútímasamfélags og þeirri frjálslyndu og víðsýnu borg sem Reykjavík er að öllu jöfnu. Það kom mér því skemmtilega á óvart að bæði ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hefðu náð að landa samkomulagi sem tryggir okkur höfuðborgarsvæði með fjölbreyttum samgönguúrræðum. Það er alls ekki sjálfgefið. Skipulags- og samgöngumál taka tíma og eru almennt flóknari en flest. Það er því ekki að ástæðulausu að við höfum lagt svo mikla vinnu í að endurskipuleggja borgina og breyta henni, svo að borgarbúum standi til boða að velja úr samgöngumátum. Við verðum að vanda til verka, því þær ákvarðanir sem við tökum um samgöngumál hér og nú varða ekki síst framtíðarkynslóð borgarbúa. Ekki er boðlegt að afhenda ungu fólki bílaborgina sem við búum í núna. Við þurfum að gera umhverfisvænni kosti fýsilegri í stað þess að leggja áherslu á að götur Reykjavíkur rúmi fleiri bíla. Krafan um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum kemur líka fyrst og fremst frá ungu fólki og það á varla að koma neinum á óvart. Þegar ég sat minn fyrsta borgarstjórnarfund í vikunni ollu ummæli fulltrúa minnihlutans mér vonbrigðum. Þau virtu þessar kröfur að vettugi og töluðu frekar fyrir hagsmunum einkabílsins en fólksins. Það eru ekki fleiri bílastæði sem fá fólk á mínum aldri til að flytjast aftur heim frá útlöndum! Samgöngusáttmálinn er ekki fullkominn. Mín vegna hefði mátt gera enn betur í þágu almenningssamgangna og umhverfismála. Borgaryfirvöld geta í það minnsta fagnað þessu samkomulagi þar sem það býður okkur raunverulegt tækifæri til að efla umhverfisvæna samgöngumáta, ekki síst þar sem um helmingur fyrirhugaðra fjárfestinga fer í grænar samgönguúrbætur. Það er framsýni að sjá fyrir okkur borg sem býður upp á fleiri en eitt raunhæft úrræði í samgöngum. Það er framsýni að taka þannig risastórt og djarft skref í átt að betri borg.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Geir Finnsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Umferðarmenning okkar hefur hingað til miðast við nánast óhjákvæmilega nauðsyn fyrir einkabílinn og er notkun hans orðin það mikil að hún teppir umferð, torveldar samgöngur og eykur mengun. Við stöndum því frammi fyrir brýnni nauðsyn þess að horfa til framtíðar og gera gagngerar úrbætur í samgöngumálum borgarbúa. Umræðan um almenningssamgöngur og umferð hjólandi og gangandi hefur litast of mikið af þeirri hugmynd að Reykjavík sé á einhvern hátt frábrugðin öðrum borgum og ekki sé hægt að leggja sömu áherslu á virka ferðamáta og annars staðar. Þetta er að sjálfsögðu ekki rétt. Skipulagið sem hefur verið ráðandi síðustu áratugi tók mið af bílaumferð. Borgarbúum hefur því aðeins verið boðinn einn valkostur í samgöngum sem mætir ekki kröfum nútímasamfélags og þeirri frjálslyndu og víðsýnu borg sem Reykjavík er að öllu jöfnu. Það kom mér því skemmtilega á óvart að bæði ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hefðu náð að landa samkomulagi sem tryggir okkur höfuðborgarsvæði með fjölbreyttum samgönguúrræðum. Það er alls ekki sjálfgefið. Skipulags- og samgöngumál taka tíma og eru almennt flóknari en flest. Það er því ekki að ástæðulausu að við höfum lagt svo mikla vinnu í að endurskipuleggja borgina og breyta henni, svo að borgarbúum standi til boða að velja úr samgöngumátum. Við verðum að vanda til verka, því þær ákvarðanir sem við tökum um samgöngumál hér og nú varða ekki síst framtíðarkynslóð borgarbúa. Ekki er boðlegt að afhenda ungu fólki bílaborgina sem við búum í núna. Við þurfum að gera umhverfisvænni kosti fýsilegri í stað þess að leggja áherslu á að götur Reykjavíkur rúmi fleiri bíla. Krafan um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum kemur líka fyrst og fremst frá ungu fólki og það á varla að koma neinum á óvart. Þegar ég sat minn fyrsta borgarstjórnarfund í vikunni ollu ummæli fulltrúa minnihlutans mér vonbrigðum. Þau virtu þessar kröfur að vettugi og töluðu frekar fyrir hagsmunum einkabílsins en fólksins. Það eru ekki fleiri bílastæði sem fá fólk á mínum aldri til að flytjast aftur heim frá útlöndum! Samgöngusáttmálinn er ekki fullkominn. Mín vegna hefði mátt gera enn betur í þágu almenningssamgangna og umhverfismála. Borgaryfirvöld geta í það minnsta fagnað þessu samkomulagi þar sem það býður okkur raunverulegt tækifæri til að efla umhverfisvæna samgöngumáta, ekki síst þar sem um helmingur fyrirhugaðra fjárfestinga fer í grænar samgönguúrbætur. Það er framsýni að sjá fyrir okkur borg sem býður upp á fleiri en eitt raunhæft úrræði í samgöngum. Það er framsýni að taka þannig risastórt og djarft skref í átt að betri borg.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun