Hárprúðir og valdamiklir Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 16. október 2019 15:15 Boris Johnsson og Donald Trump þykja um margt líkir. NORDICPHOTOS/GETTY Tíðrætt er um hárprýði Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Báðir skarta þunnu ljósu hár sem stendur oft út í allar áttir. Hvort það er meðvituð tískuyfirlýsing er óstaðfest. Hárið á Trump hefur lengi verið á milli tannanna á fólki, enda þykir hann greiða sér á mjög sérstakan hátt. Hann er mögulega að reyna að fela skalla með þessari greiðslu sem er orðin nokkurs konar vörumerki fyrir hann. Boris Johnsson virðist ekki leggja mikla áherslu á að greiða sér. NORDICPHOTOS/GETTYEitt er víst að ef Donald Trump færi í klippingu þá yrði það saga til næsta bæjar og kannski er Trump meðvitað að bíða eftir rétta tækifærinu til að beina athyglinni þangað. Boris Johnson tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi eftir að Theresa May sagði af sér og lét af embætti í júní á þessu ári. Það vakti fljótt athygli hversu líkir þeir eru að mörgu leyti, þeir Johnson og Trump.Frægasta hárgreiðsla í heimi. NORDICPHOTOS/GETTYJohnson virðist vera nákvæmlega sama um hvernig hárið á honum lítur út, enda er það oftar en ekki úfið eins og hann hafi nýstigið inn úr hvirfilbyl þegar hann kemur fram opinberlega. Hann virðist ekki leggja eins mikla áherslu og Trump á að greiða það á ákveðinn hátt. Þrátt fyrir það hafa komið upp umræður um líkindi með hárinu á þeim. Enda minnir greiðslan hans Trumps frekar á úfið hreiður en snyrtilega greitt hár.Davíð Oddson með mikið dökkt og krullað hár . FRÉTTABLAÐIÐ/GVASkrifaðar hafa verið blaðagreinar þar sem stílistar ræða hárið á þeim Trump og Johnson og gefa þeim ráð um hvernig þeir geta hugsað um hárið á sér svo það líti snyrtilegar út. Þá hafa stílistar í Hollywood kosið um hvor hefur verra hár og einn lét hafa eftir sér að af tvennu illu væri hárið á Boris Johnsson skárra, enda væri greiðsla Donalds Trumps ljótasta hárgreiðsla allra tíma.Dagur B. Eggertsson með úfnar krullur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARILjósgulleitt úfið hár með rauðum blæ virðist ekki vera líklegt til að ná langt í stjórnmálum á Íslandi, ekki enn þá að minnsta kosti. En skyldi einhver hárgreiðsla á stjórnmálamönnum vera líklegri en önnur til þess að koma þeim sem hana ber til valda? Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér áður en Davíð Oddsson og Dagur B. Eggertsson koma upp í hugann. Báðir hafa þeir gegnt embætti borgarstjóra í Reykjavík og báðir eru þeir, eða voru, með mikið dökkt og krullað hár. Það mætti því slá þeirri kenningu fram að vilji menn verða borgarstjórar í höfuðborg okkar Íslendinga sé ekki vitlaust að skella sér í permanent og dökkar strípur. Brexit Donald Trump Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Tíðrætt er um hárprýði Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Báðir skarta þunnu ljósu hár sem stendur oft út í allar áttir. Hvort það er meðvituð tískuyfirlýsing er óstaðfest. Hárið á Trump hefur lengi verið á milli tannanna á fólki, enda þykir hann greiða sér á mjög sérstakan hátt. Hann er mögulega að reyna að fela skalla með þessari greiðslu sem er orðin nokkurs konar vörumerki fyrir hann. Boris Johnsson virðist ekki leggja mikla áherslu á að greiða sér. NORDICPHOTOS/GETTYEitt er víst að ef Donald Trump færi í klippingu þá yrði það saga til næsta bæjar og kannski er Trump meðvitað að bíða eftir rétta tækifærinu til að beina athyglinni þangað. Boris Johnson tók við forsætisráðherraembættinu í Bretlandi eftir að Theresa May sagði af sér og lét af embætti í júní á þessu ári. Það vakti fljótt athygli hversu líkir þeir eru að mörgu leyti, þeir Johnson og Trump.Frægasta hárgreiðsla í heimi. NORDICPHOTOS/GETTYJohnson virðist vera nákvæmlega sama um hvernig hárið á honum lítur út, enda er það oftar en ekki úfið eins og hann hafi nýstigið inn úr hvirfilbyl þegar hann kemur fram opinberlega. Hann virðist ekki leggja eins mikla áherslu og Trump á að greiða það á ákveðinn hátt. Þrátt fyrir það hafa komið upp umræður um líkindi með hárinu á þeim. Enda minnir greiðslan hans Trumps frekar á úfið hreiður en snyrtilega greitt hár.Davíð Oddson með mikið dökkt og krullað hár . FRÉTTABLAÐIÐ/GVASkrifaðar hafa verið blaðagreinar þar sem stílistar ræða hárið á þeim Trump og Johnson og gefa þeim ráð um hvernig þeir geta hugsað um hárið á sér svo það líti snyrtilegar út. Þá hafa stílistar í Hollywood kosið um hvor hefur verra hár og einn lét hafa eftir sér að af tvennu illu væri hárið á Boris Johnsson skárra, enda væri greiðsla Donalds Trumps ljótasta hárgreiðsla allra tíma.Dagur B. Eggertsson með úfnar krullur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARILjósgulleitt úfið hár með rauðum blæ virðist ekki vera líklegt til að ná langt í stjórnmálum á Íslandi, ekki enn þá að minnsta kosti. En skyldi einhver hárgreiðsla á stjórnmálamönnum vera líklegri en önnur til þess að koma þeim sem hana ber til valda? Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér áður en Davíð Oddsson og Dagur B. Eggertsson koma upp í hugann. Báðir hafa þeir gegnt embætti borgarstjóra í Reykjavík og báðir eru þeir, eða voru, með mikið dökkt og krullað hár. Það mætti því slá þeirri kenningu fram að vilji menn verða borgarstjórar í höfuðborg okkar Íslendinga sé ekki vitlaust að skella sér í permanent og dökkar strípur.
Brexit Donald Trump Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira