Hnéskelin fór úr lið hjá besta leikmanni NFL í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2019 10:00 Patrick Mahomes liggur þjáður á vellinum í nótt. AP/David Zalubowski Patrick Mahomes og lið hans Kansas City Chiefs urðu fyrir miklu áfalli í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í ameríska fótboltanum í nótt. Kansas City Chiefs vann reyndar leik sinn á móti Denver Broncos 30-6, þökk sé frábærum varnarleik, en sóknarleikurinn varð aldrei sá sami eftir að besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð, Patrick Mahomes, meiddist illa á hné í fyrsta leikhluta. Patrick Mahomes lá í nokkrar mínútur á vellinum áður en honum var hjálpað af velli. Í ljós kom að hnéskelin hans hafði farið úr lið. Læknalið Chiefs kippti hnéskelinni aftur í lið á vellinum. Mahomes er ekki brotinn en það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hvort að liðbönd hafi skaddast.Players and personalities around the NFL expressed their best wishes to the Kansas City Chiefs QB Patrick Mahomes after he left Thursday’s game with a knee injury. pic.twitter.com/L3cPKieF5h — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 18, 2019 Svo gæti farið að Patrick Mahomes sé búinn að spila sinn síðasta leik á þessu tímabili en með hann innanborðs var Kansas City Chiefs eitt sigurstranglegasta liðið í NFL-deildinni í ár. Fari allt á besta veg gæti Patrick Mahomes verið kominn aftur eftir þrjár vikur og hann sjálfur var bjartsýnn eftir leik. „Allt lítur vel út hingað til,“ skrifaði Patrick Mahomes á Twitter-síðu sína eftir leikinn. Patrick Mahomes hafði verið að glíma við ökklameiðsli frá því í fyrsta leik en var engu að síður búinn að gefa fimmtán snertimarkssendingar á leiktíðinni og hafði aðeins hent boltanum einu sinni frá sér. Hinn 35 ára gamli Matt Moore kom inn á fyrir Mahomes og kláraði leikinn. Næsti leikur Kansas City Chiefs er á móti Green Bay Packers eftir níu daga.Awesome team win! Love my brothers! Thank you for all the prayers! Everything looking good so far! #GodisGood#ChiefsKingdom — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) October 18, 2019 NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Patrick Mahomes og lið hans Kansas City Chiefs urðu fyrir miklu áfalli í fimmtudagsleik NFL-deildarinnar í ameríska fótboltanum í nótt. Kansas City Chiefs vann reyndar leik sinn á móti Denver Broncos 30-6, þökk sé frábærum varnarleik, en sóknarleikurinn varð aldrei sá sami eftir að besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð, Patrick Mahomes, meiddist illa á hné í fyrsta leikhluta. Patrick Mahomes lá í nokkrar mínútur á vellinum áður en honum var hjálpað af velli. Í ljós kom að hnéskelin hans hafði farið úr lið. Læknalið Chiefs kippti hnéskelinni aftur í lið á vellinum. Mahomes er ekki brotinn en það kemur ekki í ljós fyrr en í dag hvort að liðbönd hafi skaddast.Players and personalities around the NFL expressed their best wishes to the Kansas City Chiefs QB Patrick Mahomes after he left Thursday’s game with a knee injury. pic.twitter.com/L3cPKieF5h — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) October 18, 2019 Svo gæti farið að Patrick Mahomes sé búinn að spila sinn síðasta leik á þessu tímabili en með hann innanborðs var Kansas City Chiefs eitt sigurstranglegasta liðið í NFL-deildinni í ár. Fari allt á besta veg gæti Patrick Mahomes verið kominn aftur eftir þrjár vikur og hann sjálfur var bjartsýnn eftir leik. „Allt lítur vel út hingað til,“ skrifaði Patrick Mahomes á Twitter-síðu sína eftir leikinn. Patrick Mahomes hafði verið að glíma við ökklameiðsli frá því í fyrsta leik en var engu að síður búinn að gefa fimmtán snertimarkssendingar á leiktíðinni og hafði aðeins hent boltanum einu sinni frá sér. Hinn 35 ára gamli Matt Moore kom inn á fyrir Mahomes og kláraði leikinn. Næsti leikur Kansas City Chiefs er á móti Green Bay Packers eftir níu daga.Awesome team win! Love my brothers! Thank you for all the prayers! Everything looking good so far! #GodisGood#ChiefsKingdom — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) October 18, 2019
NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sport Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Fleiri fréttir Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira