Hyundai setur upp flugbíladeild Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. október 2019 14:00 Hyundai Kona, skyldi hann vera væntanlegur í flugútgáfu? Huyndai, bílaframleiðandi sem hingað til hefur einbeitt sér að götubílum hefur sett upp flugbíladeild. Markmiðið er að draga úr umferðahnútum og koma á flugsamgöngum innan þéttbýlis. Fyrrum rannsóknarstjóri hjá NASA (Geimferðastofnun Bandaríkjanna), Dr. Jaiwon Shin hefur verið ráðinn yfirmaður flugbíladeildar Hyundai. „Eftir að hafa unnið með nýjustu tækni í flugrannsóknum og þróun hjá NASA í 30 ár, er ég mjög spenntur og auðmjúkur vegna þess tækifærist sem ég hef fengið til að skapa flugflutninga hjá Hyundai Motor Group,“ sagði Dr. Shin í tilkynningu um ráðningu hans. „Nýja teymið mun þróa kjarna þeirrar tækni sem mun setja Hyundai í bílstjórasætið í flugsamgöngum innan þéttbýlis, markaður sem mun vaxa upp í að verða virði 1,5 trilljarðs dollara á næstu 20 árum,“ að sögn Dr. Shin. Hyundai er fyrsti bílaframleiðandinn til að vera með sérstaka flugbíladeild innanhúss. Aðrir framleiðendur hafa þó fiktað við hugmyndina um fljúgandi bíla. Toyota hefur til að mynda sett sér markmið um að kveikja á Ólympíukyndlinum á næsta ári með einstakling í fljúgandi farartæki. Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó, Japan á næsta ári. Bílar Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent
Huyndai, bílaframleiðandi sem hingað til hefur einbeitt sér að götubílum hefur sett upp flugbíladeild. Markmiðið er að draga úr umferðahnútum og koma á flugsamgöngum innan þéttbýlis. Fyrrum rannsóknarstjóri hjá NASA (Geimferðastofnun Bandaríkjanna), Dr. Jaiwon Shin hefur verið ráðinn yfirmaður flugbíladeildar Hyundai. „Eftir að hafa unnið með nýjustu tækni í flugrannsóknum og þróun hjá NASA í 30 ár, er ég mjög spenntur og auðmjúkur vegna þess tækifærist sem ég hef fengið til að skapa flugflutninga hjá Hyundai Motor Group,“ sagði Dr. Shin í tilkynningu um ráðningu hans. „Nýja teymið mun þróa kjarna þeirrar tækni sem mun setja Hyundai í bílstjórasætið í flugsamgöngum innan þéttbýlis, markaður sem mun vaxa upp í að verða virði 1,5 trilljarðs dollara á næstu 20 árum,“ að sögn Dr. Shin. Hyundai er fyrsti bílaframleiðandinn til að vera með sérstaka flugbíladeild innanhúss. Aðrir framleiðendur hafa þó fiktað við hugmyndina um fljúgandi bíla. Toyota hefur til að mynda sett sér markmið um að kveikja á Ólympíukyndlinum á næsta ári með einstakling í fljúgandi farartæki. Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó, Japan á næsta ári.
Bílar Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent