Bikaróði formaðurinn Benedikt Bóas skrifar 17. október 2019 15:45 Kristinn er fluttur aftur að KR-svæðinu eftir nokkur ár í Grafarholti. Fréttablaðið/Ernir „Allir titlarnir eru auðvitað manni kærir. Titillinn 1999 var einstakur á svo margan hátt. Á Eiðistorgi voru mörg þúsund manns að fagna. Stelpurnar vinna tvöfalt og Atli Eðvaldsson í rykfrakkanum á hliðarlínunni. Hann var eftirminnilegur sá titill en þessi nýjasti er einstaklega sætur fyrir margar sakir,“ segir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR. Kristinn ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri á næsta aðalfundi sem fer fram í febrúar. Hann kom inn í stjórn knattspyrnudeildarinnar árið 1999 og varð formaður 2008. Kristinn fagnaði sjö sinnum Íslandsmeistaratitli karlamegin, auk þess að verða sex sinnum bikarmeistari. Fimm sinnum karlamegin og einu sinni kvennamegin. „Ég er bara búinn með minn tíma og ætla nú að njóta þess að vera á leikjum KR. Mæta kannski klukkutíma fyrir leik sem verður töluverð breyting. Ég hef alltaf mætt tímanlega fyrir alla leiki – heimaleiki sérstaklega. Þetta verður án efa skrýtið enda búið að vera stór hluti af lífi mínu í langan tíma. Trúlega veit ég ekkert hvernig ég á að vera – það kemur bara í ljós,“ segir hann léttur.Kristinn Kjærnested og Björn Einarsson, formenn knattspyrnudeilda KR og Víkings, vinna saman. Fréttablaðið/Anton BrinkHann mun sinna formennskunni fram til febrúar og er að klára ýmis mál ásamt félögum sínum. Eftir það mun hann ganga út í sólsetrið. Þegar litið er yfir feril Kristins í stjórn og sem formaður kemur margt áhugavert í ljós. Hann hefur ekki aðeins verið duglegur að lyfta bikurum því á hans vakt fór KR-útvarpið í loftið og lýsti Kristinn flestum leikjum KR fyrsta árið. KR samdi við Sigurvin Ólafsson í beinni útsendingu í Heklusporti og ýmislegt fleira sem önnur lið hafa reynt að apa eftir. „Það er frábært að útvarpið sé enn við lýði. Þangað hafa komið þjálfarar andstæðinganna fyrir leik og það er margt vel gert. Við lýstum öllum leikjum í Evrópukeppninni, þannig gátu okkar stuðningsmenn fengið þá leiki beint í æð því það var oft erfitt að sjá þessa leiki í fyrstu umferð í beinni útsendingu.“ Talandi um Evrópukeppnina þá segir Kristinn það vera gott aukakrydd í tilveruna á stuttu íslensku sumri. Hann hefur farið með liðinu víða um Evrópu og segist eiga margar góðar minningar á þessum 20 árum. „Við unnum Zilina einu sinni sem hafði verið í Meistaradeildinni með Chelsea og Marseille. Við höfum spilað okkar heimaleiki á KR-vellinum en ekki í Laugardalnum sem er ákveðið forskot að mínu mati. Mér er minnisstætt þegar við spiluðum við Basel og Fram átti heimaleik á sama tíma. Helmingur stuðningsmanna Basel birtist í Laugardalnum og kom 20 mínútum of seint í Frostaskjól. Þá vorum við 2-0 yfir.KR vann Pepsi Max deildina með yfirburðum. Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞað er gaman að koma til þessara borga og þessara landa sem maður myndi ekki gera að öllu óbreyttu. Það var gaman að spila við Celtic, sjá van Dijk henda Gary Martin til og frá. Það er alltaf gaman að fara utan og ná í góð úrslit þó við höfum líka farið sneypufarir. Það sem stendur þó upp úr er að sjá hvað þetta þjappar hópnum saman.“ Kristinn hefur haldið með KR frá blautu barnsbeini. Fyrsti leikurinn sem hann fór á var þó ekki með KR heldur viðureign ÍA og Breiðabliks. „Þegar ég var fimm ára bjó ég eitt ár hjá ömmu og afa þegar foreldrar mínir voru að byggja úti á Seltjarnarnesi. Þá fór pabbi með mig á völlinn á viðureign ÍA og Breiðabliks. Ég var svo hrifinn af gulum búningum, hafði nýlega séð Arsenal vinna Manchester United. Siggi frændi minn, sem bjó í kjallaranum hjá ömmu og afa, var ekki sáttur við þetta og keypti handa mér KR-búning. Sagði að ég ætti að halda með KR og Liverpool sem ég og gerði. Ég fylgdi því og þetta er eiginlega honum að kenna – eða þakka öllu heldur.“ Eftir 20 ár og 19 stóra titla er komið að leiðarlokum og segist Kristinn geta litið nokkuð stoltur í baksýnisspegilinn. Hann viðurkennir að hafa stundum hugsað að eitthvað hefði átt að gera svona eða hinsegin. Umtalið um KR hefur alltaf verið mikið og það eru mörg símtölin sem formaðurinn hefur tekið við KR-inga í gegnum tíðina. Það er þó eiginlega bara eitt sem nísti inn að beini á öllum þessum árum. „Ég tók það inn á mig þegar stelpurnar okkar féllu hér um árið. Það var sárt. Maður hefur eiginlega verið viðkvæmastur fyrir umræðunni um stelpurnar – að við séum ekki að gera nóg. Þar erum við að gera okkar besta. Skoðanir á því sem við erum að gera eru alltaf miklar og það verður alltaf þannig í KR. Það hafa allir rétt á sinni skoðun. En þessir frábæru einstaklingar sem hafa verið og eru áfram hafa alltaf sett KR í fyrsta sætið – ég fullyrði það.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjá meira
„Allir titlarnir eru auðvitað manni kærir. Titillinn 1999 var einstakur á svo margan hátt. Á Eiðistorgi voru mörg þúsund manns að fagna. Stelpurnar vinna tvöfalt og Atli Eðvaldsson í rykfrakkanum á hliðarlínunni. Hann var eftirminnilegur sá titill en þessi nýjasti er einstaklega sætur fyrir margar sakir,“ segir Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR. Kristinn ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri á næsta aðalfundi sem fer fram í febrúar. Hann kom inn í stjórn knattspyrnudeildarinnar árið 1999 og varð formaður 2008. Kristinn fagnaði sjö sinnum Íslandsmeistaratitli karlamegin, auk þess að verða sex sinnum bikarmeistari. Fimm sinnum karlamegin og einu sinni kvennamegin. „Ég er bara búinn með minn tíma og ætla nú að njóta þess að vera á leikjum KR. Mæta kannski klukkutíma fyrir leik sem verður töluverð breyting. Ég hef alltaf mætt tímanlega fyrir alla leiki – heimaleiki sérstaklega. Þetta verður án efa skrýtið enda búið að vera stór hluti af lífi mínu í langan tíma. Trúlega veit ég ekkert hvernig ég á að vera – það kemur bara í ljós,“ segir hann léttur.Kristinn Kjærnested og Björn Einarsson, formenn knattspyrnudeilda KR og Víkings, vinna saman. Fréttablaðið/Anton BrinkHann mun sinna formennskunni fram til febrúar og er að klára ýmis mál ásamt félögum sínum. Eftir það mun hann ganga út í sólsetrið. Þegar litið er yfir feril Kristins í stjórn og sem formaður kemur margt áhugavert í ljós. Hann hefur ekki aðeins verið duglegur að lyfta bikurum því á hans vakt fór KR-útvarpið í loftið og lýsti Kristinn flestum leikjum KR fyrsta árið. KR samdi við Sigurvin Ólafsson í beinni útsendingu í Heklusporti og ýmislegt fleira sem önnur lið hafa reynt að apa eftir. „Það er frábært að útvarpið sé enn við lýði. Þangað hafa komið þjálfarar andstæðinganna fyrir leik og það er margt vel gert. Við lýstum öllum leikjum í Evrópukeppninni, þannig gátu okkar stuðningsmenn fengið þá leiki beint í æð því það var oft erfitt að sjá þessa leiki í fyrstu umferð í beinni útsendingu.“ Talandi um Evrópukeppnina þá segir Kristinn það vera gott aukakrydd í tilveruna á stuttu íslensku sumri. Hann hefur farið með liðinu víða um Evrópu og segist eiga margar góðar minningar á þessum 20 árum. „Við unnum Zilina einu sinni sem hafði verið í Meistaradeildinni með Chelsea og Marseille. Við höfum spilað okkar heimaleiki á KR-vellinum en ekki í Laugardalnum sem er ákveðið forskot að mínu mati. Mér er minnisstætt þegar við spiluðum við Basel og Fram átti heimaleik á sama tíma. Helmingur stuðningsmanna Basel birtist í Laugardalnum og kom 20 mínútum of seint í Frostaskjól. Þá vorum við 2-0 yfir.KR vann Pepsi Max deildina með yfirburðum. Fréttablaðið/Sigtryggur AriÞað er gaman að koma til þessara borga og þessara landa sem maður myndi ekki gera að öllu óbreyttu. Það var gaman að spila við Celtic, sjá van Dijk henda Gary Martin til og frá. Það er alltaf gaman að fara utan og ná í góð úrslit þó við höfum líka farið sneypufarir. Það sem stendur þó upp úr er að sjá hvað þetta þjappar hópnum saman.“ Kristinn hefur haldið með KR frá blautu barnsbeini. Fyrsti leikurinn sem hann fór á var þó ekki með KR heldur viðureign ÍA og Breiðabliks. „Þegar ég var fimm ára bjó ég eitt ár hjá ömmu og afa þegar foreldrar mínir voru að byggja úti á Seltjarnarnesi. Þá fór pabbi með mig á völlinn á viðureign ÍA og Breiðabliks. Ég var svo hrifinn af gulum búningum, hafði nýlega séð Arsenal vinna Manchester United. Siggi frændi minn, sem bjó í kjallaranum hjá ömmu og afa, var ekki sáttur við þetta og keypti handa mér KR-búning. Sagði að ég ætti að halda með KR og Liverpool sem ég og gerði. Ég fylgdi því og þetta er eiginlega honum að kenna – eða þakka öllu heldur.“ Eftir 20 ár og 19 stóra titla er komið að leiðarlokum og segist Kristinn geta litið nokkuð stoltur í baksýnisspegilinn. Hann viðurkennir að hafa stundum hugsað að eitthvað hefði átt að gera svona eða hinsegin. Umtalið um KR hefur alltaf verið mikið og það eru mörg símtölin sem formaðurinn hefur tekið við KR-inga í gegnum tíðina. Það er þó eiginlega bara eitt sem nísti inn að beini á öllum þessum árum. „Ég tók það inn á mig þegar stelpurnar okkar féllu hér um árið. Það var sárt. Maður hefur eiginlega verið viðkvæmastur fyrir umræðunni um stelpurnar – að við séum ekki að gera nóg. Þar erum við að gera okkar besta. Skoðanir á því sem við erum að gera eru alltaf miklar og það verður alltaf þannig í KR. Það hafa allir rétt á sinni skoðun. En þessir frábæru einstaklingar sem hafa verið og eru áfram hafa alltaf sett KR í fyrsta sætið – ég fullyrði það.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Reykjavík Tímamót Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn