Einhverfur drengur sem gleymdist í rútu fær ekki aðra dagvistun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2019 22:06 Mikolaj Czerwonka er sex ára einhverfur nemandi íí 1. bekk í Klettaskóla. Hann gleymdist í rútu í ágúst á leið í frístundaheimilið Guluhlíð og var læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma vegna þess. Mikolaj Czerwonka, sex ára einhverfur drengur, fær ekki aðra dagvistun hjá Reykjavíkurborg en hann gleymdist í rútu í margar klukkustundir fyrr í haust. Samkvæmt frétt RÚV hætti móðir drengsins að vinna til þess að sinna drengnum eftir skóla. Vísir vakti fyrst athygli á málinu í ágúst. Vegna mistaka hjá starfsmönnum á frístundaheimilinu Guluhlíð gleymdist drengurinn í rútunni sem skutlar börnunum frá skólanum yfir á frístundaheimilið. Þegar Sylwia móðir drengsins kom að sækja hann klukkan 16:30 kom í ljós að hann hafði aldrei skilað sér þangað, hann fannst svo í rútunni eftir hálftíma leit. Drengurinn hafði þá verið læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma eða frá því klukkan 13:30. Fram kemur í frétt RÚV að Reykjavíkurborg hafi ekkert viljað koma til móts við fjölskylduna, eina frístundaheimilið sem standi honum til boða sé Gulahlíð. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir í samtali við RÚV að það geti verið erfitt að byggja upp traust eftir að það er brostið. „Það er allt of algengt að foreldrar fatlaðra barna þurfi að hætta að vinna til að sinna þeim af því að kerfið er of ósveigjanlegt. Oftast er það konan sem fer af vinnumarkaði, líklega vegna þess að það er algengara að þær séu í lægra launuðum störfum.“ Verkferlum breytt Mikolaj er mikið einhverfur, hann tjáir sig lítið sem ekkert, er með þroskahömlun og hreyfiþroskaröskun auk tvítyngis þar sem fjölskyldan er frá Póllandi. Atvikið átti sér stað í annarri viku skólagöngu hans. Enginn frá frístundaheimilinu hringdi í foreldrana þegar Mikolaj skilaði sér ekki þangað eftir skóla. Þegar Mikolaj fannst í rútunni, á bílastæði á Dalvegi, var augljóst að hann hafi verið hræddur og grátið mikið. „En hann var mjög glaður að sjá okkur. En hann var búinn að pissa á sig, greinilega nokkrum sinnum því hann var mjög blautur en við vorum sem betur fer með aukaföt með okkur og gátum sett hann í þau,“ sagði Michal faðir hans í samtali við Vísi. Eftir atvikið var skerpt á öllum verkferlum þannig að rúturnar yrðu grandskoðaðar eftir hverja ferð. Foreldrar Mikolaj sögðu samt strax eftir atvikið að þau ætli aldrei að senda hann aftur í Guluhlíð. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Mikolaj Czerwonka, sex ára einhverfur drengur, fær ekki aðra dagvistun hjá Reykjavíkurborg en hann gleymdist í rútu í margar klukkustundir fyrr í haust. Samkvæmt frétt RÚV hætti móðir drengsins að vinna til þess að sinna drengnum eftir skóla. Vísir vakti fyrst athygli á málinu í ágúst. Vegna mistaka hjá starfsmönnum á frístundaheimilinu Guluhlíð gleymdist drengurinn í rútunni sem skutlar börnunum frá skólanum yfir á frístundaheimilið. Þegar Sylwia móðir drengsins kom að sækja hann klukkan 16:30 kom í ljós að hann hafði aldrei skilað sér þangað, hann fannst svo í rútunni eftir hálftíma leit. Drengurinn hafði þá verið læstur inni í rútunni í nokkra klukkutíma eða frá því klukkan 13:30. Fram kemur í frétt RÚV að Reykjavíkurborg hafi ekkert viljað koma til móts við fjölskylduna, eina frístundaheimilið sem standi honum til boða sé Gulahlíð. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir í samtali við RÚV að það geti verið erfitt að byggja upp traust eftir að það er brostið. „Það er allt of algengt að foreldrar fatlaðra barna þurfi að hætta að vinna til að sinna þeim af því að kerfið er of ósveigjanlegt. Oftast er það konan sem fer af vinnumarkaði, líklega vegna þess að það er algengara að þær séu í lægra launuðum störfum.“ Verkferlum breytt Mikolaj er mikið einhverfur, hann tjáir sig lítið sem ekkert, er með þroskahömlun og hreyfiþroskaröskun auk tvítyngis þar sem fjölskyldan er frá Póllandi. Atvikið átti sér stað í annarri viku skólagöngu hans. Enginn frá frístundaheimilinu hringdi í foreldrana þegar Mikolaj skilaði sér ekki þangað eftir skóla. Þegar Mikolaj fannst í rútunni, á bílastæði á Dalvegi, var augljóst að hann hafi verið hræddur og grátið mikið. „En hann var mjög glaður að sjá okkur. En hann var búinn að pissa á sig, greinilega nokkrum sinnum því hann var mjög blautur en við vorum sem betur fer með aukaföt með okkur og gátum sett hann í þau,“ sagði Michal faðir hans í samtali við Vísi. Eftir atvikið var skerpt á öllum verkferlum þannig að rúturnar yrðu grandskoðaðar eftir hverja ferð. Foreldrar Mikolaj sögðu samt strax eftir atvikið að þau ætli aldrei að senda hann aftur í Guluhlíð.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira