Það tók mikið á Birtu að vera ekki álitin Íslendingur af bekkjarfélögum sínum og Birta lagði sig alla fram um að reyna að falla betur inn í hópinn með því að aflita hárið, lýsa ljósmyndir af henni sjálfri þannig að húðliturinn væri ljósari þar sem hún upplifði sig oft og tíðum einskis virði.
„Þegar ég vann þá fékk ég aftur skilaboð frá þessu fólki sem leið eins og það hafi einnig unnið keppnina. Þó þúsundir manna myndu segja eitthvað illt um mig þá er bara gott að vita að fyrir einhverja eina manneskju get ég verið eitthvað sem mig vantaði, þá er þetta allt þess virði.“
Í þættinum ræðir Birta einnig um reynsluna að hafa tekið þátt í Miss Universe, barnæskuna og þá fordóma sem hún varð fyrir, það að hún ætli sér að verða rithöfundur og komandi stórkeppni í Miss Universe. Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni.