Tölvupóstum frá ástandsbörnum rignir yfir Sigrúnu Ósk Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2019 09:30 Sigrún Ósk með Guðmundi Kort og fjölskyldu hans. Vísir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, segist miður sín að hafa ekki náð að svara holskeflu tölvupósta sem hafi ratað til hennar eftir sýningu þáttanna Leitin að upprunanum. Þetta kom fram í þættinum Á bak við tjöldin, sem hefur göngu sína í dag á Vísi. Þriðja þáttaröð Leitarinnar að upprunanum er hafin og hafa áhorfendur Stöðvar 2 fengið að heyra sögu Guðmundar Kort sem uppgötvaði á þrítugsaldri að pabbi hans væri ekki pabbi hans. Líklegt væri að faðir hans væri bandarískur af ítölskum uppruna. Fjallað hefur verið ítarlega um þáttinn hér á Vísi enda sagan ansi hreint mögnuð. Í ljós kom að faðir Guðmundar var bandarískur hermaður af ítölskum uppruna. Hann hafði þó ekki komið hingað starfs síns vegna heldur í leit að ævintýrum. Greinilegt er að fjölmargir tengja við sögu Guðmundar Kort sem endaði svona líka vel. Hann á í dag fjölskyldu beggja vegna Atlantshafsins og unir hag sínum vel.Klippa: Á bak við tjöldin - Leitin að upprunanum #1Nær ekki að leysa fimmtíu ráðgátur fyrir jól „Strax eftir fyrsta þáttinn, og ennþá meira eftir seinni þáttinn, byrjaði ég að fá pósta. Ég er búin að tapa tölunni en ef ég ætti að slá á töluna þá er ég líklega búin að fá um fimmtíu tölvupósta frá fólki sem er að spyrja hvort ég eigi möguleika á að hjálpa því. Sem er þá annaðhvort í sömu eða mjög svipuðum sporum.“ Allir séu að leita að föður eða móður einhvers staðar í útlöndum og með takmarkaðar upplýsingar. Stór hluti eiga líklega uppruna að rekja til bandarískra eða breskra hermanna. „Mér þykir það mjög leiðinlegt en mér hefur ekki unnist tími til að svara svo mikið sem einum þeirra, því ég sit hér fram á kvöld að klippa næstu þætti. Er alveg á kafi í þessari þáttaröð og svo er eiginlega ekki búið að ákveða hvert framhaldið verður - nema ég ætla að taka góða pásu. Ég get því miður takmarkað hjálpað þessum hópi,“ segir Sigrún. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, stýrði þættinum og spurði, líklega í gríni, hvort það næðist ekki að finna þess fimmtíu feður fyrir jól? „Nei, ég næ því ekki fyrir jól,“ svarar Sigrún Ósk og hlær. Aldrei á mannamót án þess að heyra upprunasögu „Mér finnst gott að fá tækifæri til að tala um þetta hér því mér finnst leiðinlegt að svara ekki svona póstum um leið. Ég er vön að leggja metnað minn í það en hef ekki komist í það. Mun gera það á endanum. Þótt ég sjái ekki fyrir mér eitthvað samstarf alveg á næstunni þá veit maður aldrei.“ Þetta sé þó til marks um umfangið, hve margir á Íslandi viti ekki uppruna sinn. Ekki síst þeir sem komu undir á ástandsárunum. „Hvað eru þetta mörg ár sem ég hef verið að gera þessa þætti? Fjögur ár líklega. Ég fer aldrei á mannamót eða í stórar veislur nema einhver komi til mín og tali um svona mál. Ekki endilega þeir sjálfir heldur einhver þeim nákominn. Stundum fæ ég á tilfinninguna að það sé undantekning ef fólk er með þessi mál á hreinu.“ Þau Kolbeinn Tumi og Sigrún Ósk ræddu jafnframt skömmina sem fylgdi því að eignast börn með breskum og bandarískum hermönnum. Móðir Guðmundar Kort vildi þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir frekar fara með upplýsingar um föður Guðmundar í gröfina en að deila þeim með honum.Í þættinum Á bak við tjöldin á Vísi er kafað dýpra í áhugaverða þætti og kvikmyndir. Næstu þættir munu fjalla um hin málin sem tekin eru fyrir í þáttaröð Leitarinnar að upprunanum sem nú er í sýningu. Kafað dýpra Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30 Sigrún er stolt að eiga hlutdeild í því að fólk finni uppruna sinn Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi Leitin að upprunanum, hefur hjálpað mörgum að leita að uppruna sínum víða um heim. 21. september 2019 16:10 Móðir Guðmundar brenndi dagbækurnar en hann gafst ekki upp Guðmundur Kort fæddist í júlí árið 1950 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann var kominn á þrítugsaldur þegar hann heyrði óljósar sögur af því að mögulega væri hann rangfeðraður. 23. september 2019 11:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, dagskrárgerðarkona á Stöð 2, segist miður sín að hafa ekki náð að svara holskeflu tölvupósta sem hafi ratað til hennar eftir sýningu þáttanna Leitin að upprunanum. Þetta kom fram í þættinum Á bak við tjöldin, sem hefur göngu sína í dag á Vísi. Þriðja þáttaröð Leitarinnar að upprunanum er hafin og hafa áhorfendur Stöðvar 2 fengið að heyra sögu Guðmundar Kort sem uppgötvaði á þrítugsaldri að pabbi hans væri ekki pabbi hans. Líklegt væri að faðir hans væri bandarískur af ítölskum uppruna. Fjallað hefur verið ítarlega um þáttinn hér á Vísi enda sagan ansi hreint mögnuð. Í ljós kom að faðir Guðmundar var bandarískur hermaður af ítölskum uppruna. Hann hafði þó ekki komið hingað starfs síns vegna heldur í leit að ævintýrum. Greinilegt er að fjölmargir tengja við sögu Guðmundar Kort sem endaði svona líka vel. Hann á í dag fjölskyldu beggja vegna Atlantshafsins og unir hag sínum vel.Klippa: Á bak við tjöldin - Leitin að upprunanum #1Nær ekki að leysa fimmtíu ráðgátur fyrir jól „Strax eftir fyrsta þáttinn, og ennþá meira eftir seinni þáttinn, byrjaði ég að fá pósta. Ég er búin að tapa tölunni en ef ég ætti að slá á töluna þá er ég líklega búin að fá um fimmtíu tölvupósta frá fólki sem er að spyrja hvort ég eigi möguleika á að hjálpa því. Sem er þá annaðhvort í sömu eða mjög svipuðum sporum.“ Allir séu að leita að föður eða móður einhvers staðar í útlöndum og með takmarkaðar upplýsingar. Stór hluti eiga líklega uppruna að rekja til bandarískra eða breskra hermanna. „Mér þykir það mjög leiðinlegt en mér hefur ekki unnist tími til að svara svo mikið sem einum þeirra, því ég sit hér fram á kvöld að klippa næstu þætti. Er alveg á kafi í þessari þáttaröð og svo er eiginlega ekki búið að ákveða hvert framhaldið verður - nema ég ætla að taka góða pásu. Ég get því miður takmarkað hjálpað þessum hópi,“ segir Sigrún. Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, stýrði þættinum og spurði, líklega í gríni, hvort það næðist ekki að finna þess fimmtíu feður fyrir jól? „Nei, ég næ því ekki fyrir jól,“ svarar Sigrún Ósk og hlær. Aldrei á mannamót án þess að heyra upprunasögu „Mér finnst gott að fá tækifæri til að tala um þetta hér því mér finnst leiðinlegt að svara ekki svona póstum um leið. Ég er vön að leggja metnað minn í það en hef ekki komist í það. Mun gera það á endanum. Þótt ég sjái ekki fyrir mér eitthvað samstarf alveg á næstunni þá veit maður aldrei.“ Þetta sé þó til marks um umfangið, hve margir á Íslandi viti ekki uppruna sinn. Ekki síst þeir sem komu undir á ástandsárunum. „Hvað eru þetta mörg ár sem ég hef verið að gera þessa þætti? Fjögur ár líklega. Ég fer aldrei á mannamót eða í stórar veislur nema einhver komi til mín og tali um svona mál. Ekki endilega þeir sjálfir heldur einhver þeim nákominn. Stundum fæ ég á tilfinninguna að það sé undantekning ef fólk er með þessi mál á hreinu.“ Þau Kolbeinn Tumi og Sigrún Ósk ræddu jafnframt skömmina sem fylgdi því að eignast börn með breskum og bandarískum hermönnum. Móðir Guðmundar Kort vildi þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir frekar fara með upplýsingar um föður Guðmundar í gröfina en að deila þeim með honum.Í þættinum Á bak við tjöldin á Vísi er kafað dýpra í áhugaverða þætti og kvikmyndir. Næstu þættir munu fjalla um hin málin sem tekin eru fyrir í þáttaröð Leitarinnar að upprunanum sem nú er í sýningu.
Kafað dýpra Leitin að upprunanum Tengdar fréttir Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30 Sigrún er stolt að eiga hlutdeild í því að fólk finni uppruna sinn Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi Leitin að upprunanum, hefur hjálpað mörgum að leita að uppruna sínum víða um heim. 21. september 2019 16:10 Móðir Guðmundar brenndi dagbækurnar en hann gafst ekki upp Guðmundur Kort fæddist í júlí árið 1950 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann var kominn á þrítugsaldur þegar hann heyrði óljósar sögur af því að mögulega væri hann rangfeðraður. 23. september 2019 11:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Ferð Guðmundar Kort til New York reyndist tárvot Guðmundur Kort ferðaðist til Bandaríkjanna og fann loks það sem hann hafði leitað að í 43 ár. 30. september 2019 10:30
Sigrún er stolt að eiga hlutdeild í því að fólk finni uppruna sinn Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi Leitin að upprunanum, hefur hjálpað mörgum að leita að uppruna sínum víða um heim. 21. september 2019 16:10
Móðir Guðmundar brenndi dagbækurnar en hann gafst ekki upp Guðmundur Kort fæddist í júlí árið 1950 og ólst upp í Hafnarfirði. Hann var kominn á þrítugsaldur þegar hann heyrði óljósar sögur af því að mögulega væri hann rangfeðraður. 23. september 2019 11:30