Japanski framleiðandinn hefur sagt að IMk sé hugmyndabíll sem byggi á „nýrri stefnu í hönnunartungutaki Nissan“ og blási lífi í snjallbíla Nissan. IMk á að vera útbúinn allri nýjustu tækni til sjálfsaksturs og tenginga við aðra bíla.
Bíllinn er eins og myndin gefur til kynna fremur kassalaga. Honum er ætlað að mæta þörfum borgarbúa um litla og þægilega borgarbíla, fyrst í Japan og svo um allan heim.
Smella þarf á CC til að texta myndbandið.
IMk er styttri og grennri en Nissan Micra en þó hærri. Innra rými í IMk á að fanga „stemminguna á kaffihúsi eða biðstofu,“ svo notuð séu orð framleiðandans.