Lífið

Fjárfesti í lítilli lóð en byggði stórt einbýlishús á rándýrum stað í Toronto

Stefán Árni Pálsson skrifar
Cyril Borovsky var heldur betur með lausnir á öllu.
Cyril Borovsky var heldur betur með lausnir á öllu.
Lóðaverð í Toronto í Kanada er mjög hátt og getur það reynst fólki um of að byggja einbýlishús á góðum stað.

Cyril Borovsky fjárfesti á sínum tíma í landi þar sem hann hafði aðeins fjögurra metra breitt svæði til að reisa hús.

Hann ákvað því að byggja hús á litlum bletti en samt sem áður fjögurra hæða og er útkoman smekkleg og skemmtileg.

YouTube-notandinn Kirsten Dirksen, sem sérhæfir sig í fasteignum, fjallar um eignina á síðu sinni.

Borovsky varð að byggja húsið á sama stað og lítill skúr hafði staðið áður. Hann fer vel yfir allt byggingarferlið í myndbandinu hér að neðan.

Til að mynda kom hann fyrir bílastæði undir húsinu með lygilegri aðferð, sem var í raun nauðsynleg út af byggingareglugerðinni í Toronto.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.