FA segir bann líklegt til að laða fólk að svarta markaðnum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2019 14:28 Félagið tekur undir ummæli Ölmu Möller, landlæknis, að niðurstaða könnunar sem sýni að fimmtán prósent tíundubekkinga noti rafrettur, sé áhyggjuefni. Vísir/Getty Félag atvinnurekenda segir nærtækara að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum um rafrettur hér á landi, frekar en að herða þær. Þær séu strangar fyrir og félagið bendir á að þau alvarlegu tilvik um lungnasjúkdóma sem komið hafa upp í Bandaríkjunum megi að mestu rekja til notkunar ólöglegra rafrettuvökva sem keyptir voru á svörtum markaði. Félagið hefur sent bréf til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna málsins. „Lögin um rafrettur kveða meðal annars á um eftirlit stjórnvalda með rafrettum og vökvum til að tryggja öryggi neytenda og bann við sölu til barna og unglinga,“ segir í yfirlýsingu á vef félagsins.Þar segir einnig að ekkert af þessu eftirliti hafi farið fram þegar einstaklingar kaupa rafrettuvökva á svörtum markaði. „Því væri réttast af yfirvöldum að brýna fyrir fólki að eiga einungis í viðskiptum við rafrettuverslanir sem eru eftirlitsskyldar og fara eftir gildandi lögum og reglum. Félagsmenn FA leggja ríka áherslu á að selja eingöngu vörur sem uppfylla CE-staðla og skilyrði laga og reglna.“ Félagið tekur undir ummæli Ölmu Möller, landlæknis, að niðurstaða könnunar sem sýni að fimmtán prósent tíundubekkinga noti rafrettur, sé áhyggjuefni. Alma hefur lagt til við ráðherra að eftirlit með núverandi löggjöf verði hert, að bragðbættir rafrettuvökvar verði bannaðir og að merkingar á rafrettum verði bættar. FA bendir þó á að í lögum um rafrettur sé bannað að hafa texta eða myndmál sem höfði til barna og ungmenn á rafrettum og auglýsingar á vörum séu bannaðar. „Að mati landlæknis er réttast að banna veipvökva með einkennandi bragðefnum. Slíkt hefur þó ekkert með heilsuvernd að gera og kemur heldur ekki í veg fyrir að einstaklingar verði sér úti um slíka vökva. Ef bragðbættir veipvökvar verða bannaðir er hætt við því að einstaklingar, þar með talin börn og unglingar, nálgist með ólögmætum hætti slíka vökva, sem falla þá ekki undir opinbert eftirlit. Bragðbættir vökvar sem búið er að smygla inn til landsins lúta ekki lögum um rafrettur og munu þ.a.l. lagalegar takmarkanir ekki koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar afhendi börnum og ungmennum bragðbætta vökva. Afleiðingarnar gætu orðið þveröfugar við það sem ætlunin er.“ Rafrettur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Félag atvinnurekenda segir nærtækara að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum um rafrettur hér á landi, frekar en að herða þær. Þær séu strangar fyrir og félagið bendir á að þau alvarlegu tilvik um lungnasjúkdóma sem komið hafa upp í Bandaríkjunum megi að mestu rekja til notkunar ólöglegra rafrettuvökva sem keyptir voru á svörtum markaði. Félagið hefur sent bréf til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna málsins. „Lögin um rafrettur kveða meðal annars á um eftirlit stjórnvalda með rafrettum og vökvum til að tryggja öryggi neytenda og bann við sölu til barna og unglinga,“ segir í yfirlýsingu á vef félagsins.Þar segir einnig að ekkert af þessu eftirliti hafi farið fram þegar einstaklingar kaupa rafrettuvökva á svörtum markaði. „Því væri réttast af yfirvöldum að brýna fyrir fólki að eiga einungis í viðskiptum við rafrettuverslanir sem eru eftirlitsskyldar og fara eftir gildandi lögum og reglum. Félagsmenn FA leggja ríka áherslu á að selja eingöngu vörur sem uppfylla CE-staðla og skilyrði laga og reglna.“ Félagið tekur undir ummæli Ölmu Möller, landlæknis, að niðurstaða könnunar sem sýni að fimmtán prósent tíundubekkinga noti rafrettur, sé áhyggjuefni. Alma hefur lagt til við ráðherra að eftirlit með núverandi löggjöf verði hert, að bragðbættir rafrettuvökvar verði bannaðir og að merkingar á rafrettum verði bættar. FA bendir þó á að í lögum um rafrettur sé bannað að hafa texta eða myndmál sem höfði til barna og ungmenn á rafrettum og auglýsingar á vörum séu bannaðar. „Að mati landlæknis er réttast að banna veipvökva með einkennandi bragðefnum. Slíkt hefur þó ekkert með heilsuvernd að gera og kemur heldur ekki í veg fyrir að einstaklingar verði sér úti um slíka vökva. Ef bragðbættir veipvökvar verða bannaðir er hætt við því að einstaklingar, þar með talin börn og unglingar, nálgist með ólögmætum hætti slíka vökva, sem falla þá ekki undir opinbert eftirlit. Bragðbættir vökvar sem búið er að smygla inn til landsins lúta ekki lögum um rafrettur og munu þ.a.l. lagalegar takmarkanir ekki koma í veg fyrir að óprúttnir aðilar afhendi börnum og ungmennum bragðbætta vökva. Afleiðingarnar gætu orðið þveröfugar við það sem ætlunin er.“
Rafrettur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira