Á annan tug skotvopna stolið hér á landi á hverju ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. október 2019 20:30 Lögreglufulltrúi segir að á annan tug skotvopna sé stolið á hverju ári á Íslandi. Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. Innflutningur skotvopna hefur aukist og er nálægt því sem var fyrir hrun. Á þriðja þúsund skotvopna eru nú flutt inn til landsins. Löglega innfluttum skotvopnum hefur fjölgað nokkuð frá því sem var strax eftir hrun. Árið 2010 voru rúmlega tvö þúsund skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2014 voru þau 1.315 og í fyrra nam fjöldinn 2.523 skotvopnum. Um mitt þetta ár var búið að flytja inn til landsins inntæplega 1.400 skotvopn. Heildar fjöldinn af skotvopnum á Íslandi, um mitt þetta ár, nemur því sextíu og átta þúsund sjö hundruð þrjátíu og fjórum skotvopnum. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mikla aðsókn í skotvopnaleyfi og merkir aukinn áhuga á byssuíþróttum og veiði.Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,Skjáskot/Stöð 2„Ætli það sé ekki um 40.000 haglabyssur á móti 30.000 rifflum. Skammbyssur eru ef ég man rétt, tvö til þrjú þúsund. Það byrjaði að fjölga í byssuinnflutningi 2017. Þá fór hann að komast á par við það sem var áður.“ Jónas segir að skýrar reglur séu um geymslu og meðferð skotvopna í vopnalögum. Lögin voru sett á árið 1998 og telur hann að kominn sé tími á endurskoðun. Til eru dæmi þar sem geymsla sé ekki reglum samkvæm og það sem af er ári hefur lögregla fengið tilkynningu um þjófnað á 17 skotvopnum og skotfærum.Skjáskot/Stöð2„Það er þó stolið 10 til 20 byssum, að meðaltali, á hverju ári. Virðist vera að fólk misskilji reglur sem segja að byssa eitt, tvö og þrjú þurfi að vera í læstri geymslu. En það er alveg skýrt í vopalögum að svo skal vera.“ Á þriðja ársfjórðungi þessa árs hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt hald á 37 skotvopn. Þess ber þó að geta skotvopn geta verið haldlögð til að mynda úr dánarbúi. Það er ef erfingar hafi ekki leyfi til byssueignar. Það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 76 skotvopn. Í fyrra voru þau í heildina 99. Lögreglan Tengdar fréttir Hvellir heyrðust skömmu eftir að tilkynning barst um mann með skotvopn Leit lögreglu skilaði engum árangri. 19. ágúst 2019 10:12 Handtóku tvo eftir skothvelli í Breiðholti Tveir menn voru handteknir í Breiðholti á mánudag og hald lagt á skotvopn og lítilræði af fíkniefnum. 3. júlí 2019 07:00 Tveir handteknir í aðgerð sem sérsveitin tók þátt í Tilkynnt hafði verið um skotvopn í húsi í austurborginni. Vopnin reyndust eftirlíkingar. 4. október 2019 17:33 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Lögreglufulltrúi segir að á annan tug skotvopna sé stolið á hverju ári á Íslandi. Dæmi eru um að ekki sé farið eftir regluverki um geymslu og meðhöndlun, sem sé skýrt í lögum. Innflutningur skotvopna hefur aukist og er nálægt því sem var fyrir hrun. Á þriðja þúsund skotvopna eru nú flutt inn til landsins. Löglega innfluttum skotvopnum hefur fjölgað nokkuð frá því sem var strax eftir hrun. Árið 2010 voru rúmlega tvö þúsund skotvopn flutt inn til landsins. Árið 2014 voru þau 1.315 og í fyrra nam fjöldinn 2.523 skotvopnum. Um mitt þetta ár var búið að flytja inn til landsins inntæplega 1.400 skotvopn. Heildar fjöldinn af skotvopnum á Íslandi, um mitt þetta ár, nemur því sextíu og átta þúsund sjö hundruð þrjátíu og fjórum skotvopnum. Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mikla aðsókn í skotvopnaleyfi og merkir aukinn áhuga á byssuíþróttum og veiði.Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,Skjáskot/Stöð 2„Ætli það sé ekki um 40.000 haglabyssur á móti 30.000 rifflum. Skammbyssur eru ef ég man rétt, tvö til þrjú þúsund. Það byrjaði að fjölga í byssuinnflutningi 2017. Þá fór hann að komast á par við það sem var áður.“ Jónas segir að skýrar reglur séu um geymslu og meðferð skotvopna í vopnalögum. Lögin voru sett á árið 1998 og telur hann að kominn sé tími á endurskoðun. Til eru dæmi þar sem geymsla sé ekki reglum samkvæm og það sem af er ári hefur lögregla fengið tilkynningu um þjófnað á 17 skotvopnum og skotfærum.Skjáskot/Stöð2„Það er þó stolið 10 til 20 byssum, að meðaltali, á hverju ári. Virðist vera að fólk misskilji reglur sem segja að byssa eitt, tvö og þrjú þurfi að vera í læstri geymslu. En það er alveg skýrt í vopalögum að svo skal vera.“ Á þriðja ársfjórðungi þessa árs hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt hald á 37 skotvopn. Þess ber þó að geta skotvopn geta verið haldlögð til að mynda úr dánarbúi. Það er ef erfingar hafi ekki leyfi til byssueignar. Það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á 76 skotvopn. Í fyrra voru þau í heildina 99.
Lögreglan Tengdar fréttir Hvellir heyrðust skömmu eftir að tilkynning barst um mann með skotvopn Leit lögreglu skilaði engum árangri. 19. ágúst 2019 10:12 Handtóku tvo eftir skothvelli í Breiðholti Tveir menn voru handteknir í Breiðholti á mánudag og hald lagt á skotvopn og lítilræði af fíkniefnum. 3. júlí 2019 07:00 Tveir handteknir í aðgerð sem sérsveitin tók þátt í Tilkynnt hafði verið um skotvopn í húsi í austurborginni. Vopnin reyndust eftirlíkingar. 4. október 2019 17:33 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Hvellir heyrðust skömmu eftir að tilkynning barst um mann með skotvopn Leit lögreglu skilaði engum árangri. 19. ágúst 2019 10:12
Handtóku tvo eftir skothvelli í Breiðholti Tveir menn voru handteknir í Breiðholti á mánudag og hald lagt á skotvopn og lítilræði af fíkniefnum. 3. júlí 2019 07:00
Tveir handteknir í aðgerð sem sérsveitin tók þátt í Tilkynnt hafði verið um skotvopn í húsi í austurborginni. Vopnin reyndust eftirlíkingar. 4. október 2019 17:33