Lítur athugasemdir umboðsmanns alvarlegum augum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 12:59 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Mennta- og menningarmálaráðuneytið uppfyllti ekki yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverk sitt með fullnægjandi hætti í þremur málum sem umboðsmaður Alþingis hefur nýlega úrskurðað í. Þá hafa ítrekað orðið tafir á að ráðuneytið svari fyrirspurnum umboðsmanns. Mennta- og menningarmálaráðherra lítur athugasemdirnar alvarlegum augum.Úrskurðirnir þrír voru birtir á vef umboðsmanns í gær. Í einum úrskurðanna kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi ekki farið að lögum þegar kona sem gegndi stöðu prófessors við skólann var áminnt og samið um flutning hennar í starfi.Sjá einnig: Landbúnaðarháskólinn mátti ekki áminna prófessor og flytja hann á HólaAnnað málanna varðar kvörtun móður sem óskaði eftir úrlausn ráðuneytis á athugasemdum við stjórnsýslu grunnskóla sem vörðuðu skólagöngu barna hennar. Þriðja málið varðaði kvörtun yfir afgreiðslu ráðuneytisins á erindi manns sem hafði lýst því að hann væri ósáttur við ákveðin atriði við framkvæmd sveinsprófs í tiltekinni iðngrein. Í öllum tilfellunum kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem á því hvíla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist taka athugasemdir umboðsmanns alvarlega.Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.Fréttablaðið/GVA„Hér í ráðuneytinu erum við í almannaþjónustu og okkur ber að tryggja að öll mál fái rétta stjórnsýslulega meðferð og hér rækir fólk sínar skyldur af alúð. Réttur farvegur fyrir einstök mál er ekki endilega alltaf augljós og þess vegna erum við hér í ráðuneytinu þakklát umboðsmanni Alþingis fyrir þær leiðbeiningar sem okkur berast,“ segir Lilja. Um mitt árið 2018 upplýsti umboðsmaður Lilju um að ítrekað hefðu orðið tafir á að ráðuneytið svaraði fyrirspurnum hans. Þá hafi umboðsmanni einnig borist kvartanir og ábendingar um tafir á meðferð mála og ófullnægjandi svör frá ráðuneyti. Lilja segir að þegar hafi verið brugðist við. „Á tímabili var það mannekla og við höfum bætt það og þess vegna veit ég líka að við erum að sjá árangur vegna þessa og þetta eru eldri mál mörg sem hafa verið að koma hérna inn. En ég veit það líka að við höfum verið að ná árangri á síðustu mánuðum,“ segir Lilja. „En ég vil líka að við gerum enn betur og þess vegna erum við einmitt að, höfum við verið að ráðast í ákveðnar skipulagsbreytingar.“ Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðuneytið uppfyllti ekki yfirstjórnunar- og eftirlitshlutverk sitt með fullnægjandi hætti í þremur málum sem umboðsmaður Alþingis hefur nýlega úrskurðað í. Þá hafa ítrekað orðið tafir á að ráðuneytið svari fyrirspurnum umboðsmanns. Mennta- og menningarmálaráðherra lítur athugasemdirnar alvarlegum augum.Úrskurðirnir þrír voru birtir á vef umboðsmanns í gær. Í einum úrskurðanna kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Landbúnaðarháskóli Íslands hafi ekki farið að lögum þegar kona sem gegndi stöðu prófessors við skólann var áminnt og samið um flutning hennar í starfi.Sjá einnig: Landbúnaðarháskólinn mátti ekki áminna prófessor og flytja hann á HólaAnnað málanna varðar kvörtun móður sem óskaði eftir úrlausn ráðuneytis á athugasemdum við stjórnsýslu grunnskóla sem vörðuðu skólagöngu barna hennar. Þriðja málið varðaði kvörtun yfir afgreiðslu ráðuneytisins á erindi manns sem hafði lýst því að hann væri ósáttur við ákveðin atriði við framkvæmd sveinsprófs í tiltekinni iðngrein. Í öllum tilfellunum kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við þær skyldur sem á því hvíla. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segist taka athugasemdir umboðsmanns alvarlega.Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.Fréttablaðið/GVA„Hér í ráðuneytinu erum við í almannaþjónustu og okkur ber að tryggja að öll mál fái rétta stjórnsýslulega meðferð og hér rækir fólk sínar skyldur af alúð. Réttur farvegur fyrir einstök mál er ekki endilega alltaf augljós og þess vegna erum við hér í ráðuneytinu þakklát umboðsmanni Alþingis fyrir þær leiðbeiningar sem okkur berast,“ segir Lilja. Um mitt árið 2018 upplýsti umboðsmaður Lilju um að ítrekað hefðu orðið tafir á að ráðuneytið svaraði fyrirspurnum hans. Þá hafi umboðsmanni einnig borist kvartanir og ábendingar um tafir á meðferð mála og ófullnægjandi svör frá ráðuneyti. Lilja segir að þegar hafi verið brugðist við. „Á tímabili var það mannekla og við höfum bætt það og þess vegna veit ég líka að við erum að sjá árangur vegna þessa og þetta eru eldri mál mörg sem hafa verið að koma hérna inn. En ég veit það líka að við höfum verið að ná árangri á síðustu mánuðum,“ segir Lilja. „En ég vil líka að við gerum enn betur og þess vegna erum við einmitt að, höfum við verið að ráðast í ákveðnar skipulagsbreytingar.“
Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira