Hví breyta verður verðtryggingunni Ólafur Margeirsson skrifar 3. október 2019 07:00 Fyrir liggur lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar til einstaklinga. Lagt er til að lágmarkstími verðtryggðra neytendalána og fasteignalána til neytenda verði tíu ár og hámarkstími slíkra jafngreiðslulána 25 ár. Áfram má veita verðtryggð lán með jöfnum afborgunum. Þá eru tilgreindar miklar og flóknar undanþágur sem ætlað er að komi tekjulágum og ungu fólki best vilji það nota verðtryggt jafngreiðslulán til kaupa á fasteign. Í frumvarpinu er bent á að „þær breytingar sem verða á verðtryggðum neytendalánum, ef frumvarpið nær fram að ganga, auki hvata til að taka frekar óverðtryggð íbúðalán og auki vægi þeirra á markaðnum þar með enn frekar. Þetta hefur m.a. þann ábata að áhrif peningastefnu Seðlabankans á vexti húsnæðislána aukast, þar sem fylgni stýrivaxta bankans við vexti og greiðslubyrði er meiri gagnvart óverðtryggðum íbúðalánum en verðtryggðum. Virkni peningastefnunnar mun þannig aukast og geta hagstjórnarinnar til að bregðast við efnahagssveiflum eflast.“ Það er mjög mikilvægt að allir skilji þetta: verðtrygging á lánum til einstaklinga dregur úr áhrifamætti stýrivaxtabreytinga Seðlabanka Íslands vegna þess að lántakar verðtryggðra lána, hvort sem um jafngreiðslulán eða lán með jöfnum afborgunum er að ræða, eru að stórum hluta varðir fyrir téðum stýrivaxtabreytingum. Þetta rímar við nýlegar rannsóknir frá t.d. Ástralíu og Svíþjóð sem hafa staðfest að því meir sem greiðslubyrði lána breytist við stýrivaxtabreytingar viðkomandi seðlabanka, því meiri er geta seðlabankans til að hafa tilætluð áhrif á hagkerfið. Vegna verðtryggingarinnar virka stýrivaxtabreytingar ekki sem skyldi á Íslandi. Það þýðir að stýrivextir verða að breytast mikið til að ná tilætluðum áhrifum. Miklar stýrivaxtabreytingar valda flökti á vaxtastigi sem aftur leiðir til flökts á gengi krónunnar, hás vaxtamunar við útlönd, vaxtamunarviðskipta (jöklabréfin frægu), erfiðleika við áætlanagerð fyrirtækja í inn- og útflutningi, óstöðugleika í innfluttri verðbólgu og minni trúverðugleika peningastefnunnar sjálfrar. Það eru þessi afleiddu óstöðugleikaáhrif verðtryggingarinnar sem verður að losna við. Því minni sem hlutdeild verðtryggðra lána er í hagkerfinu, því minni verða þessi afleiddu óstöðugleikaáhrif. Hið fyrirliggjandi frumvarp tekur að nokkru leyti á þessum vanda, við ættum að sjá hlutdeild verðtryggðra lána minnka nái það fram að ganga. En vegna hinna víðtæku og flóknu undanþága sem tilgreindar eru er hættan að hlutdeild verðtryggðra lána minnki ekki mikið. Hin afleiddu óstöðugleikaáhrif verðtryggingarinnar á hagkerfið verða því áfram til staðar að stórum hluta. Tilgangur undanþáganna er að auðvelda tekjulágum kaup á fasteign. En þær viðhalda óstöðugleikaáhrifum verðtryggingarinnar að sama skapi. Þess vegna, til að losna við óstöðugleikaáhrifin, væri betra og beinna að hjálpa tekjulágum við kaup á fasteign með skattalegum ívilnunum (t.d. tekjuháðum vaxtabótum) frekar en að beina þeim í átt að lánaformi sem hefur neikvæð áhrif á stöðugleika hagkerfisins. Það er einkar mikilvægt, fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, að hlutdeild verðtryggðra lána til einstaklinga minnki sem mest. Gildir það bæði fyrir verðtryggð jafngreiðslulán sem og verðtryggð lán með jöfnum afborgunum. Fyrirliggjandi frumvarpi er auðvelt að breyta til að ná tilætluðum áhrifum og er það vonandi að ágætu frumvarpi nú þegar verði breytt svo það verði enn betra. Takist að draga úr hlutdeild verðtryggðra lána ættu Íslendingar að búast við lægra og stöðugra vaxtastigi (sem auðveldar fasteignakaup tekjulágra), stöðugra gengi krónunnar, auðveldari áætlanagerð við inn- og útflutning og stöðugri verðbólgu en við það umhverfi verðtryggingar sem hefur verið til staðar.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Margeirsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir liggur lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar til einstaklinga. Lagt er til að lágmarkstími verðtryggðra neytendalána og fasteignalána til neytenda verði tíu ár og hámarkstími slíkra jafngreiðslulána 25 ár. Áfram má veita verðtryggð lán með jöfnum afborgunum. Þá eru tilgreindar miklar og flóknar undanþágur sem ætlað er að komi tekjulágum og ungu fólki best vilji það nota verðtryggt jafngreiðslulán til kaupa á fasteign. Í frumvarpinu er bent á að „þær breytingar sem verða á verðtryggðum neytendalánum, ef frumvarpið nær fram að ganga, auki hvata til að taka frekar óverðtryggð íbúðalán og auki vægi þeirra á markaðnum þar með enn frekar. Þetta hefur m.a. þann ábata að áhrif peningastefnu Seðlabankans á vexti húsnæðislána aukast, þar sem fylgni stýrivaxta bankans við vexti og greiðslubyrði er meiri gagnvart óverðtryggðum íbúðalánum en verðtryggðum. Virkni peningastefnunnar mun þannig aukast og geta hagstjórnarinnar til að bregðast við efnahagssveiflum eflast.“ Það er mjög mikilvægt að allir skilji þetta: verðtrygging á lánum til einstaklinga dregur úr áhrifamætti stýrivaxtabreytinga Seðlabanka Íslands vegna þess að lántakar verðtryggðra lána, hvort sem um jafngreiðslulán eða lán með jöfnum afborgunum er að ræða, eru að stórum hluta varðir fyrir téðum stýrivaxtabreytingum. Þetta rímar við nýlegar rannsóknir frá t.d. Ástralíu og Svíþjóð sem hafa staðfest að því meir sem greiðslubyrði lána breytist við stýrivaxtabreytingar viðkomandi seðlabanka, því meiri er geta seðlabankans til að hafa tilætluð áhrif á hagkerfið. Vegna verðtryggingarinnar virka stýrivaxtabreytingar ekki sem skyldi á Íslandi. Það þýðir að stýrivextir verða að breytast mikið til að ná tilætluðum áhrifum. Miklar stýrivaxtabreytingar valda flökti á vaxtastigi sem aftur leiðir til flökts á gengi krónunnar, hás vaxtamunar við útlönd, vaxtamunarviðskipta (jöklabréfin frægu), erfiðleika við áætlanagerð fyrirtækja í inn- og útflutningi, óstöðugleika í innfluttri verðbólgu og minni trúverðugleika peningastefnunnar sjálfrar. Það eru þessi afleiddu óstöðugleikaáhrif verðtryggingarinnar sem verður að losna við. Því minni sem hlutdeild verðtryggðra lána er í hagkerfinu, því minni verða þessi afleiddu óstöðugleikaáhrif. Hið fyrirliggjandi frumvarp tekur að nokkru leyti á þessum vanda, við ættum að sjá hlutdeild verðtryggðra lána minnka nái það fram að ganga. En vegna hinna víðtæku og flóknu undanþága sem tilgreindar eru er hættan að hlutdeild verðtryggðra lána minnki ekki mikið. Hin afleiddu óstöðugleikaáhrif verðtryggingarinnar á hagkerfið verða því áfram til staðar að stórum hluta. Tilgangur undanþáganna er að auðvelda tekjulágum kaup á fasteign. En þær viðhalda óstöðugleikaáhrifum verðtryggingarinnar að sama skapi. Þess vegna, til að losna við óstöðugleikaáhrifin, væri betra og beinna að hjálpa tekjulágum við kaup á fasteign með skattalegum ívilnunum (t.d. tekjuháðum vaxtabótum) frekar en að beina þeim í átt að lánaformi sem hefur neikvæð áhrif á stöðugleika hagkerfisins. Það er einkar mikilvægt, fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, að hlutdeild verðtryggðra lána til einstaklinga minnki sem mest. Gildir það bæði fyrir verðtryggð jafngreiðslulán sem og verðtryggð lán með jöfnum afborgunum. Fyrirliggjandi frumvarpi er auðvelt að breyta til að ná tilætluðum áhrifum og er það vonandi að ágætu frumvarpi nú þegar verði breytt svo það verði enn betra. Takist að draga úr hlutdeild verðtryggðra lána ættu Íslendingar að búast við lægra og stöðugra vaxtastigi (sem auðveldar fasteignakaup tekjulágra), stöðugra gengi krónunnar, auðveldari áætlanagerð við inn- og útflutning og stöðugri verðbólgu en við það umhverfi verðtryggingar sem hefur verið til staðar.Höfundur er hagfræðingur.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun