Óvíst hvenær Björn snýr aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 09:00 Björn lætur rigna í leik með KR á síðustu leiktíð Vísir/Bára Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Björn hefur ekki enn leikið fyrir KR á þessari leiktíð og þó það hafi ekki enn haft áhrif á KR þar sem liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa þá er ljóst að þegar líða fer á tímabilið þarf liðið á öllum sínum leikmönnum að halda til að landa þeim sjöunda í röð. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon eru ekkert að yngjast og það var einmitt þá sem Björn steig upp á síðustu leiktíð en hann spilaði stóran þátt í því að KR landaði sínum sjötta Íslandsmeistaratitli í röð síðasta vor. Hann átti stórleik gegn Þór Þorlákshöfn þegar liðið var með bakið upp við vegg. Þá gerði hann 14 stig þegar KR knúði fram hreinan úrslitaleik við ÍR um Íslandsmeistaratitilinn, sem KR vann svo örugglega á endanum. Bjössi Kristjáns er algert villidýr af boltascreenum og ískaldur þegar hann grípur og skýtur fyrir utan línu. Alger lykilmaður í þessari seríu #dominosdeildin — Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) May 2, 2019 Björn glímir við meiðsli á mjöðm sem eru orðin það slæm að þau halda honum frá keppni. Læknar telja að það sé mjaðmakúlan sem valdi sársaukanum. „Þetta kom fyrst upp þegar ég var í Njarðvík,“ sagði Björn í viðtali við íþróttadeild Vísis. „Ég er búinn að vera glíma við þetta síðustu tvö ár í KR. Þegar ég hitna þá minnkar sársaukinn og ég hef alltaf geta spilað þó svo að sársaukinn sé það mikill á kvöldin að ég eigi oft erfitt með svefn,“ sagði Björn ennfremur. Hann fór í sprautu til að vinna bug á meiðslunum og telur sig verða betri með hverjum deginum sem líður. „Hún virðist vera hafa tilætluð áhrif og ég er að koma mér almennilega í gang, vonandi eru bara nokkrar vikur í viðbót þangað til ég kemst aftur út á gólf,“ sagði Björn að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 80-99 | Öruggt hjá meisturunum eftir brösuga byrjun í Grafarvogi KR vann öflugan 19 stiga sigur á nýliðum Fjölnis í 3. umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn var þó ekki jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. Viðtöl væntanleg. 17. október 2019 21:15 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira
Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Björn hefur ekki enn leikið fyrir KR á þessari leiktíð og þó það hafi ekki enn haft áhrif á KR þar sem liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa þá er ljóst að þegar líða fer á tímabilið þarf liðið á öllum sínum leikmönnum að halda til að landa þeim sjöunda í röð. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon eru ekkert að yngjast og það var einmitt þá sem Björn steig upp á síðustu leiktíð en hann spilaði stóran þátt í því að KR landaði sínum sjötta Íslandsmeistaratitli í röð síðasta vor. Hann átti stórleik gegn Þór Þorlákshöfn þegar liðið var með bakið upp við vegg. Þá gerði hann 14 stig þegar KR knúði fram hreinan úrslitaleik við ÍR um Íslandsmeistaratitilinn, sem KR vann svo örugglega á endanum. Bjössi Kristjáns er algert villidýr af boltascreenum og ískaldur þegar hann grípur og skýtur fyrir utan línu. Alger lykilmaður í þessari seríu #dominosdeildin — Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) May 2, 2019 Björn glímir við meiðsli á mjöðm sem eru orðin það slæm að þau halda honum frá keppni. Læknar telja að það sé mjaðmakúlan sem valdi sársaukanum. „Þetta kom fyrst upp þegar ég var í Njarðvík,“ sagði Björn í viðtali við íþróttadeild Vísis. „Ég er búinn að vera glíma við þetta síðustu tvö ár í KR. Þegar ég hitna þá minnkar sársaukinn og ég hef alltaf geta spilað þó svo að sársaukinn sé það mikill á kvöldin að ég eigi oft erfitt með svefn,“ sagði Björn ennfremur. Hann fór í sprautu til að vinna bug á meiðslunum og telur sig verða betri með hverjum deginum sem líður. „Hún virðist vera hafa tilætluð áhrif og ég er að koma mér almennilega í gang, vonandi eru bara nokkrar vikur í viðbót þangað til ég kemst aftur út á gólf,“ sagði Björn að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 80-99 | Öruggt hjá meisturunum eftir brösuga byrjun í Grafarvogi KR vann öflugan 19 stiga sigur á nýliðum Fjölnis í 3. umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn var þó ekki jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. Viðtöl væntanleg. 17. október 2019 21:15 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 80-99 | Öruggt hjá meisturunum eftir brösuga byrjun í Grafarvogi KR vann öflugan 19 stiga sigur á nýliðum Fjölnis í 3. umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn var þó ekki jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. Viðtöl væntanleg. 17. október 2019 21:15