Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. október 2019 06:00 Björn Bjarnason fór fyrir starfshópnum. Fréttablaðið/Vilhelm Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. Hann væri til verulegs gagns og ávinnings fyrir þá sem innan ramma hans starfa. Án EES -samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. „Við töluðum við 147 manns við gerð þessarar skýrslu og aðeins tveir lýstu andstöðu við samninginn, annars vegar fulltrúi samtakanna Frjálst land og hins vegar fulltrúi Nei til EU í Noregi,“ segir Björn. Auk Björns sátu lögfræðingarnir Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Hallsdóttir í starfshópnum og tók skýrslugerðin eitt ár. „Okkar niðurstaða er sú að það hafi verið gæfuspor að gera EES-samninginn á þeim tíma sem hann var gerður,“ segir Björn. „Reynslan sýnir að enginn gætir okkar hagsmuna nema við sjálf.“ Í skýrslunni eru lagðir fram 15 punktar til úrbóta. Þar er til dæmis tekin fram hin stjórnskipulega óvissa um samninginn, það er að vafi leiki á um hvort stjórnarskráin heimili fulla aðild Íslands að EES-samstarfinu. Þetta verði lagað með því að breyta stjórnarskránni eða viðurkenna að samningurinn hafi öðlast stjórnlagasess rétt eins og aðrar óskráðar reglur. Einnig er lagt til að komið verði á fót stjórnstöð EES-mála innan stjórnsýslunnar, með starfsliði, sem fylgist með bæði á mótunar- og framkvæmdastigi. Björn segist ekki leggja mat á það hverju sé brýnast að bæta úr á þessu stigi. „Það má heldur ekki skoða þetta út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Samningurinn snertir alla þætti þjóðlífsins og ekki síður einstaklinga en fyrirtæki.“ Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Tengdar fréttir Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. Hann væri til verulegs gagns og ávinnings fyrir þá sem innan ramma hans starfa. Án EES -samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. „Við töluðum við 147 manns við gerð þessarar skýrslu og aðeins tveir lýstu andstöðu við samninginn, annars vegar fulltrúi samtakanna Frjálst land og hins vegar fulltrúi Nei til EU í Noregi,“ segir Björn. Auk Björns sátu lögfræðingarnir Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Hallsdóttir í starfshópnum og tók skýrslugerðin eitt ár. „Okkar niðurstaða er sú að það hafi verið gæfuspor að gera EES-samninginn á þeim tíma sem hann var gerður,“ segir Björn. „Reynslan sýnir að enginn gætir okkar hagsmuna nema við sjálf.“ Í skýrslunni eru lagðir fram 15 punktar til úrbóta. Þar er til dæmis tekin fram hin stjórnskipulega óvissa um samninginn, það er að vafi leiki á um hvort stjórnarskráin heimili fulla aðild Íslands að EES-samstarfinu. Þetta verði lagað með því að breyta stjórnarskránni eða viðurkenna að samningurinn hafi öðlast stjórnlagasess rétt eins og aðrar óskráðar reglur. Einnig er lagt til að komið verði á fót stjórnstöð EES-mála innan stjórnsýslunnar, með starfsliði, sem fylgist með bæði á mótunar- og framkvæmdastigi. Björn segist ekki leggja mat á það hverju sé brýnast að bæta úr á þessu stigi. „Það má heldur ekki skoða þetta út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Samningurinn snertir alla þætti þjóðlífsins og ekki síður einstaklinga en fyrirtæki.“
Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Tengdar fréttir Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15